Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 59
hann er manna síðastur að
smitast. Hann á þó til að
„detta í" dularfulla sjúkdóma
sem koma og fara án hald-
bærra skýringa frá sérfræð-
ingum. Þetta gæti ef til vill
tengst upphafi hans og sam-
skiptum við Hydru, snákinn
eitraða. Veikleiki Krabbans er
hins vegar maginn og maga-
svæðið sem hann þarf að
gæta vel að láta enga ólyfjan
í, þá er voðinn vís.
Heimili, lístir og
menning
Krabbinn er sérlega heima-
kær og unir sér best í eigin
ranni. Þar leggur hann sig
fram við að skapa sér og sín-
um fallegan og þægilegan
íverustað. Húsið er hans skel
og staður þar sem hann eyðir
lengstum tíma sínum. Honum
er því kappsmál að það veiti
skjól í öllum skilningi, gleðji
augað og falli vel að líkamleg-
um þörfum. íbúð Krabbans er
nútímaleg en samt hefðbund-
in í þeim skilningi að hann
nýtir allt gamalt og gott til að
fullkomna aðsetur sitt. Krabb-
inn er safnari og fágaður sem
slíkur. Húsgögnin eru glæsi-
leg og sem dæmi er „danska
eggið" einn af uppáhalds stól-
um Krabbans. Þar getur hann
hreiðrað um sig með góða
bók og nánast tíst af ánægju
og vellíðan. Hann getur líka
setið og horft á listaverk sem
hann hefur krækt í eftir bestu
listamenn þjóðarinnar, hlust-
að á ballöður og þjóðlög sem
eru hans yndi á meðan hann
spáir í hvað hann ætlar að
hafa f kvöldmatinn því Krabb-
inn er framúrskarandi kokkur.
Foreldrar og börn
Að eiga Krabba að foreldri
er hverju barni mikil gleði.
Krabbinn er að eðlisfari "móð-
urlegur" og honum er annt
um hag barna sinna, að þau
Krabbinn í essinu sínu og það
smitar út frá sér, sérstaklega
á hitt kynið svo hann má eiga
von á blómstrandi ástarævin-
týrum. Þetta á jafnt við ein-
hleypa sem gifta Krabba en
þar sem Krabbinn er trúr sín-
um þýðir lítið að reyna við lof-
aðan Krabba. Gleði Krabbans
af að vera til á þessu síðasta
ári aldarinnar gerir hann op-
inn og blátt áfram í tali og
gerðum. Það skilar sér rétta
boðleið svo menn taka mark
á velvilja hans og heiðarleika
og fara eftir ráðleggingum
hans án þvermóðsku. Villt-
ustu draumar Krabbans munu
einnig rætast á þessu ári og
andleg sem líkamleg heilsa
mun blómstra. Með haustinu
rísa ákveðin tákn varfærni
umhverfis Krabbann og hon-
um væri hollt að lesa alla
samninga ofan í kjölinn áður
en skrifað er undir. Jólin og
áramótin verða svo krydduð
angan ástarinnar og ilmi nýrra
tíma.
það er mesti misskilningur,
hann rásar bara til eins og
sannur krabbi.
Sumar, haust og vetur
1999
Útlit er fyrir að Krabbinn
lendi í miðju fjölskyldudeilna
bráðlega eða sé rétt sloppinn
úr þeirri rimmu Sú þraut hefur
eða mun leysast af sjálfu sér
ef Krabbinn heldur skelinni
þétt að sér og lætur þolin-
mæðina stjórna gerðum sín-
um. Á þann hátt nær hann
bestum árangri, að maður tali
nú ekki um ef málið snýst um
gamla efnið, ástina. Sá
grunnur að vísa til þolinmæði
og íhygli í gerðum sinum veit
á gott. Árið verður Krabban-
um gefandi og sigursælt. í
mistri framtíðar er Krabbinn
mikið á ferðinni, annað
tveggja að flytja og endurnýja
húsnæði sitt eða að þeytast
milli landa í viðskipta og
skemmtireisum. Skyldur
Krabbans á vinnustað aukast
og árverkni hans og ábyrgð
skilar sér í bættri afkomu.
Þessi nákvæmni hans vekur
eftirtekt og hann hækkar í
tign. Nú í júní og fram í júlí er
I njóti æskunnar sem
slíkrar og fái allt það
besta sem hún býður
upp á. Honum er í
mun að börnin séu
vel klædd og vel alin
til munns og handa.
En þessi umvefjandi
umhyggja á það til að snúast
í andhverfu sína. Krabbinn á
það til að ofvernda sína nán-
ustu og neita að sætta sig við
að börn hans vaxi úr grasi og
velji eigið lífsmynstur. Þetta
getur kostað mikla erfiðleika í
samskiptum Krabbans við
börn sín, þrætur, þref og
hurðarskelli. Sem barn er
Krabbinn vandmeðfarinn per-
sónuleiki, hann er sérlega
viðkvæmur og því er ekki
sama hvernig að honum er
farið. Hnjóðsyrði og skammir
geta gert hann lokaðan og
fráhverfan umhverfinu en
mýkt og ígrunduð framsetning
orða gerir hann opinn, glaðan
og skemmtilegan krakka sem
hefur yndi af herberginu sínu
og grúskar þar í skemmtileg-
um hlutum. Þar er litli Krabb-
inn vísindamaður, fornleifa-
fræðingur eða verðandi upp-
finningamaður.
Ytri áhrif
Þar sem krabbinn er við-
kvæm skepna þótt hann virð-
ist harður að sjá, á fólk í
krabbamerkinu það til að
rjúka í fýlu af minnsta tilefni.
Krabbinn getur þá orðið með
þeim leiðinlegri í um-
gengni, skammast, rifist
og nöldrað um allt og
ekkert, hengt sig á kenn-
ingar og verið "pain in
the ass" eins og sagt er.
Þessi hlið Krabbans er
honum til vansa, enda
lætur hann sem minnst á
því bera út á við hversu
mislyndur hann getur
verið. Á ytra borði virkar
Krabbinn ósjálfstæður en
Samantekt
Þessi samantekt er fyrir alla
þá sem heillast af Krabban-
um og sækjast eftir að skríða
undir skelina hjá honum. Við
lestur samantektarinnar geta
þeir ef til vill áttað sig betur á
eðli Krabbans og duttlungum
en ekki endilega einstaklingn-
um sjálfum, þar koma til þætt-
ir eins og rísandi merki, hús,
miðhiminn, fæðingarstaður,
uppeldi og mótun. Ég hef
stiklað á stóru um Krabbann
og margt er ósagt en grunn-
urinn er þó skýr og speglast í
ný og nið mánans.
Vikan 59
Krabbinn er munúðarfullur á
öllum sviðum og léttur í lundu.