Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 35

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 35
ELDGOS OG EÐLISFRÆÐI Framhald af bls. 11. — Þetta gos var aö ítiörgu leyti forvitnilegt og ólikt öörum gos- um, sem ég hef séö. 1 fyrsta lagi átti ég ekki von á svona mikilli öskuframleiðslu. Glgurinn var á þurru landi allan timann og i slik- um gosum kemur yfirleitt tölu- verö öskuhrina i byrjun en þegar liöur á gos dregur yfirleitt mikiB úr öskuframleioslunni og þaö geröist lika i Surtsey eftir aö gig- urinn var kominn upp úr sjó. 1 öðru lagi var þetta langþykkasta hraun, sem ég hef séo renna, og það svipmesta. Með hrauninu runnu fram allverulegar hæðir, allt að þvi fjöll. Fyrsta hæðin af þessu tagi hlaut nafnið Flakkar- inn. Hraungerðin virtist mér standa i mjög nánu sambandi við grasið i hrauhkvoðunni, sem var mun meira en gerist yfirleitt. Vegna þess hve mikill hluti þess efnis, sem gigurinn kastar upp, fellur hann niður i hann aftur og blandast hraunkvoðunni i honúm, verður hraunið sem rennur út úr gignum þykkur grautur. — Þu áttir hugmyndina að þvi að kæla hraunið með vatni. — Það má kannski segja það. Þegar maður sér svona hraun I fyrsta skipti, er það svo hrikalegt, að maður gerir sér þess tæplega grein, að mannlegur máttur geti haft nokkur áhrif á það. Reyndin varð þó sú, að miklu auðveldara var að framkvæma kælinguna, en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona, og framkvæmdirnar urðu miklu stórkostlegri, en ég hafði gert mér grein fyrir, að tök gætu oröið á. — Helduröu að það sé nokkur von til þess að viö eigum eftir að virkja eldfjallaorkuna? — Ég vil nú ekki segja mikið um þaö. Þykkt hraun geymir að vlsu varmann I sér svo lengi, að hugsanlegt er að hann megi nota til húshitunar, til dæmis i Vest- mannaeyjum. A timabili leit út fyrir aö jarðhitasvæði væri að myndast undir austurjaðri bæjar- ins. Þar kom upp gufa og rauk mikið. Við nánari athugun kom i Ijós, að þarna var um að ræða þunnt lag af heitu gasi og gufu, sem streymdi á milli gamalla hraunlaga og kólnar væntanlega fljótt aftur. — En hvað um þá orku, sem ekki brýzt út I gosi? — Að vissu marki má segja, að hún sé virkjuö á sumum jarðhita- svæöum, en ég held að það sé hæpið aö hægt verði að virkja eld- gos og nánast óhugsandi. Gos hefur I för meö sér miklar sprengingar og fyrirgang, svo að oft getur verið hættulegt að koma nærri þvl, og eldgos standa yfir- leitt mjög stutt. Þeir bera af öðrum, með hagsýni, sem aka CITROEN MEHARI CITROEN ER AÐ YÐAR SKAPI: sparneytinn, sterkur, vandaður og einfaldur að allri gerð CITROEN MEHARI er eins og fundið fé fyrir hagsýna menn. Hann er aflmikill en eyðir ákaflega litlu. MEHARI er úr thermoplasti — loftkældur mótor, gott hitakerfi — ryðgar ekki. Bóndinn, iðnaðarmaðurinn, sumarbústaðaeigandinn, fisksal- inn, garðyrkjumaðurinn — allir þurfa þeir á hagkvæmum bíl að halda — bíl eins og MEHARI, sem er tilvalinn i allskonar snart. Kynnið ykkur MEHARI jeppakrilið i Citroen-fjölskyld- unni og þér verðið ekki fyrir vonbrigðum. Hann getur flutt 880 pund. Globus h.f. hefur nú tekið við umboði fyrir Citroen á fslandi, og nu mun verða lögð megináherzla á skjóta og góða fyrir- greiðslu og fullkomna varahlutaþjónustu, Globus-þjónustu, enda vita þeir, sem hafa átt viðskipti við Globus hvað við er átt. Vélaverkstæði Egils Óskarssonar Skeifunni 5, mun ann- ast sérhæfða viðgerðaþjónustu. Kynnizt Citroen - og hann verður áreiðanlega að yðar skapf því þau eru svo ótrúlega mörg gæðin, sem Citroen hefur upp á að bjóða. Talið við sölumann okkar. CITkOEH er ótrúlega ódýr miðað við gæði Globusa 28. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.