Vikan


Vikan - 21.12.1999, Side 58

Vikan - 21.12.1999, Side 58
Texti og myndir: Kristján Frímann Bilið miili óttu og nóns minnkar hratt þegar Satúrnus, herskari Steinbukksins mætir á svæðinu og aðlag- ar umhverfið sér og sínum duttlungum. Lif og dauði renna saman í eitt og norðanáttin ýlfrar.Til forna nefndu Rómverjar þennan guð upp á grísku og köll- uðu hann Krónos, tákn hins enda- lausa tíma.Áhinni dularfullu gullöld, sem nú er sveipuð móðu Eðli og eíginleikar Þessa eiginleika hefur Steingeitin erft og í henni blundar hinn gamli og ungi Satúrnus. í eðli sinu eru því Steinbukkar kaldir og yfirvegaðir, valdasjúkt fólk sem svífst einskis til að ná þeim frama sem hugur þess girnist, hvort sem það er að vera sálna- eða féhirðir. Því eins og Sat- úrnus karlinn vill Steingeit dagsins í dag vera kóngur eða drottning í ríki sínu og geta stýrt þegnum sínum svo sem henni þóknast. Hún er Steingeitin er eyland, en í góðu sanibandi við umheiininn. hjartahlý þótt yfirborðið sýni annað og hefur eiginleika til að rækta allt hið besta í manninum og stýra hon- um til frama, en um leið er hún líka sérfræðingur í að sundra hjörðinni og afmá einstaklinginn úr skránni, sýnist henni svo. Einstaklingseðli Steingeitarinnar er sterkt og hún ein ákveður og velur leiðir sínar til sigurs eða glötunar; allir sem tengj- ast henni eru því eiginlega þjónar frekar en félagar eða makar. Hugur og hjarta Hinn hugumstóri Satúrnus stjórnar lífi Steinbukkans og gerir hann að strengjabrúðu í leikhúsi lífsins. Hann getur losað bukkann úr viðjum langana sinna til verald- legra gæða og sett hana á stall með heimspekingum og öðrum andans mönnum, enda má finna Steingeit- gleymskunnar, var hinn ungi og hrausti guð, Satúrnus, settur í land- búnaðarráðuneytið og gerður þar að forstjóra. Þessu starfi sinnti hann af alúð, enda uppskar hann vel er hann hélt út á akurinn með Ijá sinn. Þegar hann eltist og varð hrumur gat hann ekki sinnt slættin- um svo axið fúlnaði. Þar með breyttist hlutverk hans og hinn gamli guð varð herskari niðurrifs og eyðingar. Þaðan mun hugmyndin um ríddara dauöans, beinagrindina með Ijáinn vera komin. En meðan Satúrnus var ungur og uppskar vel héldu menn honum veislu í desem- ber ár hvert sem kölluð var Sat- urnalia og var þá mikið um dýrðir. Sú hátíð ummyndaðist síðar yfir í hátíð Ijóss og friðar með komu Krists. ur innan veggja háskóla og annarra háæruverðugra stofnana að miðla þekkingu sinni. Svo kippir hann í annan spotta og þá birtist Steingeit sem er sjúkur safnari. Hún verður að eiga fullt af peningum, flottasta húsið, stærsta jeppann og allt hitt dótið sem fyllir öll skot og kima. Þessi árátta merkisins til eflingar andans málum eða fikn í veraldlega hluti gerir Steingeitina oft nískari en allt sem nískt er, en hún fer vel með það og aðrir verða ekki var við neitt. Steingeitin er mjög ráðvönd, jarðbundin og útsjónarsöm sem gerir hana að fyrirtaks skipuleggj- anda og sýningar sem hún setur upp fyrir fyrirtækið eru útpældar, auðveldar i nálgun og skiljanlegar. Þarna setur Steingeitin hjartað í verk sitt því hún elskar verk sín og þar á hjartað samastað. Ástir og kynlíf Þegar ástin er annars vegar þá er hjartað annars staðar. Steingeitin getur orðið hrifin en ekki meir, ástin hefur alltaf verið henni ráðgáta og í samböndum finnst henni hún alltaf eitthvað utangátta og ein á báti. Þetta getur gert Steingeitina ráð- villta um sinn en þegar hún hefur áttað sig á þessum vankanti sínum hættir hún öllu grufli um ást og set- ur vinnuna í staðinn. Hún er samt bundin þörfinni fyrir að finna ná- lægð og deila lífinu með einhverj- um, eignast börn og buru. Stein- geitin hefur þörf fyrir að vera í sam- búð þótt einfari sé og verður fyrir- myndar húsmóðir eða húsbóndi sem hugsar vel um sitt og sína. I rúminu er Steingeitin á heimavelli, hún kann þá list út í hörgul að njóta kynlífs og gefa af sér. Með Steingeit verða samfarir himnaríki á jörð, það er að segja, hafi hún tíma til þess. En hún er kröfuhörð í þeim málum svo það er ekki fyrir hvern sem er að ætla sér í rúmið með Steingeit. Áhugamál og störf Að klífa metorðastigann er í reynd eina áhugamál og starf Steingeitarinnar en þar sem hún kann sig og er „ung, rík og gröð", eins og segir í texta með sama nafni, þá freistar hennar margt ann- að. Hún er vinnuþjarkur og hverju því verki sem hún tekur sér fyrir hendur verður ekki fullnægt nema með sigri. Störfin eru flest stjórnun- arlegs eðlis og ef þú skoðar flóru stjórnenda í þjóðfélaginu er þar margar Steingeitur að finna, svo sem í stól Borgarstjóra Reykjavíkur. Ef hún gerist leikari þá verður hún hasar- og áhættuleikari eins og Mel Gibson. Vinnusemi Steingeitarinnar tengist áhugamálum hennar og þau verða að byggjast á rökvísi og vit- rænu innihaldi ásamt voninni um sigur. Tíska og litir Steingeitin er metnaðarfullt merki með kaldan hjúp og því ekki sérlega næm fyrir formi og litum þótt undantekningar séu þar á. Þetta gerir hana tiltölulega ónæma fyrir samsetningu fata og skrauts svo hún virkar sundurleit í klæða- burði og ósmekkleg. Hún þarf því á „köldu mati" annarra að halda til að byggja upp smekkvísina og koma sér upp stíl. Steingeitin er af- bragðs námsmaður og minni henn- ar er á við tölvuna „Deep Blue", svo hún er snögg að koma sér upp huglægum tískusettum í litasam- setningum og skarti. Hreinræktuð Steingeit er jarðbundið merki sem reiknar út hlutina, frekar en „finna" þá. Þetta sést á yngri Steingeitum sem klæðast fáum litum og hrein- um, þær mála sig helst ekki og nota ekki skartgripi nema í neyð. Dæmið snýst svo við þegar Steingeitin eld- ist, þá getur hún tekið upp á því að hlaða sig glingri, mála sig og meika svo útkoman verður ofskreytt jóla- tré. Líkami og heilsa 58 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.