Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 11

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 11
MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON TEXTI: TRAUSTI ÓLAFSSON Þorbjörn meö Móða. Móði er notaður viö mælingar á segulsviði og var smíðaður í raunvísindastofnuninni. — Ég var ekki i neinum tengsl- um við þá starfsemi persónulega, nema þegar þeir fluttu mig yfir sundið til Svlþjóöar. En allir lásu iréttablöö hreyfingarinnar. Eftir þvl setn á leiö óx neðanjarðar- hreyfingunni fiskur um hrygg og áður en ég fór frá Höfn, var næst- um daglegur viðburður að sprengdar væru byggingar, þar sem unnið var fyrir Þjóðverja. Þorbiörn kom heim skömmu fyrir sstribslok. Hann starfaði þá i nokkra mánuði við rannsóknir á jarðhitasvæðinu I Hveragerði, en bein eðlisfræðileg verkefni voru ekki fyrir hendi. Fyrir tilstilli Björns Sigarðs- sonar forstjóra rannsóknar- stöðvarinnar á Keldum vaí-ð að ráði, að Þorbjörn sigldi til Banda- rikjanna og leggði þar stund á lif- eðlisfræði. — En þegar ég sá hvað árangur haföi náðst í kjarneðlisfræðinni, sem speglaðist i tilkomu kjarn- orkusprengjunnar, fannst mér skynsamlegra að taka afíur til við hana heldur en að skipta yfir i lif- eðlisfræði. Þegar ég hafði tekið þessa ákvörðun hóf ég störf við háskólann i Princeton og starfaöi hátt á annað ár að geimgeisla- rannsóknum þar. Svo kom ég heim haustið 1947 og það var enn sem fyrr aö verkefnin biðu manns nú beinlinis ekki. Það var lítil sem engin aðstaöa til viskida- legra rannsókna á minu sviði og ég haf ði Htiö f ast við að vera tií að byrja meö. Ég kenndi I mennta- skóla og fljótlega þurfti á ein- hyerri kennslu að halda við háskólann lfka. Svo áskotnuðust mér embætti, sem rannsóknar- störf spunnust inn I annað veifið. — Hvenær fer svo hagur vísindanna að vænkast á fslandi? — Arið 1955 var haldin mikil alþjóðaráðstefna i Genf. Hún var kölluð Atoms for Peace Con- ference og þar var rætt um frið- samlega notkun kjarnorkunnar. fig sat þessa ráðstefnu ásamt fleiri Islendingum og við sann- færöumst um að mikil þörf væri á aö koma upp aðstöðu til kjarn- fræðirannsókna hér heima. Upp ur þessu var Kjarnfræðanefnd lslands stofnuð. Hún starfaði mjög ötullega og barðist meöal annars fyrir þvi að við háskólann risi upp rannsóknarstofnun I atómvlsindum, sem m.a. annaðist mælingu geislavirkra efna. Þegar ég var ráðinn prófessor I eðlisfræði viö háskólann 1957, var mér jáfn- framt f alið að veita forstöðu sllkri rannsóknarstofu, sem hlaut nafnið Eðlisfræðisstofnun Háskólans. Segja má, aö það sé fyrsti vlsirinn að Raunvisinda- stofnun Háskólans. Starfsemin var náttúrlega smá I sniðum i upphafi en hún efldist smám saman. Uppúr 1960 hljóp heil- mikill fjörkippur I hana þvl að þá fengum viö styrk frá Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni til þess að fást við ný verkefni og fengum þá jafnframt aúkið fram- lag til rekstrarins frá rikinu. Til- lögur um að stofna raunvisinda- stofnunina komu fram skömmu* fyrir 50 ára afmæli háskólans .1961 og nokkrum árum siðar var hafist handa um bygginguna. Stofnunin sjálf tók svo til starfa 1966 og starfsemi hennar hefvir verið si- vaxandi siðan. Nú er þetta orðin allmyndarleg stofnun. — Hver hafa verið helztu viðfangsefni raunvlsinda- stofnunarinnar? — Starfsemi Raunvisinda- stofnunar Háskólans er margþætt og skiptist fyrst og fremst milli stærðfræði, eðlisfræði, efnafræöi, jarðvlsinda og tölvureiknings. A eðlisfræöistofu, sem ég veiti for- stöðu, hafa mörg viðfangsefnin verið eitthvað I tengslum við jarðvlsindi og þaö stafar náttúr- lega af þvi að hér er svo mikið ó- unnið starf á því sviði. Sem dæmi má nefna aö undanfarin ár hefur verið unnið að því að gera segul- kort af landinu. Segulsviðið hefur verið mælt úr flugvél og þvi verki er lokið um vestur- og miðhluta landsins og kort hafa verið teikn- uð af suövesturhlutanum. Segul- mælingar eru gerðar með tækj- um, sem þróuð og smíðuð eru hér I stofnuninni, og eitt af megin- verkefnum okkar hefur verið að vinna þau. — En hvað tekur við að loknum þessum mælingum? — Starfsemin er stöðugum breytingum undirorpin og verk- efnaval hverju sinni fer töluvert eftir því hvaða mehn veljast hér til starfa. Stofnunin er hugsuð öðrum þræði til þess að veita mönnum aðstöðu til vlsindarann- sókna, þegar þeir koma frá námi. Reiknaö er með þvi að þeir starfi hér I nokkur ár, á meöan þeir eru að finna verkefni við sitt hæfi hér innanlands. Þetta skapar stöðuga endurnýjun innan stofnunarinn- ar. Mér þætti eðlilegt, að starf- semi eðlisfræöistofu beindist meira að hreinni eðlisfræöi og með þeim mannráðningiim, sem nú eru á döfinni, er liklegt að at- hylgin beinist nokkuð að eðlis- fræði fastra efna. Frá upphafi hafa hér verið stundaðar rann- sóknir á geislavirkum efnum og Isótópum og vonandi veröa þær auknar I framtiðinni. — Eldgosið I Vestmannaeyjum er náttúrlega náma rannsóknar- efna fyrir stofnunina. Framhald á bls. 35 Þessi mynd af Þorbirni er tekin í eðlisfræðistofunni, sem hann veitir forstöðu. 28. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.