Vikan - 22.06.1999, Síða 2
Texti og myndir: Egill Egilsson
Harðfiskur þeirra
hjóna, Guðrúnar
Óskarsdóttur og
Halldórs Mikkaelssonar í
Neðra - Breiðdal í innan-
verðum Önundarfirði sker .
sig ekkert úr hefðbundnum
harðfisktegundum, nema að
einu leyti. Hann hefur farið
lengri vegalengd en aðrar
tegundir. Þegar Everestfar-
arnir undirbjuggu för sína á
þetta hæsta fjall heims á sín-
um tíma, var harðfiskurinn
frá þeim hjónum hafður
með í bakpokunum. Systir
Guðrúnar sem er félagi í
Alpaklúbbnum hafði oft
haft í för með sér harðfisk
frá Gurðúnu í sínum fjöl-
mörgu fjallaferðum víða um
heim. Hún mælti með harð-
fisknum við Everestfarana
sem fóru að ráðum hennar
og bættu þessu við annað
kjarnafæði. Til að fræðast
örlítið um harðfiskvinnslu
þeirra hjóna brá Vikan sér
til þeirra að Neðra- Breiðdal
og hitti á Guðrúnu sem var
á fullu við að pakka niður
framleiðslunni.
„Hér höfum við búið í 21
ár. Halldór er fæddur og
uppalinn í Fremra- Breiðdal
og flutti að Neðra- Breiðdal
þegar við hófum búskap.
Fyrri eigandi hafði slátrað
öllu og því var ekkert búfé
fyrir þegar við tókum við
hérna. Hér voru engin fjár-
hús, svo við byggðum ný.
Sjálf kem ég úr Kópavog-
inum og flutti hingað vestur
eftir að ég kynntist Halldóri.
Við rákum hér hefðbund-
ið bú með kúm og kindum
frá 1978, samhliða harðfisk-
verkuninni. Smám saman
hlóð harðfiskverkunin upp á
sig og loks ákváðum við að
snúa okkur alfarið að verk-
uninni sem slíkri og hætta
hefðbundnum búskap. Það
hefur engin eftirsjá verið
eftir fjárbúskapnum, alla-
vega hefur Dóri ekki haft
orð á því. Við vinnum bæði
við harðfiskverkunina og
verkum eingöngu á veturna
en ekki á sumrin.
Framleiðslan frá okkur er
seld víða um land. Síðastlið-
in þrjú ár hafa verið góð í
sölu harðfisks. Ég veit ekki
hvort val Everestfaranna á
harðfisknum hefur aukið
söluna, en það hefur verið
stigvaxandi aukning á henni.
Hvað varðar leyndarmál við
verkunina á harðfiskinum
þá er það eina sem ég get
sagt ykkur að Halldór
bragðar alltaf á saltblönd-
unni áður en fiskurinn er
lagður í hana.
Fjölmargir ferðamenn
hafa sótt okkur hingað
heim, bæði innlendir og er-
lendir. Sumir hafa komið
aftur og aftur. Margir sem
koma hingað vestur í ýms-
um erindum renna hingað í
hlað og kaupa harðfisk hjá
okkur. Við erum búin að
setja upp svolitla aðstöðu til
að taka á móti ferðamönn-
um þar sem við bjóðum upp
á kaffi meðan menn staldra
við í erindum sínum. Við
höfum lagt á það áherslu að
við séum látin vita með góð-
um fyrirvara.
1 ár höfum við ákveðið að
bjóða upp á þá nýbreytni að
vera með reyktan rauðmaga
og sjá hvernig móttökur
þessi herramannsmatur fær
hjá gestum og gangandi.
2 Vikan