Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 10
ÓSKAVIÐTAL MAGNuSAR MAGNuSSONAR BÆ JARSTJÓRA VESTMANNAEYJA VIÐ ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON PRÓFESSOR. ELDGOS OG EÐLISFRÆÐI — Það er ekki fylgst með hugsanlegum gosum á Islandi og er raunar ekki séð hvað gera þyrfti til þess að fylgjast með hvar gos kann að vera I aösigi. Jarðskjálftamælingar gætu væntanlega Iielzt komiö að gagni og þaö er unniö mjög ötullega að þvi að setja upp þétt net jarð- skjálftamæla. Þegar meiri reynsla er komin á niðurstööur kerfisbundinna jarðskjálfta- mælinga, veröur kannski mögu- legt að segja fyrir um eldgos, en það á væntanlega larigt i land. Fleiri aöferðir hafa raunar veriö reyndar og koma hugsanlega til greina til þess að spá eldgosum. Hallamælingar gætu verið gagn- legar á einstökum stöðum. Ef aödragandi eldgoss reynist vera sá, að jörðin bólgnar upp, þá er mikið unnið við sllkar mælingar. En enn skortir reynslu til að segja til um, hvort slikar mælingar gætu borið árangur hér á landi. Hugsanlegt er, að breytingar verðii segulsviði á undan eldgosi, en erfitt mun að finna þær. A segulsviðinu i Surtsey voru gerðar Itarlegar mælingar eftir að gosið hófst og niðurstööur þeirra sýndu, að. þar urðil veru- legar breytingar I segulsviði. Þær stöfuðu þó fyrst og fremst af hrauninu, sem þar kom upp og segulmagnaðist um leið og það kólnaði niöur fyrir visst hitastig. En hvort einhverjar breytingar urðu þar áður en gosið hófst, er ekki vitað. Eftir þessum ummælum Þor- björns Sigurgeirssonar prófessors að dæma, virðist enn vera langt frá þvi aö visindamenn geti sagt fyrir um eldgos. Þor- björn sagði að eina gosspáin, sem hann gæti gefið, væri að eldgos gæti hafist hvenær sem er og hvar sem er á eldgosasvæöinu, sem er geysistórt, og þess vegna er bezt fyrir okkur að vera við öllu búin. Flest gos á Islandi koma Ur gfgum eða sprungum, sem aðeins gjósa einu sinni. Hekla og Katla eru undantekningar, þvl að þar gýs hvað eftir annaö á sama stað. Heimaeyjargosið varö I grennd við kulnað eldfjall, en sllkt er algengt, þar sem eldfjöll liggja yfirleitt þétt á eldgosasvæðinu. Kannski fleygir jarðvisindunum svo mikið fram, að hægt veröi að spá eldgosum af nokkurri nákvæmni og með það miklum fyrirvara, að ráörúm gefist til þess aö gera varúöarráðstafanir. Þorbjörn er Húnvetningur, fæddur á Orrastöðum á Asum og alinn þar upp. Aö loknu stúdents- prófi hélt hann til Kaupmanna- hafnar og lagöi stund á eðlisfræði við háskólann þar. — Ég fór utan naustiö 1937 og var I Kaupmannahöfn til ársins 1943. Ég var viö stofnun, sem kennd er viö Niels Bohr, og vann þar I nokkra mánuði að loknu námi. Þetta var á striösárunum og Þjóöverjar lokuðu þessarri stofnun öllum að óvörum. Þegar ég kom að byggingunni einn morguninn, sá ég aö þýzkur vörður var við innganginn. Þá lét ég sem ekkert væri og gekk fram- hjá og svo var vist með flesta, sem störfuöu þarna. Siðan sætti ég færis að komast yfir til Svi- þjóðar. Mér eru sérstaklega minnisstæð götuljósin I Málmey, þegar yfir kom. Þaö var ótrú- legur léttir aö geta gengiö um upplýstar götur, en Kaupmanna- höfn var myrkvuö. — Gerði hernám Þjóðverja nokkuö boð á undan sér? — Ég held að hernámiö Jiafi komið flestum mjög á.óvart. Svo var að minnsta kosti um mig. Morguninn 9. ápril 1940 sveimuöu þýzkar flugvélar yfir borginni og það var fljótlega tilkynnt, aö Þjóðverjar hefðu hernumið landið. Andrúmsloftið var mjög þvingað i Kaupmannahöfn á itriðsárunum. Auk heimsókna á heimili manna, stöðvuðu þýzku hermennirnir iðulega fólk á göt- um úti og ef þeir fundu einhver bönnuð blöð eða bæklinga á fólki, var mönnum umsvifalaust komið -fýrir bak við lás og slá. — Vár ekki danska neðan- jarðarhreyfingin nokkuð öflug? Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor fyrir framan Raunvísindastofnun Há- skólans. 10 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.