Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 28

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 28
Meðlimur Fílharmóníu hljómsveitarinnar. Stormurinn hvin I hirðingja- tjaldinu á auðninni, leikur um appelslnutrjálundina og feykir loks ljósu hári Daliah Lavi svo hún sýnist enn yndislegri en ella. ísraelska kvikmyndastjarnan stendur fyrir framan kvikmynda- tökuvélar þýzka sjónvarpsins og syngur i tilefni 25 ára afmælis tsraelsrfkis. Hún útskýrir jafnframt mynd- irnar sem á eftir koma. Hún segir frá þvi, þegar læknar, lögfræð- ingar og leikmenn fluttust út á eyðimörkina og gerðu hana frjó- sama. Aðurenþeir komu varþar ekki annar gróður en fáein ólifu- tré á stangli, sem voru gróðursett löngu fyrir daga Krists. Hún segir frá erfiðu en hamingjusömu lifinu á ísraelsku samyrkjubúunum. Hún syngur þjóðlög við nýja bar- áttutexta. Þessi nýju ljóð eru samin af Gyðingum. Þau eru full viðkvæmni og túlka jafnframt Gyðingur frá Jemen. ótrúlegt þrek þjóöarinnar. I gegn um þetta allt skin þokki Gyðingastúlkunnar, sem er klædd þröngri blússu og ber vélbyssu. Israel i aldarfjórðung. Það er ævintýri Hkast. Þetta segja áróðurssérfræðingar Israels- stjórnar, en þeir geta ekki um hvernig þeir virkjuðu zionistiska fasismann til þess að hrinda af stað tveimur styrjöldum. Þeir Dóttir þýzks innflytjanda. Frómur innflytjandi frá Þýzkalandi. álitu nauðsynlegt að leggja undir sig stærra landssvæði og þjaka og plna Ibúana til þess að Israels- þjóðin hefði skilyrðhtil að þrifast. En gestur I Palestinu kemst ekki hjá þvl að verða þessa áróðurs var. Hleypidómarnir blasa hvar- vetna viö. Og þaö er erfitt aö feta sig áfram að rökréttri niöurstöðu eftir vandfundnum meðalvegi, þar sem skammt er öfganna milli. Andstæðurnar I Israel virðast ósamrýmanlegar. Gershom Scholem, sérfræðingur i zionistiskri dulspeki, segir það algjöra fjarstæöu að þekkingu Gyðinga á eigin sögu og trúar- brögðum hafi farið aftur. Israelítar eiga Hka erfitt með að skýra eigið samfélag án þess að styðjast við dulspeki. ísraelski blaðamaðurinn Uri Dan segir: „Þetta er hálfbrjálaö land, það geggjaöasta á jarðkringlunni." Máli-slnu til sönnunar bendir hann á syðsta odda Sinaiskagans, endamörk hernumda svæðisins frá 1967.Leiðin þangaðliggur yfir mörg hundruð kllómetra langar eyðimerkur, eitt fallegasta lands- lag jarðarinnar. Þegar Scharm el- Scheich er að baki, taka enn við eyöimerkur. En á sandökinum við Rauðahafið er Daviðsstjörnunni flaggað. Undan ströncíinni liggur skip úr isra- elska flotanum. A skipinu er Fflharmónluhljómsveit Israels, ein sú bezta I heimi. Með vindinum berast tónar úr Aidu eftir Verdi og sjóliðarnir baða sig i sjónum og gripa nótnablööin, sem fjúka út fyrir boröstokkinn. Jigal Allon varaforsætisráðherra og Abdullah, höfðingi höfðingj- anna á Slnai, klappa hljóm- sveitinni lof I lófa. Þessi skrlpaleikur á að vera táknrænn fyrir menningarleg yfirráö Gyölnga á eyðimörkinni. Tónlistarmennirnir rabba saman á móðurmálum sinum, þýzku, ensku, rússnesku og pólsku á meðan Allon heldur ræöu. Hann er berfættur I sandölunum og með skyrtuna flakandi frá sér. Hann , talar fjálglega um sögulegt og merkilegt gildi atburðarins. Hljómsveitin leikur aftur. Hér hefur Sinfóniuhljómsveit Israels verið. Suður-Sinai sem með réttu tilheyrir Egyptalandi er aftur orðið að gyðinglegu menningar- landi. Siðan Móse fór hér um eru liðin 3200 ár. A undan menningunni komu skemmtiferðalangar til Scharm el-Seheich. Þeir fyrstu komu með Ibúöarvagna með sér. En egypzki eyðimerkursandurinn var ekki lengi aö riða hjólum Israelsku vagnanna að fullu. Bygging viðarhúsa var hafin og lúxushótel úr steinsteypu risu á eyði- mörkinni. Gjaldiö, sem ferða- fólkið grefðir fyrir að dvelja þarna, nægir varla fyrir vatninu sem þaö notar. En fjárútlát stjórnarinnar til þessara mála hafa ákveöinn tilgang. Úr þvi aö " tsraelsstjórn innlimar arabiskt land opinberlega ætlar hún að láta Gyðinga búa þar. Það gerist smám saman, án þess að mikið beri á. Það hefur þegar gerzt i Jórdandalnum, Hebron og i Betlehem og nú er rööin komin að Sínaieyðimörkinni. Aðferðin er sú sama og fyrstu innflytjendurnir I Tel Aviv beittu. Þessi vikkun rikisins er ekki fyrirfram skipulögð. Rikis- stjórnin I Jeriisalem gæti ekki komið sér saman unti landamæri rikisins, jafnvel þótt hún væri öll af vilja gerö. Enginn i stjórninni hefur fastmótaöar hugmyndir um þau nema Jigal Allon og hann á sér sterkan andstæðing þar sem Moshe Dayan er. Skoðun Allons á stærð rlkisins er bezt lýst meö orðum hans sjálfs: ,,Aðeins það landrými, sem hernaðarlega er 1 óhjákvæmilega nauðsynlegt." Svæðið sem AUon á við, er afar ^ viðáttumikið: Austurströnd Sinaiskaga frá Scharm el-Scheich' • að Elat, og Gazasvæðið að ógleymdum Jórdandalnum. Vesturbakki Jórdan yrði þá aftur ' arablskt yfirráðasvæði. Allon kallar þetta „Friðaráætlun." Jafnt sóslalistar og hægri menn I Israel eru sammála um að þeir hafi fyllsta rétt til þess að innlima arabiskt land. „Við eigum rétt á 28 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.