Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 16
Texti. Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Stórlaxar í Norðurá Starfsfólkið fær laxana Arni Eyjólfsson er einn „Ég ætla að halda einum fyrir stjórnarmeðjinia mig en gefa starlsfólkinu mínu Stangveiðilelags ltina tvo" svarar Árni að bragði Reykjavíkur. Hann var að gera Þelta heppna starfsfólk vinn- að þremur löxum þegar blaða- ur í Glæsibæ, nánar tiltekið í maður og Ijósmyndari Vikunnar barnavöruversluninni Ólafíu og renndu í hlað Veiðihússins við Óliver en Árni er einniitt eig- Norðurá. andi verslunarinnar. Laxarnir voru stórir og falleg- Að sögn Árna kemur hann ir. Baráttan við að landa þeini nokkrum sinnum á veiðitímabil- tók um 20 mínúlur. inu, til að renna l'yrir laxi í Hverjir fá svo að njóta þess Norðurá, auk þess sent hann að borða þennan eðallax? veiðir gjarna í Stóru-Laxá. Áhugamenn um laxveiði eru búnir að raða í veiðitöskuna og pússa veiðistöngina þegar 1. júní rennur upp. Þá er allt tilbúið og biðin getur orðið erfið. Fyrir þá sem ekki vita, þýðir 1. júní að veiði- tímabilið er formlega hafið í helstu laxveiðiám landsins. ú hefð hefur skapast í kringum margar árnar að stjórn veiðifélaganna og eigendur ánna fá að spreyta sig í fyrstu köstum sumarsins og því verða venjulegir veiðimenn að bíða rólegir þar til röðin kemur að þeim. Þegar við renndum í hlað voru stjórnarmeðlimir að gera sig tilbúna til að yfirgefa svæð- ið, alsælir með góða veiði. Hóp- urinn landaði 43 löxum. Kven- mennirnir í hópnum stóðu sig vel, veiddu alls 12 laxa og hafa eflaust rétt sínum heittelskuðu hjálparhönd. Við fengum þau heilræði frá stjórnarmeðlimum að við yrð- um að fylgjast með þegar næstu veiðimenn kæmu. Þeir væru eins og hungraðir úlfar. Við gleymdum ekki ráðleggingun- um. Á meðan við biðum hittum við skemmtilegt fólk sem starfar í veiðihúsinu. Guðmundur Viðarsson er rekstraraðili Veiðihússins við Norðurá. Hann er kokkur að mennt og rekur veisluþjónustu níu mánuði ársins en eyðir sumrinu í fallegu umhverfi Norðurár. Þar töfrar hann fram kræsingar og dekrar við veiði- mennina. Guðmundur byrjaði að vinna í kringum Veiðihúsið árið 1991 og hefur eytt sumrum sínum vestra allar götur síðan. Starfs- mennirnir í veiðihúsinu fyrir utan hann sjálfan eru fimm tals- ins og vinna á vöktum. Unnið er í sex daga og síðan er sex daga frí. Vinnudagarnir geta verið mjög langir því klukkan sex á morgnana eru veiðimenn ræstir og morgunverður borinn fram. Veiðin hefst klukkan sjö og stendur yfir til klukkan eitt. Þá hópast saman hungraðir veiðimenn í matsalinn hjá Guð- mundi og fá sér hádegismat. Kaffi og meðlæti er borið á borð um hálffjögur og klukkan fjögur stökkva veiðimenn í vöðlurnar og flykkjast á ár- bakkann eða hreinlega ofan í ána, í von um að fá þann stóra. Vinnudagurinn er langur og strangur, bæði hjá starfsmönn- um og veiðimönnum. Nú hefur löngum verið litið á laxveiði sem dýrt áhugamál og því ekki allir sem geta stundað hana þótt þeir gjarnan vildu. Hvað kostar að veiða í einn dag í Norðurá ? „Á ódýrasta tímabilinu kost- ar stöngin 14.800 kr.- og þá deila hjón gjarnan einni stöng. Á dýrasta tímabilinu fer verðið upp í 60.000 kr.- Ég er með tvenns konar verð á fæðinu háð verðinu á veiðileyfunum. Á ódýrara tímabilinu kostar fæði og gisting hjá mér 4.900 kr.- og þá er kvöldmaturinn tvíréttað- ur. Á dýrara tímabilinu kostar matur og gisting hins vegar 7.500 kr. Ég er með úrvalsfæði á þeim tíma, t.d.morgunmat sem er steikt egg og beikon og kvöldmat sem er fjórréttaður." í miðju spjalli stekkur Guð- mundur fram í eldhús og afsak- ar sig með því að þurfa að ná í kaffibrauð úr ofninum. Stuttu seinna birtist hann með rjúk- andi heit vínarbrauð og ilmandi snúða sem eru algjört lostæti. Útlendingarnir rólegir „Útlendingarnir sækjast mjög eftir að vera við veiði á dýrasta tímabilinu sem stendur yfir allan júlímánuð. Við erum með gesti alls staðar að úr heiminum. Frakkar, Bandaríkjamenn, Spánverjar, ítalir og að ógleymdum Norðurlandabúum sem koma mikið." Finnur þú einhvern mun á að hafa útlendinga og íslendingana í húsinu hjá þér? „Já, ég geri það nú. Útlend- ingarnir eru miklu rólegri. Þeir líta frekar á veiðina sem afslöppun og það er miklu meiri 16 Vikan Guðmundur með ylvolg vínarbrauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.