Vikan - 27.07.1999, Side 29
kom heim var hann ekki kominn
af barnum þar sem hann sagðist
ætla að hitta sölustjórann. Rétt
fyrir miðnætti hringdi hann og
sagði að hann væri blindfullur,
hann hefði lent í steggjapartíi og
spurði hvort mér væri sama þótt
hann gisti hjá sölu-
stjóranum og
konunni hans.
Ég sagði já eins
og venjulega
þótt mér
finndist hann
alveg eins
geta tekið
leigubíl
heim.
ustu
kvöid-
vaktinm 1
bih og
þegar
þræddir samviskusamlega. í>au
höfðu villst inn á svokallaðan
hommabar og þar sáu þau engan
annan en minn tilvonandi eigin-
mann í innilegum atlotum við
annan karlmann.
Ég man enn áhrifin sem þessi
frásögn hafði á mig. Ég fann til
sterkrar reiði gagnvart honum og
líka gagnvart vinkonu minni fyrir
að hafa séð þetta, hún sem var þó
aðeins að segja mér sannleikann.
Innst inni vissi ég að þetta var satt
þótt ég vildi ekki trúa því. Mér
kólnaði og ég byrjaði að skjálfa
eins og lauf í vindi, en ég grét
ekki. Ég fraus einhvern veginn,
bæði andlega og líkamlega. Ég
yrði að hringja í vinnuna fyrir mig
og segja þeim að ég væri farin
heim.og senda mér dótið mitt
seinna í vikunnni. Hvorugt okkar
svaf þessa nótt og um morguninn
var ég svo heppin að fá far heim
samdægurs sem ég þáði með
þökkum.
Ég held að enginn heima hafi
vitað af hverju við skildum. Eng-
inn spurði og ég sagði bara að
þetta hefði ekki gengið upp. Sú
skýring var látin duga. Vinkona
mín hafði greinilega þagað yfir því
sem hún komst á snoðir um, því
aldrei fékk ég að heyra neitt um
þetta frá öðrum. Hann reyndi
nokkrum sinnum að ná sambandi
s v a f h j á
karlmönnum
Kl
Þetta kvöld varð
mikið uppgjör
milli okkar þar
sem hann viður-
kenndi að hann
svæfi hjá karl-
mönnum
(Fyrirsætan á
inyiHliniii tengisl
ekki efninn)
I
■■ Um
morgun-
■ inn vakn-
I aði ég ein,
W fór á fætur
og beint á hót-
elið þar sem vin-
k kona mín beið. Mér
I brá þegar ég sá
■ hana, hún leit út
eins og henni
hefði borist
dánarfregn. Ég
■ spurði hvað væri
■ að, en hún gat
iS ekki svarað, bað
■ mig bara að
koma upp á
ffiV herbergi með
sér. Ég elti
hana skjálf-
, andi á bein-
l unum og
1 ekki minnk-
9 aði angist
B mín þegar
■ við kom-
■ um upp
m °g
kærastinn
hennar flýði
niðurlútur út úr her-
berginu.
Og svo kom öll sagan.
Þau höfðu farið út að
skemmta sér ásamt fleiri Is-
lendingum og barirnir voru
mm
W berginu.
dofnaði öll og var svo gersamlega
frosin að ég bauðst til að fara út
að versla með vinkonu minni eins
og um var samið og neitaði alveg
að ræða þetta frekar við hana.
Það varð ekkert af verslunarferð-
inni, en við fengum okkur kaffi á
veitingastað í borginni og við
kvöddumst á kaffihúsinu eins og
ekkert hefði ískorist. Ég skil ekki
enn þessi viðbrögð mín. Vinkona
mín sagði seinna að hún hefði
haldið að ég hefði vitað þetta fyr-
ir, ég hefði verið svo yfirveguð.
Ég fór heim og byrjaði að
pakka niður dótinu mínu, - alveg
ísköld. Ég pakkaði skipulega nið-
ur og var búin að ganga frá í
marga kassa þegar hann kom
heim. Þetta kvöld varð mikið upp-
gjör milli okkar þar sem hann við-
urkenndi að hann svæfi hjá karl-
mönnum sem hann hitti á barnum
og hefði alltaf gert, líka áður en
við kynntumst. Hann sagðist elska
mig mjög heitt, ég væri eina ástin
hans, hann gæti bara ekkert að því
gert að hann langaði ekki að sofa
hjá mér. Hann grét og bað mig um
að fyrirgefa sér og lofaði að gera
þetta aldrei framar, bara ef ég
vildi giftast honum. Ég hlustaði og
meðtók orð hans en viðbrögð mín
við þeim voru nánast engin. Ég
fann ekki einu sinni til. Ég sagði
bara að þessu væri lokið og ég
færi heim strax á morgun, hann
við mig, ég þakkaði honum fyrir
að senda mér dótið og launin mín
og gerði honum skiljanlegt að
annað þyrftum við ekki að ræða.
Ég var svo heppin að ganga
nánast beint inn í starf hjá ríkinu.
Þar vann ég í rúman mánuð áður
en ég féll saman einn góðan veð-
urdag og lagðist í þvílíkt þung-
lyndi að ég var óvinnufær í marg-
ar vikur. Ég gat engan veginn
komist upp úr því sjálf og varð að
leita læknis. Það var hann sem
bjargaði lífi mínu og ég er honum
mjög þakklát. Hann sýndi mér að
lífið væri enn þess virði að lifa því
og að ég væri sterk og sjálfstæð
kona sem gæti lært af svona áföll-
um.
Ég er núna í sambúð með góð-
um manni og við eigum eitt barn.
Ég var svo heppin að smitast ekki
af neinum sjúkdómum og er
þakklát fyrir það. Ég er enn svo-
lítið kalin í hjarta, en ég hef lært
að lifa með því og veit að ég er
heppnari en margar aðrar sem
hafa lent í svipuðum aðstæðum.
lesandi segir
Jóhönnu Harðardóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
með okkur? Er eitthvað
sem hefur haft mikil áhrif á
þig, jafnvel breytt lífi þínu?
Þér er velkomið að skrifa
eða hringja til okkar. Við
gætum fyllstu nafnleyndar.
I lc'iiiiilisfanj’ið er: Vikan - „Lít'srcynslusaga",
Seljavegiir 2, 101 Keykjavík,
Netfang: vikan@frodi.is