Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 15

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 15
Myndirnar eru líkt og málað- ar með aðstoð að handan; dulúðugar og magnþrungnar. Vikan 15 ótrúlega seigar. Og í því samhengi vil ég endilega nefna að konur þurfa að notfæra sér krafta sína, hörku og, já, galdra, í mun meiri mæli en þær gera." Verða karlmenn þá alveg útundan sem viðfangsefni í list þinni? „ Þeir hafa orðið það hingað til en ég er búin að lofa sýningu í sumar til heið- Eg stend á því fastar en fótunum að ein góð ferð í fjöruna jafnist á við margra tíma meðferð hjá sálfræðingi. unum að ein góð ferð í fjör- una jafnist á margra tíma meðferð hjá sálfræðingi. í fjörunni hreinsast hugurinn og friðsældin tekur völdin. Mér finnst líka nauðsynlegt að taka mér skóflu í hönd annað slagið og grafa holur eða skurði. Við þá iðju fæ ég oftast bestu hugmyndir mín- ar því það er líkt og þá opn- ist allar gáttir hugmynda- flæðisins. Eg mála líka stundum á rekavið sem ég finn fjörunni og urs karlpeningnum í Snæ- fellsbæ og hún verður með öðrum brag en venjulega. Þetta verða olíumálverk á striga en að þessu sinni not- ast ég líka við smurolíu, steinolíu og matarolíu. Myndirnar munu verða á girðingum á þrettán stöðum við bæinn. Málverk þessi verða grófari en vanalega og hafa þá sérstöðu að vera til sýnis úti í guðsgrænni nátt- úrunni. Það má því með sanni kalla þau vindverk!" Fyrst við erum að ræða um sýningar leikur okkur forvitni á að vita hvort þú hafir haldið hefðbundnar sýningar og hvort einhver slík sé á döfinni? „Ég er stundum með sýn- ingar og síðustu tvær hélt ég á Horninu í Reykjavík. Ég var nýlega með sýningu á verkum mínum á Akranesi og verð með aðra í Reykja- vík árið 2000. Annars fer ég mjög sjaldan til Reykjavíkur þótt ég sé bæði fædd og upp- alin þar. Ég geri mér einna helst bæjarferð til að kaupa ramma og heilsa upp á vini. Langbest líður mér hér í mínu orkumikla og kröftuga umhverfi. Ég stend á því fastar en fót- hanna úr honum minjagripi. Það er frekar tímafrek vinna þó að hún sé jafnframt skemmtileg og munirnir verða til þannig að ég sit og hugsa eða íhuga úti á hól og tálga eigin- lega ómeðvit- að í leiðinni. Það kemur eitt og annað út úr því." Hvers vegna kaustu að búa á Snæfells- nesi? „Ég fór í sögulega tjald- ferð árið 1980 sem endaði á Búðum og ég varð yfir mig hrifin af staðn- um og umhverfi hans. Þetta var ást við fyrstu sín. Eitt leiddi af öðru og ég starfaði við hótelstjórn og sem rekstraraðili á Búðum í 15 ár. Að setjast síðan að á Bjarnarfossi virtist eðlilegt framhald af öllu öðru. Ann- ars hef ég svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma fyrir Sigriður með kraftmikinn Bjarnarfoss- Konumálverk Sigríðar eru táknræn fyrir sjálfsbjargarvið leitni og innri styrk kvenna. inn 1 bak- grunni -y ■ j - '■ Það er unaðslegt að heyra niðinn í fossinum þegar ég er að munda penslana. vangaveltur um hvers vegna ég bý hér. Fólk spyr stundum hvort ég verði ekki einmana á veturna þegar myrkrið umlykur allt og snjóþyngslin gera það erfitt að ferðast milli bæja. En ég finn ekki fyrir því. Þá kveiki ég á kertum og hef það notalegt. Þá mála ég líka mikið og sekk mér í lestur. Eiginlega má segja að ég og verkin hans Laxness renn- um saman í eitt á veturna en þau eru í miklum met- um hjá mér. Ég les einnig mikið af tæknilegu efni tengdu myndlistinni og er afar hrifin af þjóðsögum. Ég er mikill grúskari. Ég les enn fyrir krakkana mína á kvöldin þótt þeir séu komnir á unglingsár og gjarnan eru það draugasögur sem verða fyrir valinu og þá kúrum við saman uppi í rúmi á meðan vindurinn næðir úti. Þetta eru yndislegar samveru- stundir hjá okkur sem ég vil halda í heiðri sem lengst." Við kveðjum þessa dular- fullu, seiðmögnuðu og sterku listakonu með virkt- um og þökkum henni áhugavert spjall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.