Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 60
TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON Meryl Streep hefur lokiö viö sína nýjustu mynd, sem kallast 50 Violins, en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum innan skamms. Hún fjallar um kennslukonu sem leggur mikið á sig til aö kenna krökkum úr skugga- hverfum Harlem á fiðlu. Upphaflega var Madonna ráöin i aðalhlutverkið og hún var farin að æfa sig á fiðluna þegar babb kom í bátinn. Henni lynti ekki við leikstjóra mynd- arinnar, Wes Craven, og Streep var fengin til að taka við hlutverkinu. Þegar myndin var prufukeyrð fyrir heppna áhorfendur vakti hún sterk viðbrögð í salnum. "í miðri mynd byrjuðu allt í einu allir áhorfendurnir að grenja. Þetta hef ég aldrei séð áður," segir einn bíógesta. Þetta er því sannkölluð vasa- klútamynd en Craven er þekktari fyrir hryll- ingsmyndir sínar, svo sem Scream og A Nightmare on Elm Street. Angela Bassett, Ai- dan Quinn, Jane Leeves og Gloria Estefan leika einnig í myndinni auk margra þekktra fiðlusnillinga. Þess má geta að enn hefur ekki verið ákveðið endanlegt nafn á mynd- ina en framleiðendurnir eru að hugsa um að kalla hanaThe Music of my Heart. Leikarinn Kris Kristofferson gekkst undir fjögurra tíma hjartaað- gerð fyrir skömmu eftir að hafa þjáðst af langvarandi brjóstverkjum. Kunnugir segja að sukk og subbu- legt líferni hafi farið illa með mikil- vægasta líffæri kappans. Aðgerðin var framkvæmd á háskólasjúkra- húsinu í San Francisco og Kristofferson hafði elginkonu sína, Lisu, hjá sér til halds og trausts. "Ég er virkilega hræddur. Ég á fimm börn sem ég þarf að sjá fyrir og mig langar að sjá þau vaxa úr grasi," k sagði Kristofferson við náinn H vin sinn skömmu áður en ■ hann lagðist undir hnífinn. H Talsmaður leikarans segir að aðgeröin hafi gengið vel. Hann er nú að jafna sig á j ^ heimili sínu í Maui á Hawaii. Látúnsbarkinn Chris Isaak veit hvernig á að heilla stúlkurnar. Fyrir skömmu var tekin upp sjónvarpsþáttur til heiðurs Johnny Cash á skemmtistaðnum China Club í New York. Fjörið hélt siöan áfram fram eftir nóttu og Isaak var manna vinsælastur á dans- gólfinu. Hann dansaði viö allar dömurnar og síðan, þegar stúlk- urnar tóku sér hlé til að ná andanum, stökk hann upp á sviðið og söng "MysteryTrain" og "Blueberry Hill" við mikinn fögnuð. Gamla brýnið Jon Voight fékk sér einnig snúning á dansgólfinu og Kevin Bacon fylgdist með af mikilli aðdáun. Isaak er þekktur fyrir að syngja um rómantík og ástarsorgir en hann vill ekkert gefa upp um eigið ástarlíf. "Ef stúlkurnar vilja vita eitthvað um mitt ástarlíf verða þær að sofa hjá mér; öðruvísi komast þær ekki að neinu," sagöi söngvarinn i nýlegu viötali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.