Vikan


Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 44

Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 44
HÆTTULEGUR LEIKUR Rusty kom fram úr baðherberginu. Ég er farinn, sagði hann. Ég er búin að taka til morgunmat, sagði Carol. Þú hlýtur að hafa tíma til þess að fá þér eitthvað að borða. Hann hristi höfuðið. Ég er þegar orðinn hálftíma of seinn. Ég get ekki skilið hvers vegna þú þarf að vinna fram eftir á hverju kvöldi. Hvers vegna liggur svona á að ljúka þessu verki? Spurðu mig ekki. Það er ekki mitt mál. Hvers vegna ekki? Vegna þess að konan sem ég vinn fyrir borgar mér fyr- ir að klára þetta sem fyrst. Þar fyrir utan er þetta óskaverkefni. Hún hefði getað ráðið verktakafyrir- tæki til þess að vinna verkið en hún valdi mig. Hvers vegna þig? Hvers vegna ekki? Ég veit það ekki. Ef ég hefði verið í hennar sporum og verið ókunnug í bænum hefði ég örugglega valið stærra fyrirtæki. Hún þekkti ekkert til þín og að ráða mann í svona verkefni sem Ég er heppinn að það varst ekki þú sem þurftir á smiði að halda! Hvað ætlar þú að gera í dag? Carol yppti öxlum. Ég ætla kannski að fara í bæinn með Fanný. Þú verður að vera komin heim fyrir myrkur. Hvenær kemur þú heim? Klukkan hálffimm. Ég ætla að reyna að komast að því hvað hefur orðið um Penelope. Vel á minnst, ég gleymdi að segja þér að Rae hringdi seint í gærkvöldi. Hún virtist hálf miður sín. En það var kannski bara ímyndun í mér. Hvers vegna vaktir þú mig ekki? Hún vildi það ekki. Ertu reiður út í mig? Hann hló og togaði í ljósa fléttuna. Nei, ég er ekki reiður út í þig. Sæl Viktoría, þetta er Elaine. Þögn. Viktoría? Já, var það eitthvað sér- stakt? Nei, mig langaði bara að- eins að heyra í þér. Ég er farin að hlakka til veislunn- ar í næstu viku. Hvernig væri að við gerðum eitthvað skemmtilegt í kvöld? Ég get það ekki. Ertu að fara út? Nei. Ég get komið til þín. Ég skal kaupa kínverskan mat handa okkur og... Nei, sagði Viktoría ákveð- in. Það hentar mér ekki. Elaine trúði vart sínum eigin eyrum. Slappaðu af, Viktoría. Það var alls ekki ætlun mín að troða mér inn áþig. Fyrirgefðu, ég meinti þetta ekki svoleiðis, flýtti Viktoría sér að segja. En ég er alveg dauðþreytt. Það er verið að gera upp húsið, hér er allt á rúi og stúi og ég hef í nógu að snúast. Það verður allt að vera tilbúið fyrir veisluna. Við sjáumst þá á föstudag- inn, sagði Elaine og kvaddi. Viktoría er ekki sem verst, hugsaði Elaine. Hún var alla vega meira spennandi en fólkið sem hún var vön að umgangast. En þvílíkir skapsmunir! Rusty keypti vínarbrauð og ók sem leið lá heim til Rae. Tíu mínútur, hugsaði hann með sér. Svo yrði hann að koma sér í vinnuna. Rae leit svo illa út þegar hún opnaði dyrnar að hann sá strax að eitthvað hafði komið fyrir. Hvað hefur nú gerst? spurði hann og andvarpaði. Mér þykir leitt ef ég er til vandræða, sagði hún kulda- lega. En ég bað þig ekki að koma hingað. Hvað gengur eiginlega að þér! Ég meinti ekkert illt með þessu, þú hlýtur að vita það. Hvað meintir þú þá? Bara það að í hvert sinn sem ég sný mér við gerist eitthvað óskiljanlegt. Hvað hefur nú gerst? Stelpa sem ég umgekkst mikið fyrir nokkrum árum síðan er horfin. Mamma hennar hringdi í morgun. O, sagði Rae. Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að vera leið- inleg. Hún opnaði pokann með vínarbrauðunum. Eru þau handa okkur? Ég var einmitt að enda við að hella 44 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.