Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 44
Framhaldssagan HÆTTULEGUR LEIKUR Rusty stansaði fyrir fram- an Valley Road númer sautján og virti húsið fyrir sér. Hann var viss um að hafa komið þar áður en gat ekki munað hvenær eða í hvaða tilefni. Hann stökk út úr bílnum og leit upp í glugga á annarri hæðinni. Var einhver að fylgjast með honum? Svo brosti hann í kampinn. Hann ætti kannski að fara til augnlæknis. Það var aðeins brúða sem sat í gluggakistunni þarna uppi. Bláeygð kona opnaði fyrir honum og honum fannst hann kannast við hana. Ég heiti Rusty Erlich, sagði hann. Býr Viktoría Louisa hér? Gjörðu svo vel að ganga í bæinn, sagði konan. Rustý leit í kringum sig á gangin- um. Með augum fagmanns- ins virti hann fyrir sér tré- verkið í loftinu og á veggj- unum. Allt var hvítmálað og hann var viss um að undir málningunni leyndist furupanill. Hann varð alltaf jafnhissa þegar hann sá þetta. Hvernig dettur fólki í hug að eyðileggja fallegan við með því að mála yfir hann? Konan sem hafði opnað fyrir honum hvarf upp stig- ann og önnur kona kom brosandi á móti honum. Hann renndi augunum yfir ljóst hárið og mjúka andlits- drættina. Falleg, hugsaði hann með sér. Stór, grá augu hennar mættu augum hans. Hún rétti honum höndina. Rusty Erlich? Ég heiti Vikt- oría Louisa. Kallaðu mig bara Rusty. Hann sleppti handtakinu. Það er skrítið, en ég hef það á tilfinningunni að hafa komið hingað áður. Hvað ertu að segja? Ertu alinn upp hér í nágrenninu? I hinum enda bæjarins. Ég er viss um að þú ert ekki héðan, annars hefðum við hist fyrr. Ég er frá New York, sagði hún. Ég sá húsið auglýst til sölu í Boston Globe og ákvað að slá til. Hún yppti öxlum. Ég hef alltaf verið veik fyrir gömlum húsum. Sama segi ég. Við ættum kannski að byrja á því að ganga um svo ég geti skrifað hjá mér hvað þú vilt að ég geri. Ég get gert lauslega kostnaðaráætlun áður en ég hefst handa. Hann tók blokk og blýant upp úr brjóstvasanum og leit spyrj- andi á hana. Augu hennar viku ekki frá andliti hans. Mér líst vel á það, sagði hún. Mér segir svo hugur að ég hafi verið heppin að rekast á auglýs- inguna þína. Hann varð hissa þegar hann fann hitann í kinnun- um. Hann hafði ekki roðnað frá því hann var tólf ára gutti! Agnes sat í borðstofunni með tebolla og heyrði allt það sem Viktoríu og unga manninum fór á milli. Hann var huggulegur og notalegur og virkaði traustvekjandi. Frú Mills? Agnes leit upp. Viktoría stóð í dyrunum og ungi maðurinn við hlið hennar. Já, svaraði hún. Varstu ekki eitthvað að tala um að þú þyftir að ljúka við að pakka niður? Ég er nú að mestu búin að því, ég á bara eftir að taka niður myndirnar af veggjun- um. Kannski þú ættir að gera það núna. Það væri leiðin- legt ef þú gleymdir ein- hverju. Viktoría hallaði sér yfir borðið, tók um hendur Agnesar og kreisti fast. Agnes spratt á fætur og flýtti sér út. Hana verkjaði í hendurnar. Ef hún hafði haft einhverjar efasemdir voru þær nú með öllu horfnar. Vingjarnleg orð eða ekki, þessi unga kona var allt ann- að en vingjarnleg. Hver var hún eiginlega þessi Viktoría Louisa? Hvaðan kom hún og hvers vegna hafði hún keypt einmitt þetta hús? Þau voru búin að ganga um húsið og stóðu úti í garð- inum. Rusty hafði skrifað hjá sér ýmsa hluti sem þurfti að lagfæra. Jæja, hvað finnst þér? sagði Viktoría og horfði á hann. Að þú ættir að fara í eitt- hvað utanyfir þig svo þér verði ekki kalt. Hún brosti. Þú veist hvað ég á við. Heldurðu að það þurfti að lagfæra margt ut- anhúss? Það er ekki ólíklegt að það þurfti að gera við þakið en það getur nú beðið til vors. Svo þarf líka að endur- nýja þakrennurnar. Er það allt og sumt? Rusty hristi höfuðið. Þú talar eins og þetta sé ekki neitt. Aftur hvíldu grá augun á andliti hans. Ó nei, en ég hafði gert ráð fyrir þessu öllu. Rusty sneri sér undan til þess að forðast augnaráð hennar. Ég skal reikna út hvað þetta kemur til með að kosta. Ég kem aftur á mánu- daginn. Ég skal líka hafa samband við vin minn og biðja hann að líta á raflagn- irnar. Hann heitir Sam Regis og er rafvirki. Hann gekk að bílnum en hún greip um handlegg hans. Nei, bíddu aðeins. Þú ert ekki ennþá búinn að sjá það mikilvægasta. Leikher- bergið. Hann kom auga á lög- reglukylfuna sem hékk á krók á veggnum og varð hissa að sjá slíkan hlut inni á einkaheimili. Þau komu að herbergi með panilklæddum vegg og húsgögnum sem hefðu betur sómt sér á ruslahaugunum. Nú man ég, sagði hann. Ég var einu sinni í veislu hérna. Augu hennar urðu fjarlæg. Hvað ertu að segja? Var það skemmtileg veisla? Ekki get ég nú sagt það. Hvað hefur þú hugsað þér í sambandi við þetta her- bergi? Hún horfði í kringum sig. Ég vil láta múra upp í glugg- ana. Hvers vegna? spurði hann undrandi og horfði upp í litla gluggana ofarlega á veggnum. Þá færðu enga 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.