Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 21

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 21
edvard sverrisson 3m músik með meiru Leslie West Jack Bruce Corky Laing. Chi Coltrane Chi Coltrane heitir nýjasta útflutningsvara þeirra Bandarikjamanna, Chi er 25 ára söngkona og lagasmiöur, sem nú upp á siökastið hefur áunniö sér nokkurn hljómgrunn á megin- landi Evrópu. Hún hefur þó ekki vakið eins mikla eftirtekt i Eng- landi og annars staðar. Miklar likur er taldar á, að hún eigi eftir að komast langleiöina á tindinn og er þvi ekki úr vegi, aö lita laus- lega yfir feril hennar. Hún fæddist i Racine i Wisconsin, 1948. Hún hóf pianónám, þegar hún var 8 ára gömul og söng nokkuð i kirkjum það vestra, en slikt er ekki óalgengt. Hún fór svo aö vinna fyrir sér sem hljóðfæraleikari og söngkona, þegar hún var 17 ára gömul. Einnig þá hóf hún söng- Framhald á bls. 36 Þeir þremenningar, Leslie West, Jack Bruce og Corky Laing, sem nú hafa tekiö upp samstarf, eiga þaö allir sameiginlegt, aö hafa áður starfaö með þvi sem nefnt hefur verið súpergrúppa. Leslie West var áöur i Mountain, en Jack Bruce i Cream. Þeir hafa þegar gert eina L.P. plötu, Why Dontcha, og hefur hún hlotið ágætar viötökur. Þegar þeir leika á hljómleikum leika þeir nokkuð jöfnum höndum gamalt efni frá Mountain og Cream og svo þaö sem þeir hafa sjálfir samiö, siöan þessar hljómsveitir duttu upp fyrir. Jack Bruce hefur alltaf ver- iö að spila ööru hvoru og þá haft meö sér hina og þessa félaga sina. Þeir hafa bara gengiö undir nafninu Jack Bruce and friends. Þaö er likt meö hann og Bltlana, hann á erfitt aö losna undan töfrum Cream nafnsins, hann er alltaf einn þremenninganna úr Cream. Eitt hefur vakiö nokkra athygli i sambandi viö samstarf þeirra þriggja. Þeir koma aldrei saman til aö æfa. Þeir koma aöeins sam- an i stúdiói til þess aö leika inn á plötur. 011 þeirra músik veröur til i stúdióinu . Á hljómleikum leika þeir eins og áöur sagöi, það nýjasta sem þeir hafa sjálfir samiö, auk gamalla laga frá Cream og Mountain. Þeir eru aöeins tveir og svo trommuleikari og kunna allir lög hvors annars. Svo er bara aö láta tilfinninguna ráöa, hvernig útkoman veröur á sviöi. 1 fyrsta skipti sem þeir léku saman, komu þeir fram á hljóm- leikum, og enginn hefur enn kvartað yfir æfingarleysi. Fyrir þá sem áhuga hafa, þá er West meö þrettán gitara i gangi, en heldur mest upp á einn, sem heitir Les Paul Junior, Um hljóö- færi Bruce og Laing veit ég ekkert, nema aö gitarinn sem Bruce leikur á hefur 6 strengi, en þaö hafa þeir nú allir. Annað kvöld leikur I fyrsta skipti opinberlega hljómsveitin, sem stofn- uðhefur verið upp úr þremur hljómsveitum, sem allar hafa veriö starf- andi um nokkurn tfma, en eru nú hættar. Þær eru Astarkveðja, Svan- frlöur og Náttúra. Sú fyrst nefnda hefur þó starfað áberandi styzt. Pelican er skipuð þeim Pétri Kristjánssyni og Funnari Hermannssyni úr Svánfríði.- Björgvini Gfslasyni úr Náttúru og ómari óskarssyni og Asgeiri Óskarssyni úr Ástarkveðju. West, Bruce og Laing 28. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.