Vikan


Vikan - 27.07.1999, Síða 38

Vikan - 27.07.1999, Síða 38
Get égfengið uppskriftina ? Arna Geirsdóttir er með uppskrift Vikunnar að þessu sinni og það er Ijúffengur Torteilinirétt- ur. Þetta er einn af hennar uppáhaldsrétt- um og vekur hann ávallt mikla lukku hjá gestum hennar. Vikan þakkar Örnu fram- lagið og sendir henni vegleg- an konfektkassa frá Nóa- Síríusi sem þakklætisvott. Tortelliniréttur 1 poki tortellini með osti 1 grœnmetisteningur 1 hvítlauksrif 6 ferskir sveppir 1 lítil, rauð paprika 1 meðalstór laukur 1 skinkubréf ólífuolía 1 dl rjómi 1 dl mjólk 100 g gráðostur pasta pizza krydd frá Knorr parmesanostur Tortellini er soðið í vatni með einum grænmetisten- ingi í 16 mínútur. Síðan er vatninu hellt af. Ólífuolíu er hellt á pönnuna, hvítlaukur sneiddur niður og léttsteikt- ur í olíunni. Laukur og sveppir eru skornir niður og brúnaðir á pönnunni. Því næst er rjómanum, mjólk- inni og gráðostinum bætt út í og osturinn látinn bráðna. Söxuð paprika og skinka er sett út í. Að lokum er tor- tellini sett á pönnuna. Pizza pasta kryddi og parmesanosti er stráð yfir réttinn um leið og hann er borinn fram. Hvítlauks- brauð er ljómandi gott með tortelliniréttinum og ekki er verra að bjóða upp á kælt hvítvín líka. 38 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.