Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 37

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 37
taka átti, byrjaði hún að mála strákinn, fyrst með varalit, svo augnskugga og þar fram eftir götunum. Að lokum var svo perlufesti smellt um hálsinn á honum og vifta látin blása hárið frá andlitinu. Ljósmyndarinn byrjaði að taka myndir og þegar árangurinn varð ljós, hryllti flest við. Edgar leit út eins og versta eftirprentun af David Bowie eða einhverjum öfugugga, en i raun hefur hann aldrei reynt' neitt til þess að gera útlit sitt þannig, að það gefi slikt i skyn. Þetta var aðeins tilraun og ástæð- an fyrir þvi að einmitt þessi mynd var notuð á umslagið er sú, aö sögn Edgar Winter, að, „myndin er satýra. Hún gefur til kynna einmitt það, sem er að gerast i poppheiminum nú og þess vegna var hún notuð, jafnvel þó ég þekki varla sjálfan mig á henni". „VIÐ ERUM MJÖG ÓVENJULEG ÞJÓÐ" Framhald af bls. 29. álltur áætlun Allons heimskulega, einkum af þeim sökum, að ef hún yrði framkvæmd, myndi hún valda miklum skakkaföllum I israelskum landbúnaði. Að sömu niðurstöðu komst mál- gagn stjórnarinnar „Jerúsalem Post." Þar sagði orðrétt: „Hernumdu svæðin eru fyrir löngu orðin undirstaða landbún- aðarins. Skýrslur staðfesta, að hagðvöxtur Israels stendur i beinu sambandi viö landbúnaðar- afurðir framleiddar þar." Gróðinn á þessum afurðum er vitanlega bein afleiðing ódýrs vinnuafls Arabanna. Næstum annar hver vinnufær maður á hernumdu svæðunum fer yfir hin raunverulegu landamæri til þess að taka við launum sinum úr vasa ísraelsmanna. Daglaun Araba eru að meðaltali 30% lægri en Gyðings fyrir sömu vinnu. Svæðin sem hernumin voru 1967, eru þeg- ar orðin eitt mikilvægasta iðnaðarsvæði Israelsmanna og hafa aukið utflutninginn mikið. Þessir fólksflutningar hafa valdið stjórnmálalegum vanda- málum. Þau hafa aukið fylgi Ezer Weizmanns i Israel stórlega. Rök hans fyrir tilveru tsraels eru afar einföld: „Fyrir 2000 árum bjuggu Gyðingar i Palestinu. Við eigum landið. Arabarnir, sem hér bjuggu, eru lika eins konar eign okkar." Ezer Weizmann fyrrverandi hershöfðingi er bróðursonur Chaim Weizmann, fyrsta forseta Israel. Hann er einn þeirra manna, sem skapað jafa tsraelsrfki. Hann efldi flugflotann svo mjög fyrir styrjöldina 1967, að sigur vannst á örfáum dögum. Og persónuleiki hans hafði mikil áhrif á israelsku hermennina. Weizmann segir: „Strið er ekki beint hreinlegt, en enn óhrein- legra er þó að tapa striði." Bandarikjamenn hafa gefið hon- um gott fordæmi um hvernig leysa megi vandamálin i Austur- löndum nær með hervaldi.- Weizmann telur sem sé, að Israelsmenn geti ymislegt lært af loftárásum Bandarikjamanna á Hanoi. „Við þurfum að ráða yfir öllum flugleiðum yfir Egypta- landi og Sýrlandi. Þegar þvi er náð, gefum við þeim engan frið, heldur gerum Kairó og Damask- us að öðru Hanoi. Einu sinni, tvisvar, hvað eftir annað." Þegar Weizmann segir þetta, hljómar það ekki nærri eins ruddalega og manni virðist þaö vera, þegar maður les þaö. Hann gengur út frá sögu Israelsþjóðar- innar við útskýringar á afstöðu sinni. Hvergi gætir neins ofstækis né' viðkvæmni i málflutningi hans. Hann talar um að slátrá Aröbum eins og ekkert sé sjálfsagöara. Aróðursfræðingar fasista velta sér gjarnan upp úr þvi, hvað Gyðingum hefur tekizt að gera i Palestinu. „Undrið" skýrir Weizmann á sama hátt og flestir landar hans: „Ef við Gyðingar værum venjuleg þjóð, hefðu engar risaflugvélar hjálpað okkur. En við Gyðingar erum nú einu sinni mjög óvenjuleg þjóð." 1 slikum rökum er einnig fólgin vonin og biðin eftir sterkum foringja. „Rikisstjórn Goldu Meir er ekki nógu hörð af sér. Við þurfum á sterkum og kjörkuðum mönnum að halda, þvi að striö við Araba er barnaleikur hjá þeim vandamálum, sem við er að etja innanlands." Þessi vandamál verða fleiri og stærri með hverjum mánuðinum sem liöur. Það eru ógnanir nágrannarikjanna, sem myndað hafa eitthvað i likingu við þjóð úr innflytjendum frá Marokkó, Póllandi, Indlandi.Þýzkalandi og viðar. Ógnanir Araba hafa til þessa bægt frá allri gagnrýni Israelsmanna á eigið samfélag. Eftir sigurinn i sex daga striö- inu hafa vandamálin komið fram i dagsljósið. Griskkaþólikkar i Jerúsalem mála hakakrossa, hamar og sigð og Daviðsstjörn- una hvert við hliðina á ööru á húsveggi. Bókstafstrúarmenn biða komu Messiasar og hata sionismann eins mikið og fasismann og kommunismann. Trúleysingjarnir eru i meirihluta og heimta aðskilnað Synagógu og rikis.Þaðerathyglisvert, að enn er langur vegur að gyðinglegu riki I Israel. Þegar menn gerðu sér þetta ljóst, hófust miklar mótmælaaðgerðir i landinu. Skipulagðir hópar, sem kölluðu 28. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.