Vikan


Vikan - 27.07.1999, Page 2

Vikan - 27.07.1999, Page 2
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari er á leið til Kína með sýningu. Hún segir að sig hafi í mörg ár langað að fara til Kína og nú sé tækifærið komið. Sýningin er haldin í Qingdao hafnarborg við Gulahad nokkuð fyrir austan Peking og sýnd verða verk eftir 100-150 er- lenda listamenn. íslendingum var boðið að eiga þrjá fulltrúa á sýningunni og auk Gerðar fara þau Ásta Ólafsdóttir og Tryggvi Ólafsson. Gerður er ein af sex myndlistarkonum sem reka ART HUN, vinnustofur og gallerí að Stangarhyl 7. „Ég er að vinna í steinleir tónlistarmenn mína,“ segir Gerður. „Ætli ég fari ekki með þrjú stór verk með mér út. Þetta verður mikið ævin- týri en ég legg í hann 21. ágúst. Hugmyndin að tón- listarmönnunum mínum kom, þegar frænka mín sem er píanóleikari átti stóraf- mæli fyrir nokkrum árum og ég var í vandræðunr með að finna gjöf handa henni. Þá datt mér í hug að búa til hendurnar hennar á píanó- borði, sem tókst mjög vel. Tónlistarmennirnir mínir spretta svo út frá þessu verki. Ég er alin upp við mikinn söng og tónlist. Ég fer mikið á sinfóníutónleika bæði til að njóta tónlistar- innar og til að horfa á hljóð- færaleikarana spila. í verk- um mínurn eru hendurnar stórar og mest áberandi og fyrir mér eru þær eitt með hljóðfærinu. Fyrir mig er þetta þema mjög gefandi og eitthvað sem alltaf er nýtt, það er svo margbreytilegt. Ég vinn mikið í steinleir en hef unnið í stál, járn, kopar, brons, steinsteypu, gips og leir. Að undanförnu hef ég verið að reyna mig við steinhögg og er það rnjög spennandi miðill.“ Gerður fór seint í Mynd- lista- og handíðaskólann en áður en hún hóf listaferilinn starfaði hún hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum í tæp luttugu ár sem flugfreyja, veitingastjóri og við sölu- störf. Listin togaði alltaf í hana og hún fór á námskeið í teikningu og málun bæði hjá þeim Magnúsi Árnasyni og Veturliða Gunnarssyni og í Myndlistaskóla Reykja- víkur. Hún útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1993. Var einnig við nám í Accademía di bella arti „Pi- etro Vannucci“ í Perugia, á Ítalíu árið 1992. „Ég varð fyrir því þegar ég var í skólanum að ég missti sjón á öðru auga. Ég var í fríi úti á Flórída og vaknaði einn morguninn blind á öðru auga. Lengi fundu læknar ekkert að mér en að lokum uppgötvuðu þeir að þetta stafaði af heila- siggi sem er hluti MS-sjúk- dómsins (heila- og mænu- sigg). Ég hef ekki fengið fulla sjón aftur en sé nú orð- ið mun á nóttu og degi. Fjarvíddarskynið var mjög ruglað í fyrstu og svo vinn ég í þrívídd en sé allt í tví- vídd. Um tíma var það spurning fyrir mig hvort ég héldi áfram í skólanum eða hætti. En líkaminn hefur svo stórkostlega aðlögunarhæfni að allt venst. Mér hefur tek- ist að þjálfa mig upp þannig að ég get unnið á mörgum sviðurn. Ég get nefnt sem dærni að ég á erfitt með að hella kaffi í bolla því ég sé ekki hvort ég er að hella frarn hjá. Logsuða er mér því mjög erfið eins og ég hafði gaman af að vinna í járn, en ég hef ekki getað unnið við það. Ég gæti sennilega þjálfað mig upp í því en það væri geysileg vinna og of tímafrekt þar sem ég get og hef fundið önnur efni til að vinna í sem henta mér jafnvel betur. Það er stórkostlegt að geta unnið að því sem hugur manns stendur til.“ 2 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.