Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 2

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 2
Texti og myndir: Egill Egilsson Harðfiskur þeirra hjóna, Guðrúnar Óskarsdóttur og Halldórs Mikkaelssonar í Neðra - Breiðdal í innan- verðum Önundarfirði sker . sig ekkert úr hefðbundnum harðfisktegundum, nema að einu leyti. Hann hefur farið lengri vegalengd en aðrar tegundir. Þegar Everestfar- arnir undirbjuggu för sína á þetta hæsta fjall heims á sín- um tíma, var harðfiskurinn frá þeim hjónum hafður með í bakpokunum. Systir Guðrúnar sem er félagi í Alpaklúbbnum hafði oft haft í för með sér harðfisk frá Gurðúnu í sínum fjöl- mörgu fjallaferðum víða um heim. Hún mælti með harð- fisknum við Everestfarana sem fóru að ráðum hennar og bættu þessu við annað kjarnafæði. Til að fræðast örlítið um harðfiskvinnslu þeirra hjóna brá Vikan sér til þeirra að Neðra- Breiðdal og hitti á Guðrúnu sem var á fullu við að pakka niður framleiðslunni. „Hér höfum við búið í 21 ár. Halldór er fæddur og uppalinn í Fremra- Breiðdal og flutti að Neðra- Breiðdal þegar við hófum búskap. Fyrri eigandi hafði slátrað öllu og því var ekkert búfé fyrir þegar við tókum við hérna. Hér voru engin fjár- hús, svo við byggðum ný. Sjálf kem ég úr Kópavog- inum og flutti hingað vestur eftir að ég kynntist Halldóri. Við rákum hér hefðbund- ið bú með kúm og kindum frá 1978, samhliða harðfisk- verkuninni. Smám saman hlóð harðfiskverkunin upp á sig og loks ákváðum við að snúa okkur alfarið að verk- uninni sem slíkri og hætta hefðbundnum búskap. Það hefur engin eftirsjá verið eftir fjárbúskapnum, alla- vega hefur Dóri ekki haft orð á því. Við vinnum bæði við harðfiskverkunina og verkum eingöngu á veturna en ekki á sumrin. Framleiðslan frá okkur er seld víða um land. Síðastlið- in þrjú ár hafa verið góð í sölu harðfisks. Ég veit ekki hvort val Everestfaranna á harðfisknum hefur aukið söluna, en það hefur verið stigvaxandi aukning á henni. Hvað varðar leyndarmál við verkunina á harðfiskinum þá er það eina sem ég get sagt ykkur að Halldór bragðar alltaf á saltblönd- unni áður en fiskurinn er lagður í hana. Fjölmargir ferðamenn hafa sótt okkur hingað heim, bæði innlendir og er- lendir. Sumir hafa komið aftur og aftur. Margir sem koma hingað vestur í ýms- um erindum renna hingað í hlað og kaupa harðfisk hjá okkur. Við erum búin að setja upp svolitla aðstöðu til að taka á móti ferðamönn- um þar sem við bjóðum upp á kaffi meðan menn staldra við í erindum sínum. Við höfum lagt á það áherslu að við séum látin vita með góð- um fyrirvara. 1 ár höfum við ákveðið að bjóða upp á þá nýbreytni að vera með reyktan rauðmaga og sjá hvernig móttökur þessi herramannsmatur fær hjá gestum og gangandi. 2 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.