Vikan


Vikan - 27.07.1999, Page 40

Vikan - 27.07.1999, Page 40
Prjónað úr Mandarin ( Hr. 30 ) Petit mmmt0 Upplýsingar um hvar TINNUGARNIÐ fæst í síma 565-4610 Stærðir á flikinni sjálfri: (2) 4 (6) 8 (10) 12 ára Yfirvídd: (73) 77 (82) 86 (91) 96 sm Sídd: (37) 41 (45) 48 (52) 56 sm Ermalengd: (24) 28 (31) 35 (38) 41 sm Mandarin Petit 100% egypsk bómull Fjöldi af dokkum í jakkann: Kremað 302/1002: (2) 3 (3) 3 (4) 4 Gult 315/2506: (1) 2 (2) 2 (2) 2 Órans 320/4006: (2) 2 (2) 2 (2) 2 Grænt 388/8514: (1) 1 (1) 1 (1) 1 Einnig er hægt að nota SISU uilargarn. ADDI prjónarfrá TINNU: 60 sm hringprjónn nr. 2,5 og 3 sokkaprjónar nr. 2,5 Tölur (5) 6 (6) 7 (7) 8 Gott að eiga: Merkihringir, prjónanælur, þvottamerki fyrir Mandarin Petit. Prjónfesta á Mandarin Petit: 27 lykkjur slétt prjón á prjóna nr. 3 = 10 sm. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Bolur: Fitjið upp með kremuðu á prjóna nr. 2,5 (165) 177 (187) 199 (207) 219 lykkjur. Prjónið 2 sm slétt prjón fram og til baka (slétt á réttu, brugðið á röngu), prjónið einn prjón gatamunstur = prjónið 2 lykkjur saman, sláið bandi upp á prjóninn (brotlína sem mælt er frá) prjónið hringinn 2 sm slétt prjón jafnframt sem aukið er út í enda á 1. prjón, 5 lykkjur (lykkjur sem klippt er upp í síðar, prjónast ekki í munstri og teljast ekki með). Skiptið yfir á prjóna nr. 3, prjónið 1 prjón slétt og aukið út (28) 28 (30) 30 (34) 34 lykkjur jafnt á hringinn (aukið ekki í brugðnu lykkjurnar) =(193) 205 (217) 229 (241) 253 lykkjur á hringnum. Setjið merki í báðar hliðar, brugðnu lykkjurnar fyrir miðju að framan, með (99) 105 (111) 117 (123) 129 lykkjur á bakstykki og (47) 50 (53) 56 (59) 62 lykkjur á hvoru framstykki. Byrjið við örina og prjónið munstur A eftir teikningu. Þegar bolurinn frá brotlínu mælist (33) 37 (40) 43 (46) 50 sm er fellt af á framstykki fyrir háls- máli, (ef óskað er eftir annarri sídd er prjónað styttra/lengra hér). Fellið af (5) 6 (7) 7 (8) 8 lykkjur hvorum megin við brugðnu lykkjurn- ar og brugðnu iykkjurnar með = (15) 17 (19) 19 (21) 21 lykkju. Prjónið áfram, fram og til baka og fellið af við hálsmál á öðrum hverjum prjón 4,3,3,2,1,1 lykkju hvorum megin = (28) 30 (32) 35 (37) 40 lykkjur eftir á öxl að hliðarmerki. Prjónið fulla sídd. Fellið af. Ermar: Fitjið upp með kremuðu á prjóna nr. 2,5 (38) 40 (42) 44 (44) 46 lykkjur. Prjónið slétt hringinn 2 sm. Prjónið einn prjón gatamunstur (brotlína) = prjónið 2 lykkjur saman, sláið bandi upp á prjóninn. Prjónið 2 sm slétt prjón og aukið út á síðasta prjóninum 8 lykkjur jafnt yfir = (46) 48 (50) 52 (52) 54 lykkjur. Skiptið yfir á prjóna nr 3. Prjónið munstur A eftir teikningu og endið prjóninn á brugðinni lykkju = merkilykkja, sem er alltaf prjónuð brugðin og það er aukið út 1 lykkja sitt hvorum megin við hana í 3. hverjum prjón þar til að (90) 96 (104) 112 (118) 124 lykkjur eru á erminni. Prjónið þar til ermin mælistfrá brotlínu (24) 28 (31) 35 (38) 41 sm. Snúið erminni og prjónið 6 prjóna slétt prjón með kremuðu fram og til baka (kantur til að hylja sárkantinn með). Fellið af. Frágangur: Mælið breidd ermarinn- ar við handveginn og merkið. Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori báðum megin við handveginn og í brugðnu lykkjurnar að framan. Klippið á milli saumanna og sik-sakkið þétt yfir sárkantinn. Saumið axlir saman. Brjótið líningarnar neðan á bol og á ermum yfir á rönguna og saumið niður. Hálslíning: Fitjið upp með kremuðu á prjóna nr. 2,5 u.þ.b. (85) 89 (93) 95 (99) 101 lykkju. Prjónið slétt þrjón fram og til baka (slétt á réttu, brugðið á röngu), á 5. prjón (réttunni) eru felldar af 6 lykkjur jafnt yfir prjóninn. Prjónið 2,5 sm kant + gatamunstur + 2,5 sm slétt prjón og aukið út 6 lykkjur jafnt yfir prjóninn þegar 1 sm hefur verið þrjónaður. Fellið laust af, þrettið kantinn yfir á rönguna og saumið niður. Listi án hnappagata: Prjón- ið upp með kremuðu á prjóna nr. 2,5 u.þ.b. 13-14 lykkjur á hverja 5 sm meðfram annarri frambrúninni. Prjónið kant, slétt prjón 2,5 sm + gatamunstur + 2,5 sm slétt prjón. Fellið af. Saumið listann niður, merkið fyrir tölum, þeirri efstu og neðstu 5 lykkjum frá efri og neðri brún, hinum meðjöfnu millibili. Saumið tölurnar í. Listi með hnappagötum: Prjónið listann eins en gerið hnappagöt eftir 1 sm (á miðjan listann) hnappagat = fellið af 2 lykkjur, fitjið upp 2 lykkjur á næsta prjón. AT- HUGIÐ: Munið eftir að gera hnappagöt á inn- ábrotið. Fellið af og saumið listann niður. Saumið ermarnar í, brjótið líningar yfir á rönguna og saumið niður. Saumið Mandarin Petit þvottamerki í jakkann. sauðQiiQEatiaiiiac QDUQaeaaQQQag •aaaaaaaaaafaa aaaaaaaaaaaa aaaaaaaaaaaa aaíaaaaaaDaac ■■■aaaMiaia L„i. i.l IPSI, I l. I ..L. 1ALJ, A endurtekíð l.l Éllllll I ......I I t miðja á ermi byrjið hér □ = hvítt ® = órans ® = grænt □ = gult 40 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.