Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 12.07.1973, Qupperneq 33

Vikan - 12.07.1973, Qupperneq 33
Hvað hugsa börnin ef foreldrarnir drekka ? Foreldrar hafa miklar áhyggjur af þvi, þegar þeir komast að þvi að börnin þeirra eru farin að smakka vin. En börnin hafa lika áhygggjur af foreldrum sinum — sérstaklega litil börn, sem verða hrædd, þegar þau sjá að mamma og pabbi eru eitthvað annarleg i framkomu. Stærri börn verða skömmustuleg, til dæmis ef þau koma heim, þeg- ar samkvæmi er hjá foreldrunum og þau sjá að móðir þeirra er kjánaleg og faðirinn háværari en ella, eða öfugt. Það er barnasálfræðingurinn Magne Raundalen, sem segir frá viðbrögðum barna við þvi að for- eldrarnir drekka... Ef fjögra til fimm ára gamalt barn vaknar upp um miðja nótt við það að foreldrarnir hafa sam- kvæmi, þá getur ýmislegt skeð: Barnið verður miðpunkturinn i samkvæminu. Allir vilja tala við það, það fær allt i einu að gera allt það, sem bannað er að degi til. Það fær kannski að bragða á vini eða öli og veröur þá kannske eins og litill trúður, veizlugestum til mikillar skemmtunar, án þess að barnið skilji hvað sé skemmti- legt. Barnið skilur ekki þá athygli, sem það vekur. — Þegar foreldrarnir éru undir áhrifum, sér barnið, að þau eru eitthvaö annarleg, en skilur ekki ástæðuna til þess. Þvi strangari sem foreldrarnir eru daglega, þvi meiri verða við- brigðin, þegar þau hafa bragðað vin. Það verður til að vekja ótta hjá barninu. —■ Er þá rangt að láta barnið sjá, ef maður er undir áhrifum á- fengis? Það er mikið undir þvi komið hvernig breytingin verður. Ef foreldrar og börn eru vön hávaða og mikilli fyrirferð I daglegu lifi — ef foreldrarnir venja börnin á hávaðasaman leik, jafnvel rysk- ingar, þótt i góðu sé, munu þau að likindum ekki skynja mismuninn. En venjulega eru börn mjög glögg, þegar foreldrarnir eiga hlut i máli. Eftir þvi sem meira er drukkið, missir fólkið meira vald á hegðun sinni og sambandi við börnin. — Hve fljótt skynjar barnið hvað það er þegar fullorðna fólkið er undir áhrifum áfengis? — Frá f jögra til fimm ára aldri geta þau farið að leika „fulla menn”. Þau hafa ef til vill séð fullan mann á götunni og orðið hrædd. Það er mjög eðlilegt að það vekji hjá þeim hræðslu. Þess- vegna fá þau þá oft ennþá meiri ótta af vindrykkju en tilefni er til. Og þegar þau sjá foreldrana neyta áfengis, óttast þau að þau verði eins og fulli maðurinn á göt- unni. Börn vita hvernig fólk verður, þegar það er ölvað, en þau vita alls ekki ástæðuna til þess að það verður þannig, ef það er ekki út- skýrt fyrir þeim. — Hvað á þá að segja börnum um áfengi? Framhald á bls. 36

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.