Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 30

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 30
r SUMAR Sumarrlsotto 1 laukur smjör 1/2 tsk. karrý 2 bollar hrísgrjón 3 bojlai; .Ijóst kjötsoö 1 tsk. salt 250 gr. sveppir afgangur af kjöti t.d. kjúkling, eða þess háttar steinselja 3-4 tómatar 1 paprika brauo Sjóðið laukinn i 2 msk. af smjöri og látið hann ekki brúnast bætið karrý, salti og hrisgrjónum saman viö, hrærið i þar til hrisgrjónin hafa fengið lit. Hellið sjóðandi kjötsoöinu saman viö og setjiö þétt lok á og látið sjóða i 12 minútur. Slökkviö og látiö standa i aörar 12 minút- ur á hellunni. Steikið svo á meðan svepp- ina og kjötiö smáttbrytjað. Blandið sfðast öllu saman við og setjið á heitt fat og skreytið með niðursneiddri papriku, sáldrið steinselju yfir og berið brauð með. Saltsfld i rjómasósu 2 saltsildarflök mjólk ca. 1 1/2 dl. þeyttur rjómi 1 tsk. sltrónusafi pipar 1 laukur rúgbrauð Leggið sildarflökin i bleyti i mjólk 10-12 tima og látið þau útvatnast. Skolið þau siðan vel og skerið i litla bita. Hellið siðan þeyttum rjómanum yfir sem I er blandað sitrónusafanum. Malið siðan svartan pipar yfir og látiö biða i nokkra tima áður en sfldin er borin fram. Grænmetissalat 8 litlar kartöflur 4 gulrætur 1/2 pk. frosnar baunir mais (niðursoðinn) rauð paprika niðursoöin salt, pipar, sinnep, steinselja jóghurt Sjóðið kartöflurnar og gulræturnar og látið kólna. Jóghurtin blönduð með salti, pipar, sinnep og steinselju Skerið kartöflurnar og gulræturnar I litla teninga og blandið saman við jóghurtina ásamt maisnum og paprikunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.