Vikan - 21.12.1999, Qupperneq 44
f r
Yseulta neri saman hönd-
unum. Hún hafði tekið af
sér svarta hanskana og her-
toginn horfði hugfanginn á
langa, granna fingurna sem
voru næstum því jafn af-
hjúpandi og augu hennar.
Það er yndislegt að heyra
þig tala svo fallega um föður
minn, sagði hún. Venjulega
talar fólk aðeins um ... Hún
þurfti ekki að útskýra mál
sitt frekar og hertoginn
sagði: Föður þínum varð á
glappaskot en þú verður að
reyna að gleyma því og fyr-
irgefa honum.
Hvernig ætti ég að geta
gleymt því. Lionel frændi
minnir mig stöðugt á að ég
geti ekki ætlast til þess að
fólk komi fram við mig
öðruvísi en af fyrirlitningu.
Það fór hrollur um hana,
svo leit hún á hertogann og
spurði: Hvers vegna ert þú
svona vingjarnlegur við
mig? Lionel frændi bjóst við
að þú myndir senda mig til
baka með skömm. Hann lét
vagninn sinn bíða eftir mér
svo þjónustufólkið yrði ör-
ugglega vitni að niðurlæg-
ingu minni.
Hertoginn hataði grimmd.
Hann sá að markgreifinn
hafði búist við því að hann
myndi sýna þessari aumkun-
arverðu stúlku fyrirlitningu
og óvild eins og markgreif-
inn hafði greinilega sjálfur
gert frá því að faðir hennar
dó. Hann dreypti á kon-
m h a I d s s
í HÁLÖNDUNUM
íakinu og sagði: Ég er með
góða hugmynd.Yseulta leit
varlega á hann og hann flýtti
sér að bæta við: Það er ekk-
ert að hræðast. Þú verður
aðeins að gera þitt besta og
gera það sem ég segi.
Hvað viltu að ég geri?
spurði Yseulta.
Rödd hennar titraði og
hann vissi að hún væri
hrædd um að hann ætlaði að
senda hana í burtu um leið
og lestin kæmist á leiðar-
enda. Hann hafði ekki hug-
mynd um hvernig hann vissi
það og hann flýtti sér að
bæta við: Ég endurtek að þú
hefur ekkert að hræðast.
Þvert á móti er ég viss um
að þú kemur til með að
njóta þess að hlýða mér.
Hann hélt áfram: Fram-
koma föður þíns hefur vald-
ið þér óhamingju og þér hef-
ur alsaklausri verið refsað
fyrir syndir hans. Þess vegna
heimta ég að þú, svo lengi
sem þú ert gestur minn í
Skotlandi, gleymir fortíðinni
og njótir lífsins.
Yseulta starði á hann stór-
um augum. Hann vissi að
hún var ekki viss um hvort
hún skildi hann rétt eða
hvort hann væri að ýja að
einhverju sem hún ekki
skildi. Hún leit svo hjálpar-
vana og brjóstumkennan-
lega út í svarta kjólnum og
hann reyndi að finna réttu
orðin til þess að hún skildi
að hann. Hann var samt
hræddur um að hún yrði
ennþá taugaóstyrkari en
hún þegar var ef hann
reyndi að útskýra mál sitt
frekar.
Hann lét sér því nægja að
segja: Frændi þinn er harð-
stjóri og harðstjórar þurfa
alltaf á einhverjum minni-
máttar að halda sem þeir
njóta að kúga. En nú ertu
laus frá honum og þú verður
að reyna að gleyma honum.
Ég vildi óska þess að ég
gæti það, svaraði Yseulta.
Mér líst illa á þá hugmynd
að þú látir þig hverfa, sagði
hertoginn. Þú ert ung og fal-
leg og það gæti komið þér í
vandræði.
Aftur fannst honum
semYseulta þyrði ekki að
trúa orðum hans. Hann fann
að hún var ekki vön að fá
hrós og uppörvun og ætti
bágt með að trúa því sem
hann segði. Ég óska einskis
heitara, flýtti hann sér að
segja, en að þú skemmtir
þér vel á dansleik móður
minnar og njótir dvalarinnar
í höllinni sem er mjög falleg.
Móðir mín sagði mér oft
frá höllunum í Skotlandi og
mig hefur alltaf langað til
þess að fá að sjá einhverja
þeirra, sagði Yseulta.
Nú er tækifærið, sagði
hertoginn brosandi. Ég verð
mjög vonsvikinn ef þér
finnst höllin mín ekki með
því alfallegasta sem þú hefur
nokkurn tíma séð. Það
mundi líka valda mér mikl-
um vonbrigðum ef þú nytir
þess ekki að vera gestur
minn og móður minnar.
Ertu viss um að þú gerir
rétt? spurði Yseulta hvís-
landi. Ég er hrædd um að
vinum ykkar finnst ég svolít-
ið skrýtin.
Hvers vegna í ósköpunum
heldur þú það? spurði her-
toginn.
Þegar Yseulta leit undan
vissi hann að þetta hafði
verið heimskulegt svar.
Hann bætti við: Þú verður
að reyna að líta gjörðir föð-
ur þíns raunsæjum augum.
Þú átt kannski bágt með að
trúa því, en staðreyndin er
sú að fólk er fljótt að gleyma
og þú átt allt lífið fram und-
an. Mundu það að hvað sem
við gerum getum við ekki
breytt fortíðinni.
Hann fann að hún slakaði
á. Svo sagði hún: Þú ert góð-
ur maður. Þakka þér fyrir
góð ráð. Ég mun gera mitt
besta til þess að fylgja þeim.
Hún brosti dapurlega og
bætti við: Ég veit að vinum
þínum finnst ég svolítið und-
arleg en syndaselir teljast
ekki til venjulega dýra! Her-
toginn fann reiðina aftur
blossa upp í sér. Orð
Yseultu sögðu honum
hvernig komið hafði verið
fram við hana. Það lék ekki
nokkur vafi á því að mark-
greifinn hafði kvalið hana
með því að minna hana
stöðugt á mistök föður
hennar og hvernig dauða
hans bar að höndum.
Lofaðu mér því að reyna
að gleyma fortíðinni, sagði
hann og lagði áherslu á orð
sín. Gleymdu þessu! Hugs-
aðu þér þessa ferð sem upp-
haf annars lífs. Þú ert á leið-
inni á dansleik og hér eftir
mun líf þitt einkennast af
fjörugum dansleikjum og
skemmtilegum veislum.
Yseulta hló. Þetta hljómar
eins og ævintýri, sagði hún,
44 Vikan