Vikan


Vikan - 27.07.1999, Page 13

Vikan - 27.07.1999, Page 13
Lyfjataskan • Sólarvörnin er langmikil- vægust í lyfjatöskunni. Til er sérstök vörn fyrir börn sem ver húðina nrjög vel. Varnarstigin eru mörg og fyrir yngstu börnin er best að velja nógu háan varnarstuðul. Fyrir börn með ljósa húð er um að gera að nota krem með sólvarnarstuðli nr. 50. Pað er nauðsynlegt að fylgjast vel með húð barnanna og bera vel á þau. Nýlegar rannsóknir benda til þess að börn sem sólbrenna á fyrstu æviárunum eigi frekar á hættu að fá húðkrabba- mein en þau sem ekki brenna. Eins þarf að muna eftir að kaupa kælikrem eða „after sun“ til að bera á rauða og heita húð. Kremið kælir húðina mjög vel. • Hreint Aloe Vera gel (98%) sem er unnið úr jurtinni Aloe Vera er mjög gott krem á heita húð. • Væg sterakrem eins og hydrocortison geta reynst vel við stungusárum. Oft brýst út mikili kláði eftir flugnabit og þá getur sterakrem komið að góð- um notum. • Kalkneysla getur komið í veg fyrir sólarexem. Þeir sem hafa einhvern tím- ann fengið sólarexem geta því undirbúið sig fyr- ir fríið með því að taka kalktöflur í um það bil vikutíma áður en haldið er í sólina. • Panodil eða aðrar verkja- töflur. Það er góð regla að hafa vægar verkjatöfl- ur með sér í snyrtitösk- unni á ferðalaginu. Að sjálfsögðu er alls staðar hægt að finna apótek en það getur sparað spor og tíma að hafa slíkar töflur meðferðis. • Magakveisa er mjög al- geng í hitanum. í lyfja- búðum er hægt að fá nokkrar mismunandi mixtúrur sem geta komið að gagni. Hægt er að fá keypta salt- og sykur- lausn sem kemur í veg fyrir ofþornun líkamans. Ef fólk lendir í að fá nið- urgang þá á það að drekka mikinn vökva og nota saltlausnina. Auð- velt er að útbúa slíka lausn. Einni matskeið af sykri og einni teskeið af salti er blandað saman við einn lítra af sjóðandi vatni. Drekka þarf það vel af blöndunni að við- komandi pissi reglulega. Best er að borða ekkert á meðan þetta gengur yfir en byrja svo á einhverju léttu, t.d. þurru kexi eða brauði. Er heimilið í hættu? Sé ætlunin að dvelja í ein- hvern tíma fjarri heimilinu er nauðsynlegt að gera var- úðarráðstafanir því til verndar. Ef gott samband er á milli þín og nágrannanna er upplagt að biðja þá að fylgjast með húsinu/íbúð- inni. Ef þú treystir þeim ekki skaltu ganga frá því að einhver vinur eða fjöl- skyldumeðlimur fylgist með. Nútímaþjófar eru mjög bí- ræfnir og því ættu allir að vera á varðbergi. • Símsvarar geta verið nyt- samlegir fyrir fingralanga. Ef fólk hefur verið lengi í burtu og skilaboðin orðin mörg er hætt við því að

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.