Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 47

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 47
— Þú? sagði Rory, furöu lost- inn og trúöi ekki sinum eigin eyr- um. Kevin sagði brosandi: — Þaö getur verið aö þaö verði ekki æsi- . fréttir, en ég á gott meö aö skrifa sæmilegan stil. — Þú ert bara aö verða þér uti um spennandi ævintýri, sagði Rory og hann gat vel Imyndað sér reiði föður þeirra, þegar hann fengi þessar fréttir. Kevin hló. — Finnst þér ég vera þesslegur? Þegar Joseph, Ann Marie og Bernadette komu heim i byrjun april, þá varð það hlutverk Rorys, aðsegja foreldrum þeirra, að Kevin væri lagöur af staö I ferðalag, sem fréttaritari Boston Gazette. Joseph varð sýnilega reiöur, en Bernadette hrópaði upp yfir sig: — En hvað þetta er likt Kevin, likt honum að vera svona vanþakklátur og gera föður sin- um þetta! Og það á miðju skóla- ári. Greinar Kevin fóru svo að birtast i blöðunum, oftast i hverri viku. Fjölskyldu hans fannst það furðulegt, að i greinum hans var töluverður undirtónn af bitru háði, en þær voru gagngorðar og komu fréttunum vel til skila. En greinar hans hættu aö birtast síð- ast i júni. Joseph leitaði upplýsinga um hann gegnum blaðið og honum var sagt að hann væri ekki lerigur i nágrenni viö Kúbu, en hefði farið að eigin ósk til Philipseyja og væri um borð i einu herskipi, þar sem hann óskaði eftir þvi aö sjá með eigin augum það sem fram fór. Þeir á blaöinu héldu að her- skipið héti Texas og vonuðust eftir þvi aö geta innan tiðar farið að birta aftur fréttagreinar Kevins. Næstu fréttir af Kevin fékk Joseph I slmskeyti frá yfirmanni bandariska flotans I Santiago, en þar sagði að herra Kevin Armagh hefði fallið fyrir tilviljunar- kenndu skoti frá óvinaskipi. Joseph stóð I hinu mikla marmaraanddyri á heimili sinu og hann fann greinilega fyrir sínu keltneska' eðli, Keltanum, sem ekki trúði á tilviljanir, en þvl meira á örlögin. Hann stóð þögull um langa hrið, en svo gekk hann upp á loft, til að segja konu sinni sorgarfréttirnar. — Kevin,stunduBernadette, — en hann er aðeins átjan ára. Og hann er ekki sinni hermaður. Svo rak hún upp hátt óp og öskraöi þar til stulkan, sem stödd var i næsta herbergi, kom þjötandi. — Sendu eftir lækni, sagði Joseph við stúlkuna. Læknirinn kom og gaf Berna- dette róandi lyf, eri hún lét ekki af hljóðunum, fyrr en lyfið var farið að hrlfa á hana. Joseph notaði sambönd sin, til að fá likið af Kevin sent heim til Green Hills. Því fylgdi samúöarkveðja frá flotaforingj- anum: „Þetta var sannarlega hrein tilviljun, skot frá skipi Spánverja, sem var á undanhaldi. Kúlan, sem varö honum að bana, var framleidd hjá Barbour & Bouchard, ameriska fyrirtækinu, sem selur vopnavörur um allan heim. Ég sendi yður mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Við höf- um mikið álit á hinum unga herra Armagh, sem var greindur og hugrakkur og að minu áliti, mjög heiðarlegur ..." Fámenn jarðarför fór fram á heitum ágústdegi. Moldin var dökk og það var þrumuveður I aö- sigi. Joseph stóð þarna með Bernadetee, Rory syni slnum og samverkamðnnum slnum, Charles, Timothy og Harry Zeff, og horfði á þegar kistan með jarð- neskum leyfum yngri sonar hans, var latin- siga niður i gröfina og hann heyrði prestinn tuldra bæn. Svo sagði presturinn: — Það eru ekki allir einkennisklæddir, sem falla fyrir föðurlandið, þaö eru til aðrar hetjur . . . Aðra vikuna i september tók Elisabeth á móti Joseph. HUn breiddi Ut faðminn á móti honum. Hún grét ekki, til þess var hún of hyggin kona. Hún spurði einskis heldur. Það var liðið að dagmálum, þegar Joseph spurði: — Elisa- beth, trúir pú á formælingar? — Nei, svaraöi hún strax. — Ef þú ert að hugsa um ógæfu fjöl- skyldunnar, — þá vejztu að það kemur fyrir I öllum fjölskyldum, fyrr eða siðar. Ég trúi á miskunn- saman guð. Hann myndi aldrei leyfa neinu af börnum slnum að kalla ógæfu yfir aöra, yfir önnur barna sinna. Joseph var i Philadelphiu, þeg- ar hann las skýrslurnar frá Charles og hjálparmönnum hans um Rory. Bræðin náði algerlega á honum tökum. Hvernig gat þess- um unga bjálfa dottið I hug að kvænast stúlkunni og fyrirgera þannig framtlð sinni? En Charles var á öðru máli, honum fannst Rory einmitt hafa hagað sér' skynsamlega. Það var einhver óljós forvitni I augnaráði hans, pegar hann leit á Joseph. — Marjorie Chisholm er af mjög góöu fólki komin. Þau giftu sig á laun, til að foröast flækjur og mótstöðu frá fjölskyldum sínum. Mér finnst að nú ætti að gera þetta opinbert. Þaö getur aldrei skaðað Rory, það getur jafnvel orðiö honum til framdráttar. — Þú skilur þetta ekki, sagði Joseph. — Hann á að kvænast dóttur sendiherrans, Claudiu Worthington, sem er af konung- legu kyni'. Skrifaðu herra Albert Chisholm og óskaðu eftir einka- viðtalifyrir mig, sagöi Joseph. — En meðan við blðum eftir svari, þá skaltu tala við prestinn, sem gifti þau og borgarstarfsmann- inn, sem skrásetti hjónavigsluna. Þú veizt hvað þú átt að gera, Charles. Herra Albert Chisholm lagði nákvæmlega niður fyrir sér, hvernig hann ætlaði að taka á móti þessum ósvifna Ira, herra Joseph Armagh. Hann ætlaði að taka á móti honum með kulda- legri háttvisi, bjóða honum vindil og gera honum ljóst, að nii stæði hann frammi fyrir hefðarmanni, kannski I fyrsta sinn á ævinni. Þegar Joseph var visað inn á skrifstofu hans, varð herra Chis- holm alveg furðu lostinn. Þessi maður var ekki hið minnsta lfkur trunum I Boston, sem herra Chis- holm hafði eiginlega andstyggð á. Þessi maður var hávaxinn og glæsilegur, klæðaburður hans ólasta'nlegur. En það var andlit Josephs, sem herra Chrisholm fannst athyglisverðast, svipur- inn, sterkur og greindarlegur, já, svipur hefðarmanns. Var það mögulegt, að þessi Irski innflytj- andi væri af göfugu kyni kominn? — Þér eruð liklega Armagh? sagði herra Chisholm og rétti fram hönd sina. Og svo eins og ósjálfrátt sagði hann: — Það hryggir mig að heyra um afdrif sonar yðar, að hann skyldi deyja svona skyndilega . . . — Þakka yður fyrir, sagði Joseph. Herra Chisholm hugsaði með sér, að rödd hans væri líka göfugmannleg. Samanborið við föðurinn, var Rory Armagh hreinast götusópari! Það fór ekki hjá þvl að ættgöfgi segði til sin. Llklega var það móöirin, sem ekki var eins vel ættuð. Það var sú niðurstaða, sem herra Chis-. holm hallaði sér að, að athuguðu máli. — Ég veit að þér eruð mjög önnum kafinn lögfræðingur, sagði Joseph, svo ég skal reyna að vera stuttorður og tefja ekki lengi fyrir yður. Hann opnaði skjalatösku sina og tók fram skjöl, sm hann lagði á borðið. — Ég hefi komizt að þvl herra, og það hafði þér eflaust lika orðið var við, að það sem skjalfest er segir yfirleitt meiri sögu en samtöl og lestur skjala tekur ólikt minni tima. Herra Chisholm tók til viö lest- urinn. Svipur hans tók stöðugum breytingum, eftir þvl sem lengra leið á lesturinn. Að lokum var hann orðinn náfölur og það var sem hann hefði elzt um allan helming. — Jæja, sagði herra Chisholm, — svo dóttir mín hefir gifzt Rory syni yBar. Ég var búinn aB leggja blátt bann viB þvi aB hún hitti hann. Mér var ljóst að það kynni ekki að hafa neitt gott I för með sér. Herra Amagh, það var ekki nauðsynlegt fyrir yður að hafa I hótunum. Joseph laut hóföi. — Ég vissi ekki við hvern ég haföi að deila, herra Chisholm, sagöi hann. — Hefði ég vitað það., hefðu við- brögð mln orðið öðruvlsi. En til að komast að efninu, þá skal ég ekki vera með orðalengingar, ég hafði allt önnur áform um framtið son- ar mins. Hann er það eina, sem ég á eftir. Hann veröur að skapa sér nafn. Dóttir yðar getur ekki veitt honum það nafn. Herra Chisholm sagði: — Ef við Marjorie gefum ekki leyfi til að þetta hjónaband veröi gert ógilt, þá ætlið þér að sjá til þess, að dóttir mín verði svivirt og mann- orð hennar eyðilagt, láta það fréttast, að hún hafi ekki haft lög- aldur að presturinn hafi fengið rangar upplýsingar. Raunar seg- ið þér, að presturinn hafi verið svikari, alls ekki verið prestur. öll sönnunargögn eyðilögð. Þér vitið að þetta er allt lygi, herra Armagh. Þér hafið notað sambönd yðar. Ef við Marjorie neitum aö verða viö óskum yðar, þannig að þetta fari aldrei I há- mæli, þá ætlið þér að eyðileggja mannorð mitt. Er þetta ekki rétt skilið? — Ju, sagði Joseph og hann stóð upp og gekk út að glugga. — Og1 ef viö segjum Rory syni yðar frá þessu, þá munuð þér hefna yðar á okkur öllum? — Já, hann má ekki fá að vita um þessa heimsókn mina. Dóttir yðar verður að sllta sambandinu við hann og færa til þess sinar ástæður. Herra Chisholm sagði hugs- andi: — Þér elskið son yðar og ég elska dóttur mina. Ég vil gjarnan lofa þeim að njótast, en það viljið þér ekki. Þegar ég hugsa mig bet- ur um, þá held ég að ég vilji allt til vinna, að dóttir min verði aldrei neitt bendluð við yður eða fjölskyldu yðar. Jafnvel þótt ég hafi ekkert á móti syni yðar sem tengdasyni. Ég held þaB yrBi henni aldrei til blessunar. Hún er alin upp hjá mjög heiBarlegri fjöl- skyldu. Joseph sneri sér svo skjótt við að herra Chisholm hrökk eigin- lega I kút. — Það var ég lika, sagði Joseph. — Fjölskylda min var heiðarleg ög guðhrædd fjöl- skylda. Átti sinar eigin jarðeignir og öfuga forfeBur, langt aftur I aldir. En herra minn, við vorum kúg- uö, eins og rússneskir bændur, vorum ekki annað en þrælar, hundélt eins og dýr og þurrkuð út eins og skriðkvikindi, vegna þess eins, að við vildum vera frjáls, vera þjóB og varðveita okkar eigin trúarbrögð. Þetta var and- styggilegur glæpur, finnst yður það ekki? Herra Chisholm hallaði sér aft- 28. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.