Vikan


Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 25

Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 25
„Mér finnst leikskólar oft vanmetnir og það mikla starf sem þar fer fram. Á leik- skólum læra börnin undirstöðu atriðin í svo mörgum. Þau læra almenn félagsleg samskipti, taka tillit og virða skoðanir annarra o.s. frv. auk þess að tileinka sér vinnubrögð við ýmsu verkefni sem fyrir þau eru lögð.“ Par sem húsið er mjög sérstakt að lit og lögun og minnir óneitan- lega á þekkt hús úr barnabók- menntunum verður Díana að svara spurningunni um litinn á því. „Ég sá hús í blaði sem var mál- að með þessum fallega gula lit og þá ákvað ég að mála húsið í sama lit. Pað eru margir sem kalla húsið Sjónarhól og þegar við héldum nafnasamkeppni fyrir leikskólann stungu nokkrir upp á því heiti. Hins vegar voru flestir sem vildu nefna leikskólann Skerjakot og því varð það fyrir valinu. Nágrönnunum var óneitanlega brugðið þegar guli liturinn var kominn á húsið og margir efuðust um að hann myndi endast lengi á húsinu. Mér fannst liturinn minna á sólina og var lengi að velja ná- kvæmlega rétta gula litinn. Eftir að við máluðum húsið okkar gult fórum við að sjá fleiri hús verða gul. Við erum mjög sátt við lit- inn.“ Annað er ekki hægt því húsið er yndislega fallega gult og gefur fullorðnum sem börnum tækifæri á að hverfa inn í ævintýraheim barnabókmenntanna og ímynda sér að þetta sé Sjónarhóll! Vikan 25 isið í Skerjafirði þau koma í grunnskólann og hafa aldrei kynnst aga? Hjá okkur höfum við lagt áherslu á að blanda saman aga og kærleika. Þótt við gefum okkur út fyrir að leggja áherslu á aga þá er enginn heragi hérna. Börnin eru dugleg að aga hvert annað. Pegar nýtt barn byrjar hérna og ætlar að gera eitthvað sem ekki má, þá segja hin börnin gjarnan að þetta megi nú ekki. Þannig kenna þau hvort öðru reglurnar sem gilda. Pað eru grundvallarreglur sem þau þurfa að fara eftir og um leið og þau eru búin að læra þær þá gengur allt vel. í þjóðfélagi þar sem til eru reglur um alla skapaða hluti þá þurfa einstaklingarnir að kunna að fara eftir reglum. Það er eins gott að byrja að læra þær í leikskólanum." Hugmypdafræðin sótt til italíu Á Skerjakoti eru þrjátíu pláss sem raðast niður á tvær deildir, yngri og eldri deild. Alls eru átta starfsmenn við leikskólann, þrír leikskólakennarar á hvorri deild, matráðskona og svo Díana sem er leikskólastjóri. Hún hefur þó alltaf verið í fullu starfi inni á deild og starf Ieikskólastjórans var unnið í yfirvinnu. þar til nú síð- Hvernig gengur að reka svona stórt fyrirtæki undir sama þaki og eigið heimilið? „Það hefur gengið mjög vel. Lengi vel elduðum við hérna upp og því var starfsfólkið á hlaupum upp og niður. Á sama hátt fór starfsfólkið kaffi- og matartímann hérna uppi. Á seinustu árum hef- ur verið eldað niðri og erilinn er allur þar. Reyndar er stutt niður og þegar ég er að reyna að fara heim til mín er oft erfitt að heyra einhvern gráta niðri. Ég er komin niður um leið. Ég heyri líka í krökkunum þegar þau eru að leika úti í garði og ef ég held að eitthvað hafi komið upp á er ég eftirspurn eftir plássum á leikskól- anum og fyrsta hæðin er orðin of lítil, jafnvel eftir að við byggðum við húsið fyrir tveimur árum. Nú hefur sjálf- sagt verið skrýtið fyrir börnin ykkar að vera á leikskól- anum niðri og hlaupa upp stiga og vera komin heim? „Jú það var sér- stakt fyrir þau. Yngsti strákurinn okkar var tveggja ára þegar við stofnuðum leik- skólann og við eignuðumst dótt- urina eftir að starf- semin hófst. Þau þekkja náttúrulega ekkert annað en þetta umhverfi. Við höfðum skýrar reglur um hvað þau máttu og hvað ekki. Þau nutu ekki neinna sérréttinda fram yfir hin börnin. Sem dæmi má nefna ef það var leikfangadagur á leikskólanum, þá komu þau með eitt leikfang eins og hinir. Það ustu mánuði en þá hefur hún ein- beitt sér að leikskólastjórastöð- unni. Sú hugmyndafræði sem leik- skólastarfið gengur út frá er ættuð frá Ítalíu. Stefnan er kölluð Reggio Emilio og í henni er lögð grundvallaráhersla á skapandi starf í öllum listgreinum; að börn- in fái tækifæri til að skynja heim- inn eftir eigin getu og skilningi. Díana og Kristinn draga fram kennslubækur sem þau hafa búið til sérstaklega fyrir sína nemendur sem eru á leið í grunnskóla. Þar má sjá stafabók og fallegar verk- efnabækur sem börnin fá að taka með sér heim þegar þau hætta í leikskólanum. þotin út. Ef einhver í fjölskyld- unni leyfir sér að veikjast verður hinn sami að fara upp á þriðju hæð til að fá frið. Það heyrist töiu- vert héðan upp á aðra hæð. Foreldrarnir vita líka að við búum hérna uppi og mörgum finnst þægilegt að geta kallað í mig þótt ég sé farin úr vinnunni. Mér hefur líka fundist það allt í lagi. Núna sjáum við hins vegar fram á að flytja í burtu. Ástæðurn- ar eru margvíslegar. Bæði er mikil þýddi ekkert að vera hlaupa upp og ná í eitthvað nýtt. Mér finnst það mikil forréttindi að hafa alltaf verið „heima“ með þeim. Þau þekkja leikskólann og allt starfið mjög vel og finnst það spennandi og skemmtilegt. Það var svolítið erfitt fyrir þau að byrja í grunnskóla og koma heim. Þau vissu ekki alveg hvar þeirra staða var. Þau tilheyrðu ekki leng- ur leikskólanum en þekktu samt ekkert annað.“ Það er stutt að skreppa í fjöi börnin á Skerjakoti. Hér má ur þeirra að afla efniðviðs í 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.