Vikan


Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 17

Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 17
saman áður en það giftist en þau Sophie og Játvarður fengu að búa saman fyrir brúðkaupið með samþykki drottningarinnar. Sérfræð- ingar í konungsfjölskyldunni vilja meina að hrakfarir hjónabanda eldri barnanna og hræðilegur dauðdagi Díönu hafi gert Elísabetu mildari í kröfum sínum og nútímalegri í hugsun. Aðrir telja að ástæðan fyr- ir því hversu þægileg drottn- ingin hafi reynst Sophie sé sú að Játvarður njóti þess að vera yngstur af börnum El- ísabetar. Hann hefur fengið að njóta mun meira sjálf- stæðis en eldri systkini hans. A sínum tíma yfirgaf hann herinn þegar hann vildi frekar fá að sinna áhugamáli sínu, að vinna við leikhús. I dag rekur hann eigið fyrir- tæki í leikhúsiðnaði og starfar mikið með söng- leikjahöfundinum fræga, Andrew Lloyd Webber. Brúðkaup þeirra Sophie og Játvarðar þótti mjög lát- laust á konunglegan mæli- kvarða en mörgum sjón- varpsáhorfendum þótti nóg um þegar sýnt var frá brúð- kaupinu í beinni útsendingu. A gestalistanum voru 550 gestir sem eru töluvert færri en gengur og gerist í konung- legum brúðkaupum. Þar var hvorki að finna stjórnmála- menn né sendiherra. Þar var einungis fólk sem hefur ein- hver tengsl við brúðhjónin og þeirra nánustu. Brúðkaupsveislan þótti líka óvenjuleg að því leyti að þar var hlaðborð og því þurftu allir gestirnir, líka drottningin, að sækja sér veitingar. Slíkt hefur ekki tíðkast áður í konunglegum brúðkaupum. Á brúðkaupsdaginn fékk Sophie nýtt eftirnafn þegar drottningin ákvað að þau hjónin fengju titilinn her- togahjónin af Wessex og því er nýja nafnið Sophie Helen Windsor. Sjálf hefur Sophie fengið að heyra að hún líkist Díönu prinsessu en svarar því þannig að ekki sé hægt að vera óánægður með að líkj- ast henni; hins vegar séu þær mjög ólíkar í eðli sínu. „Díana hafði sinn persónu- leika og ég hef minn,“ svar- aði Sophie þegar hún var spurð út í þetta. Sophie hefur ekki þótt vera mjög upptekin af útliti sínu eða klæðnaði fram til þessa sem tengdamömmu þótti víst mikill kostur. Að sögn Sophie þarf hún núna að hugsa vel um útlit sitt og getur ekki skroppið ómáluð á gallabuxunum út í búð. Slíkt hæfir ekki meðlimi bresku konungsfjölskyld- unnar. Stuttu fyrir brúðkaupið fékk Sophie sína eldskírn í fjölmiðlum þegar breska slúðurblaðið The Sun birti mynd af henni þar hún sást berbrjósta. Vinkona hennar frá fyrri tíð hafði selt blaðinu mynd- ina dýrum dómum. Sophie þótti duglega að skemmta sér á árum áður og eyddu öllum helgarfrí- um í veisluhöld ásamt vinum sínum. Talsmaður kon- ungsfjölskyldunn- ar fordæmdi myndbirtinguna og daginn eftir birti blaðið afsökunarbeiðni. Skaðinn var skeður og Sophie var gjörsamlega mið- ur sín. Tilvonandi tengda- fjölskylda hennar studdi vel við bakið á henni á örlaga- stundu. Viðbrögð almenn- ings vegna birtingarinnar komu henni verulega á óvart því inn um bréfalúg- una streymdu samúðarbréf, síminn hringdi stanslaust og fjöldi manna var tilbúinn að hughreysta hana. Á brúðkaupsdaginn var Sophie búin að jafna sig að fullu og mætti í St. Georgs kapelluna í hvítum og falleg- um brúðarkjól, tilbúin að giftast prinsinum sínum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hjónabandið sé byggt á nægilega traustum grunni og hvort Sophie þoli pressuna sem fylgir því að vera tengdadóttir Elísabetar Bretadrottingar. Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.