Vikan


Vikan - 21.12.1999, Page 57

Vikan - 21.12.1999, Page 57
ákvað ég að gera eitthvað í mínum málum. Ég var svo einskis verð persóna í augum allra sem ég mætti að enginn treysti sér til að hjálpa mér. Ég fór í meðferð og átta mánuðum síðar var ég komin heim til pabba. Hann hafði farið í meðferð fyrir tveimur árum og verið edrú síðan. Hann bauð mér að koma og búa hjá sér meðan ég næði betur áttum og þar var ég morguninn sem ég vaknaði með kvíðahnút í maganum vegna þess að um kvöldið ætl- aði ég að fara á AA-fund. Við gengum inn í safnaðar- heimilið og á borði rétt innan við dyrnar var tilbúið kaffi í könnum og bollar. Ég fór beint að borðinu og fékk mér kaffi. Pá kom til mín ung stelpa með búlduleitt, bólu- grafið andlit og heilsaði. Hún sagði mér að hún væri rétt nýorðin sautján og að hún hefði drukkið frá því hún var Það tókst ekki svo að þegar ég varð unglingur reyndi ég að fylla það með því að drekka frá mér allt vit og sofa hjá öll- um þeim karlmönnum sem sýndu mér áhuga. Nú stæði ég þarna, búin að vera edrú í sjö mánuði, og enn blasti tómið við mér. Fundinum lauk og á leiðinni út kom stelpan til mín aftur. Hún sagði: „Veistu, að ég held að tómið sem þú ert að tala um sé innra með mér líka. Ég dáist að þér að þú skulir geta horfst í augu við það á hverj- um degi og vera samt edrú." Síðan spurði hún mig hvort hún mætti fá símanúmerið mitt og hvort hún mætti heim- sækja mig einhvern tíma. Ég lét hana hafa númerið mitt og allt í einu sá ég sjálfa mig með augum þessarar stúlku. Pað kom mér á óvart að uppgötva að virðing hennar fyrir mér var raunveruleg. Þetta kvöld öðlaðist ég kjark til að halda Mín heitasta ósk er sú að systur inni takist að ná tökum á lífi sínu. tólf ára. Mamma hennar byggi í bænum og til hennar hefði hún verið send eftir meðferð á unglingaheimili. Ég svaraði fáu og svo hófst fundurinn. Ég veit ekki enn hvað gerðist en þegar líða tók á fundinn kvaddi ég mér hljóðs. Ég stóð frammi fyrir fólkinu sem hafði þekkt mig þegar ég var lítill, skítugur krakki sem enginn vildi leika við og sagði því frá tómleikanum innra með mér. Hvernig mér hefði alltaf fund- ist að inni í mér væri bara stórt, svart tóm meðan eitt- hvað gott hlyti að vera inni í öllum öðrum. Ég vissi svo sem ekki hvort þetta stafaði af því að mamma dó þegar ég var ung en þegar ég var lítil reyndi ég að fylla þetta tóm með þvf að vera góð og dugleg að læra. áfram vegna þessarar stúlku. Við höfum samband og okkur gengur ágætlega að lifa án vímuefna. Systir mín er enn í neyslu. Hún hefur oft farið í meðferð en enn ekki tekist að ná tökum á lífi sínu. Mín heitasta ósk er sú að henni takist það einn góðan veður- dag. leigðum; stundum fengum við leigt annars staðar en stund- um vorum við á götunni. Við fengum líka oft inni hjá hinum og þessum karlmönnum og þá var mismunandi hvort þeir vildu taka við okkur báðum eða annarri. Ég datt auðvitað út úr öllu námi. Við reyndum samt alltaf að hjálpa hvor annarri eftir megni og þótti óskaplega vænt hvor um aðra þrátt fyrir allt ruglið í kringum okkur. Tvisvar reyndi systir mín að fara í meðferð. I annað skiptið þegar hún varð ófrísk en hún var fljót að falla eftir að hún kom aftur heim til mín. Ég var auðvitað að drekka og það gat varla skaðað mikið þótt hún tæki eitt glas með mér. Systir mín eignaðist aldrei barnið sitt, hún missti fóstur og það varð okkur tilefni til að hugga okkur með vímugjöfum. Enginn vildi hjálpa dópista Ég var smátt og smátt farin að fikra mig út í annað og sterkara og reykti oft hass og tók alls konar töflur þegar ég vaknaði illa veik eftir langvar- andi fyllirí. Systir mín var far- in að sprauta sig um þessar mundir og einu sinni mátti litlu muna að hún dæi. Ég var full eins og venjulega og kom heim í herbergiskytruna þar sem við bjuggum saman. Þá lá hún í fleti sínu eins og hún svæfi. Eitthvað varð til þess að ég fór að stumra yfir henni og tala til hennar. Þegar hún svaraði mér ekki reyndi ég að hrista hana og þegar það dugði ekki gerði ég mér grein fyrir að hún væri meðvitund- arlaus. Ég hljóp út og náði að stöðva leigubíl sem átti leið um götuna og ég bað bílstjór- ann að hjálpa mér. Bílstjórinn hélt bara yfir mér ræðu og kallaði mig dópistaræfil og dræsu og keyrði í burtu. Ég var farin að hágráta, hljóp eft- ir götunni í örvæntingu og bað alla um hjálp sem ég mætti. Enginn vildi sinna mér, fólk leit í aðra átt eða lét sem það heyrði ekki til mín þar til loks- ins að par sem átti leið þarna um stoppaði og bað mig að vísa sér veginn heim til okkar. Maðurinn skoðaði systur mína tók síðan upp farsíma og hringdi á hjálp. Þetta kvöld Lesandi segir i Steingerði Steinarsdóttur sögu sína mmmmmm Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur f Æ.. 1 haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- 1 komið að skrifa eða hringja til ! w okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. r| jj| 1 lcimilisl'angið cr: Vikan - „Líl'srcynslusaga“, Scljavcgur 2, 101 Rcykjavík, Nctlang: vikan@lro(ii.is 1

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.