Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 55
V yndin er sviðsseti því aftur komin í sama farið og þegar ég var unglingur; farin að sofa hjá þó mér væri það þvert um geð. Það var einhvers konar örvænting sem heltók mig. Fyrsti kúnninn. Svo kom að því örlagaríka kvöldi þegar ég seldi mig. Ég leit sérlega vel út þetta kvöld þótt innra með mér væri ég samanbrotin; áhyggjufull vegna afar slæmrar fjárhagsstöðu og þjökuð af einmannakennd. Mér fannst lífið innihaldslaust og lít- ils virði. Þá nálgaðist mig mað- ur og bauð mér upp í dans sem ég þáði og að honum loknum keypti hann bjór handa okkur. Ég var vel við skál en get ekki afsakað mig með því að dóm- greind mín hafi verið skert sök- unt þess. Við fórum heim til mín eftir að ballinu lauk og af gömlum vana hafði ég mök við þennan ókunna mann, þó mig hefði mest langað að hjúfra mig upp að honum og finna væntumþykju og öryggi í fangi hans. Þegar ég vaknaði morguninn eftir með höfuðverk og ógleði var mér mjög brugðið er ég sá glænýjan fimm- þúsund króna seðil á náttborðinu mínu. Ég hljóp inn á bað og kastaði upp. ískaldur veru- leikinn blasti við mér. Maðurinn hafði greitt fyrir „þjónustu" mína þessa nótt. Mér leið hræðilega illa þennan dag og fannst ég vera ómerkileg dræsa en samt kitlaði þetta mig. Seðillinn var sönnun þess að ég gæti bjargað mér, fjárhagslega, upp á eigin spýtur og næstu daga hugsaði ég vart um annað. Næst þegar ég fór á skemmti- stað fór ég gagngert í þeim til- gangi að selja mig. Ný leið hafði opnast fyrir mér og ég ætlaði að hagnast á því að selja líkama minn. Ég fór á vafasama búllu hér í Reykjavík þar sem ég vissi að menn væru ofurölvi og með nóg af peningum til að skemmta sér. Og það var sem við manninn mælt; klukku- stundu síðar var ég komin með kúnna upp á arminn sem bauð mér 20.000. krónur fyrir drátt- inn, eins og hann orðaði það. Ég var ekki treg í taumi og Þegar ég vaknaði morguninn eftir með höfuðverk og ógleði var mér mjög brugð- ið er ég sá glænýjan fimmþúsund króna seðil á náttborðinu mínu. Ég hljóp fram á bað og kastaði upp.“ fannst þetta gífurlega há fjár- hæð og lauk þessu af á stuttum tíma. Skömmu síðar fór ég í bankann og borgaði tíuþúsund króna skuld þar og fór svo í stórmarkað og keypti í matinn eins og hefðarfrú! Það er skemmst frá því að segja að ég fór á fullt skrið í vændið og tókst á skömmum tíma að losna undan öllum skuldum og var meira að segja komin með smávegis varasjóð. Tilfinningalega leið mér þó alls ekki vel þótt að peningarnir veittu ákveðna öryggiskennd. Eg var líka logandi hrædd um að vinir mínir eða ættingjar kæmust að þessu, en ég sagði engum frá vændinu. Þegar fólk- ið í kringum mig varð þess vart að ég var komin út úr mestu eymdinni og innti ntig eftir ástæðum þess, sagðist ég vera í vellaunaðri skúringavinnu á nóttunni. Það skýrði einnig að hluta til þetta næturbrölt mitt og hvers vegna ég þyrfti barna- gæslu svona oft á kvöldin. Drukknir og dónalegir. Ég hafði enga ánægju af þess- um nánu samskiptum heldur þvert á móti bauð mér við því að sofa hjá ókunnugum mönn- um, sem oft voru skítugir og illa lyktandi. Oftast voru þeir mjög drukknir og dónalegir og komu fram við mig eins og verstu dræsu. Ég var stundum beðin um að framkvæma niðurlægj- andi athafnir sem voru mér mjög á móti skapi en lét mig stundum hafa það. Þá lokaði ég augunum og ímyndaði mér að ég væri stödd einhvers staðar langt í burtu og við allt aðra iðju. Smám saman varð sjálfsá- lit mitt að engu. Ég fyrirleit sjálfa mig. Ég hræddist að fara út úr húsi eða í bæinn með dótt- ur mína því alltaf var hætta á að ég myndi rekast á kúnna sem þekkti mig og mér fannst ég þurfa að vera stöðugt í felum. Fjárhagsáhyggjurnar voru úr sögunni en aðrar tilfinningar og enn verri voru komnar í stað- inn. Ég forðaðist samskipti við vinkonur mínar og fjölskyldu og einangraðist félagslega. Fyrir utan litlu dóttur mína umgekkst ég aðeins sveitta og ógeðslega karlmenn sem ég seldi blíðu mína. Þegar ég hafði verið vændis- kona í tæplega tvö ár fannst mér nóg komið og ákvað að breyta um lífstíl. Ég held að það hafi verið besti dagurinn í lífi mínu til þessa. Ég vaknaði einn vormorguninn í fyrra, staðráðin í að hætta að selja mig og byrja nýtt líf. Þennan dag byrjaði ég í líkamsrækt sem ég stunda enn í dag og hef af því mikla ánægju og samfara þvf hef ég öðlaðast aukið sjálfs- álit. Ég fer með dóttur mína í langar gönguferðir og í samein- ingu matreiðum við hollan og góðan mat en ég hef fengið mikinn áhuga á eldamennsku. Nokkrum mánuðum eftir að ég hætti í vændinu fékk ég vel launað starf sem ég er ánægð með og gefur mér mikið. Ég mun þó aldrei ná að þurrka þessi tvö ár í vændinu úr minni mínu en það er fortíðar- draugur sem gengur illa að kveða niður og það mun verða ör í hjarta mínu eftir þetta alla tíð. Því vona ég að sem flestar stúlkur lesi frásögn mína og geri sér grein fyrir að vændi er viðbjóðslegt og langt frá því að vera glansmyndalíf." lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. 1 leiuiilisl'niifOO er: Vikan - „LílkruynsliisiiKii*', Seljuvef*ur 2, 101 keykjiivík. \etl'sinj»: vikan@l‘ro(li.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.