Vikan


Vikan - 27.07.1999, Page 54

Vikan - 27.07.1999, Page 54
Eg er loks skilin eftir tíu ára hjónaband. í dag naga ég mig í handarbökin yfir því að hafa ekki gert þetta rniklu fyrr. Maðurinn minn fyrrverandi fann hjá mér fáa kosti en því fleiri galla. Allt frá því við kynntunrst fyrst tók hann stjórnina í sambandinu. Hann ákvað hvert við fórum og hvenær og ég lærði fljótt að ekki borgaði sig fyrir mig að reyna að koma með upp- ástungur. Hann hringdi æv- inlega í mig og ef ég hringdi í hann eða tók frumkvæði á einhvern annan hátt refsaði hann mér með því að vera andstyggilegur og tala ekki við mig dögum saman. Flestir spyrja sig væntanlega hvers vegna ég hafi ekki gef- ist upp á þessum manni strax en ég hef ekkert ein- falt svar við því. Ég var ást- fangin og ákveðni hans fannst mér aðlaðandi að mörgu leyti. Ég þurfti ekki að bera ábyrgð á neinu á meðan og ekki taka afstöðu í neinu. Það er ótrúlega notalegt að láta bara reka á reiðann, líkt og barn, þess fullviss að aðrir sjái um hlut- ina. Hann átti einnig sínar góðu hliðar, var oft ákaflega blíður og umhyggjusamur og ævinlega kurteis og stimamjúkur þegar við vor- um einhvers staðar innan um fólk. Við giftum okkur eftir nokkurra ára samband. Eftir það fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina. Hann tók stjórnina á sífellt fleiri svið- um lífs okkar og að lokum var svo komið að ég gerði ekkert upp á eigin spýtur. Við keyptum saman inn til heimilisins, hann valdi föt á mig og hann sá alveg urn kaup á húsgögnum og heim- ilistækjum. Ég reyndi að mótmæla bæði með því að tala við hann og með því að kaupa einfaldlega sjálf eitt- hvað sem mig langaði í. Ég fékk þá að heyra hversu ósmekklegur, lélegur eða á annan hátt ómögulegur hluturinn var. Einhverju sinni keypti ég matvinnslu- vél og hann fór með hana og skipti henni daginn eftir. Sagði þessa gerð svo lélega að hún entist tæpast árið. Síðan kom hann heim með aðra sem hann sagði mun betri þótt ég sæi engann mun. Ef ég valdi mér sjálf föt sagði hann þau ljót og alls ekki klæða mig. Liturinn væri ómögulegur eða sniðið og ekki skorti hann orð þeg- ar hann var að lýsa því hversu illa fötin færu utan á mér. Smátt og smátt varð allt erfiðara. í fyrstu hafði ég þó getað sagt að ákveðna hluti vantaði og þá voru þeir keyptir en síðar, ef ég ámálgaði eitthvað slíkt, varð það einungis til þess að það frestaðist að hluturinn væri keyptur. Hann hreytti því þá í mig að tæplega væri tíma- bært að kaupa svo dýran hlut eða að margt annað vantaði frekar. Hann var mikill áhugamaður um lax- veiði og á hverju sumri fór- um við í nokkra veiðitúra. Ég hafði enga ánægju af veiðurn og eyddi tímanum einhvers staðar ein í veiði- húsi eða við tjaldið meðan hann og veiðifélagarnir stóðu úti í á og köstuðu. Hann átti ekki orð yfir hversu fúl ég væri og leiðin- Aðrar konur væru augljóslega miklu meiri konur en ég. Ættu meiri ást að gefa, enda væri ástin ekki síst fólgin í því að vilja taka þátt í lífi ást- vinarins. leg að vilja ekki veiða. Kon- ur félaga hans tækju þátt í veiðiskapnum með sínum mönnum, ég væri sú eina sem ekki vildi taka þátt í áhugamálum eiginmanns síns. Þær væru augljóslega miklu meiri konur en ég. Ættu meiri ást að gefa, enda væri ástin ekki síst fólgin í því að vilja taka þátt í lífi ástvinarins. Ég mátti hlusta á þó nokkrar ræður um þetta og margoft reyndi ég að læra að kasta og landaði tvisvar laxi. Ég kenndi hins vegar í brjósti um fiskinn, hataði grimmdina sem fólst í því að þræða lifandi maðk upp á krók og fann enga spennu hríslast um mig þótt blessað dýrið í vatninu léti blekkjast af flugunni sem ég engdi fyrir það. Við reyndum lengi að eignast börn en það tókst ekki. Hann var þess fullviss að eitthvað væri að mér en eftir að ég hafði fengið úr- skurð urn það að ekkert am- aði að, neitaði hann að leita læknis. Aldrei var um þetta talað eftir það en hann lét mig oft heyra að ég kenndi honum um barnleysið, að ástæðulausu og hann ætti erfitt með að lifa við þögla ásökun mína. Þegar ég varð svo ófrísk sakaði hann mig um framhjáhald og hélt því lengi vel fram að hann ætti ekki drenginn. Barnið er hins vegar svo líkt föður sín- um að honum reyndist erfitt að sverja hann af sér eftir að það kom í ljós. Sambúðin versnaði stöðugt. Hann greip sífellt fram í fyrir mér ef ég var að ræða við fólk og tilkynnti mér að þetta væri nú ekki rétt. Einhver ónákvæmni í frásögn, einhver skoðun mín eða bara orðalag sem ég notaði var honum tilefni til að leiðrétta mig. Eftir ákveðinn tíma fer maður einfaldlega að trúa því að maður sé heimskur og geti ekki komið neinu óbrengl- uðu frá sér. Ég kaus því oft- 54 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.