Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 40
Þegar brjóstin eru
síð þarf að vera góð
styrking undir þeim
og til hliðanna til að
brjóstin vísi fram en
ekki niður á við.
Konur með ávalar
axlir verða að nota
brjóstahaldara með
hlýrum sem eru ná-
lægt hálsinum svo
þeir renni ekki
stöðugt út af þeim.
Módel í fatnaði frá verslun-
inni Stórar stelpur:
Brjóstahaldarinn er frá
Hafnarbræðrum og hentar
vel konum með mjúkar línur
og stór brjóst. Gætið þess að
brjóstahaldarinn liggi þétt
upp að líkamanum undir
brjóstunum. Breiðir hlýrar
eru mjög góðir fyrir konur
með stór brjóst og koma í
veg fyrir að far myndist á öxl-
unum. Hafið stykkið milli
skálanna hátt, það kemur í
veg fyrir að brjóstin fari upp
úr skálunum við hreyfingu.
Það skiptir miklu máli að
skálarnar passi vel svo brjóst-
in flæði ekki upp úr þeim.
Umsjón : Anna F.
Gunnarsdóttir
(Anna og útlitid)
Myndir: Bragi Þór
Jósefsson og fleiri
íslenskt módel: Fríða
Birna Þráinsdóttir.
Undirföt Fríóu Birnu:
Stórar stelpur,
lötu
Það er vandaverk a
velja sér góðan
brjóstahaldara sem
fer vel. Hann þarf 1
að sitja vel, vera
þægilegur og und-
irstrika jákvæða
þætti vaxtarins en
laga þá neikvæðu.
Þegar brjóstahald-
ari er valinn ætti
að mæla ummálið
undir brjóstunum
fyrst og gæta þess
að velja rétta stærð
í samræmi við það.
Síðan þarf að finna
rétta stærð af skál-
um. Bakveikar
konur ættu að velja
sér brjóstahaldara
með krossböndum
á bakinu, þeir gefa
betri stuðning.
Konur sem hafa mjöt
þung brjóst geta keyi
sérstaka púða undir
hlýrana.
Vatnsbrjóstahaldarai
eru nýjung á
um, þeir láta brjóstin
sýnast stærri og fal-
legri í laginu.
Að lokum, notið aldri
dökk undirföt undir
Ijósan fatnað!