Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 33

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 33
Hvað hugsa börnin ef foreldrarnir drekka ? Foreldrar hafa miklar áhyggjur af því, þegar þeir kotnast að þvi að börnin þeirra eru farin að smakka vín. En börnin hafa lfka áhygggjur af foreldrum sínum — sérstaklega Htil börn, sem verða hrædd, þegar þau sjá að mamma ogpabbi eru eitthvað annarleg I framkomu. Stærri börn verða skömmustuleg, til dæmis ef þau koma heim, þeg- ar samkvæmi er hjá foreldrunum og þau sjá að móðir þeirra er kjánaleg og faðirinn háværari en ella, eða öfugt. Það er barnasálfræðingurinn Magne Raundalen, sem segir frá viöbrögðum barna við þvi að for- eldrarnir drekka... Ef fjögra til finim ára gamalt barn vaknar upp um miðja nótt við það að foreldrarnir hafa sam- kvæmi, þá getur ýmislegt skeð: Barnið veröur miðpunkturinn I samkvæminu. Allir vilja tala við það, það fær allt I einu að gera allt það, sem bannað er að degi til. Þaö fær kannski að bragða á vini eða öli og verður þá kannske eins og litill trúður, veizlugestum til mikillar skemmtunar, án þess að barnið skilji hvað sé skemmti- legt. Barnið skilur ekki þá athygli, sem þaö vekur. — Þegar foreldrarnir éru undir áhrifum, sér barnið, að þau eru eitthvað annarleg, en skilur ekki ástæðuna til þess. Þvi strangari sem foreldrarnir eru daglega, því meiri verða við- brigðin, þegar þau hafa bragðað vín. Þaö verður til aö vekja ótta hjá barninu. — Er þá rangt að láta barnið sjá, ef maður er undir áhrifum á- fengis? Þaö er mikið undir þvi komið hvernig breytingin verður. Ef foreldrar og börn eru vön hávaða og mikilli fyrirferö I daglegu Hfi — ef foreldrarnir venja börnin á hávaðasaman leik, jafnvel rysk- ingar, þótt i góðu sé, munu þau að Hkindum ekki skynja mismuninn. En yenjulega eru börn mjög glögg, þegar foreldrarnir eiga hlut I máli. Eftir þvi sem meira er drukkið, missir fólkið meira vald á' hegðun sinni og sambandi við börnin. — Hve fljótt skynjar barnið hvað það er þegar fullorðna fólkið er undir áhrifum áfengis? — Frá f jögra til fimm ára a.ldri geta þau farið að leika „fulla menn". Þau hafa ef til vill séð fullan mann á götunni og orðið hrædd. Þaö er mjög eðlilegt að það vekji hjá þeim hræðslu. Þess- vegna fá þau þá oft ennþá meiri ótta af vlndrykkju en tilefni er til. Og þegar þau sjá foreldrana neyta áfengis, óttast þau að þau verði eins og fulli maðurinn á göt- unni. Börn vita hvernig fólk verður, þegar þaö er ölvað, en þau vita alls ekki ástæðuna til þess að það veröur þannig, ef það er ekki út- skýrt fyrir þeim. — Hvaö á þá að segja börnum um áfengi? Framhaid a bls. 36

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.