Vikan


Vikan - 27.07.1999, Page 51

Vikan - 27.07.1999, Page 51
ur vissar grunsemdir varðandi hann og samband ykkar. 13. Hann hringir aldrei fyrr en eftir miðnætti. Það getur verið kitlandi í smá tíma, eins og að halda við gift- an mann. En þetta er ekki eins og það á að vera. 14. Hann býr í mikilli fjarlægð frá þér en hvetur þig hvorki né letur til þess að flytja nær sér. En hann skrifar þér yndisleg bréf og hjalar við þig í símann, eftir að þú hefur verið í heimsókn og komin heim aftur í örugga fjarlægð frá honurn. 15. Hann fylgir þér aldrei heim þegar þið hafið verið saman úli á kvöldin. Alvöru karlmaður sér til þess að þú komist heim heilu og höldnu. Það er kallað tillitssemi. Taktu til fót- anna og hlauptu eins langt frá hon- um og þú mögulega kemst. 16. Hann heimsækir ennþá fyrrver- andi kærustuna sína. Þú veist fyrir víst að hann sefur ekki hjá henni, en ef hann getur ekki sagt skilið við fortíðina þá lofar framtíðin ekki góðu. 17. Þið eruð svo að segja alveg hætt að elskast. Getur þú hugsað þér nokkuð verra en að vera „góður vinur“ einhvers sem áður gat ekki beðið eftir því að rífa utan af þér fötin? Þarftu í raun og veru að fleiri vinum að halda? 18. Hann kemur þér stöðugt lil að hlæja. Gott og vel. Brandarar eru af hinu góða en þeir koma ekki í stað samræðna. Hann notar kímnina sem varnarvegg til þess að kynni ykkar verði ekki of náin. 19. Hann hefur aldrei sagt þér að honum þyki vænt um þig, hvað þá að hann elski þig. Ef hann meinar eitthvað með sambandinu áttu heimtingu á því að hann segi a.m.k. „ég saknaði þín“ ef þið hafið ekki sést í nokkra daga. 20. Hann hefur ekki kynnt þig fyrir bestu vinum sínum. Ef hann elskaði þig í raun og veru þá gæti hann ekki stillt sig um að monta sig af þér. 21. Þegar hann er þreytlur vill hann slaka á í einrúmi fjarri - þér. Ef hann segist þurfa meira svigrúm skaltu gefa honum það - með því að losa þig við hann sem allra fyrst! Vikan 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.