Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 4
Ef bú ert að: BYGGJA. BREYTA EBA BÆTA ba liltB víð i LitavBrí. bvi bafl hefur ívallt ionaflsifl LITAVER Símar 32262 - 30280 OD 30110 Cmsíimi 22 - 21 P0STURINN 4 VIKAN 28. TBL. EIN OR EVJUM Elsku Póstur minn! Ég þakka gott efni i Vikunni undanfarin ár, ég les hana alltaf. Nú langar mig. að biðja þig að hjálpa mér. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af strák. Við vorum buin að vera saman i tæpa 5 mánuði, þegar ég fékk þær dillur áð segja honum upp. Nú er hann heima hjá sér og ég er úr Eyjum og verð hingað og þangað. Hvað á ég að gera til að ná i hann aftur, því ég elska hann. Ein úr Vikrinum Ef þú veizt heimilisfang eða simanúmer stráksins gætirðu hringt I hann eða skrifað honum, svona til að heyra I honum hljóðið. Ef hann tekur þér vel geturðu getið þess við hann að þú elskir hann og spurt hann hvort hann elski þig. Ef svo er, er kominn góður grundvöllur til að þið getið byrjað að vera saman á »ý. ALDREI KYSST MIG Kæii Póstur! Vandamál mitt er sennilega fremur óvenjulegt, en svoleiðis er nú mál með vexti, aö ég hef verið með strák i fimm mánuði, en hann hefur aldrei kysst mig! Hann hefur oft boðið mér i bló og á böll. Og alltaf þegar við erum úti að labba leiðumst við. Og þegar við förum á böll, dönsum við alltaf saman og vöngum eins og flestir gera, þegar þeir eru saman. Elsku póstur hvað á ég að gera, ég er alveg ofsalega hrifin af honum? Og svo er þetta venju- lega, hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Hvernig eiga nautsmerkið og bogamerkið sam- an og I ööru lagi tviburamerkið og ljónsmerkiö? Með fyrirfram þökk. I.H. Þetta orðtak að vera með er afskaplega óljóst, og verður pósturinn að játa, að hann hefur aldrei verið viss um merkingu þess. Samkvæmt bréfi þínu er þarna um ást að ræða, að minnsta kosti Irá þinni liallu. Annars eru til ýmsar aðferðir til að koma strákum til við sig. Eina þeinna gætir þú kannski notað næst, þegar þið farið saman á ball. Ef að likiim lætur munuð þið vanga saman og þá gætirðu reynt að vera venju fremur ástleitin og gera tilraun til að kyssa strákinn beint á munninn. Strákurinn hlýtur að vera meira en litið skrýtinn, ef hann tekur ekki við sér. En annars, hvers vegna endi- lega kyssast? Af bréfi þinu má ráða, að þið virðist vera það, sem kallað er hamingjusöm á bió- og ballferðum ykkar. Er það kannski vegna þess að allar stelp- urnar þarna, sem eru méð strákum hafa kysst strákana sina. Vertu nú svolitið sjálfstæð og geröu bara það sém þú sjálf vilt, án tillits til hvað sé lenzka eða tizka þarna á svæðinu. Svo ætti ekki að saka að tala málin út við strákinn þinn. Segja honum hreinlega að þú hafir mikinn hug á að fá að kyssa hann og það helzt beint á munninn. Þú skrifar mjög vel og skriftin bendir til snyrtimennsku og nákvæmni. Nauts og bogamerkið eiga ekki mjög vel saman, en tvi- bura og Ijónsmerkið eiga öllu betur saman. VARIR OG BREIÐAR BINDINDI Kæri Póstur! Þar sem ég veit, að þú leysir hvers manns vanda, langar mig að biöja þig um að svara fyrir mig nokkrum spurningum. 1. Hvað þýðir nafnið Ester? 2. Getur þú sagt mér, hvað hægt er að gera við breiðum vörum? Hvernig á að mála þær o.fl.? 3. Getur þú nefnt mér einhverja ungling^stúku hér I Reykjavík og sagt mér, hvað er starfað I þeim? Kostar eitthvað að vera i þeim? 4. Hvernig passa saman bog- maður og meyja? 5. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? 6. Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Með beztu þökkum fyrir góð svör. Ein spurul.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.