Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 13

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 13
eins og til þess að reyna að koma mér fyrir sig. — Má ég koma inn, Gladys? sagði ég. — Já, en ég.;. — Ég heiti Jordan...Scott Jordan. Hún bar granna fingurna upp að munninum og talaði milli þeirra. — Þér eruö lögfræðingur- inn, sem hann Eddie ætlaði að hitta? Og þar dó hann, hefur lögreglan sagt rriér. Ég kinkaði kolli méð alvörusvip. Hún athugaði mig en treysti siðan hugboði slnu og veik til hliðar. Herbergið var litið og það sem mest bar á þar inni var skrautlegur Austurlandakjóll, sem hékk þar á skáphuröinni. Hún benti mér á eina stólinn þarna inni en settist sjalf á rúmstokkinn. —Mér þykir leitt að ónáða yður svona, sagði ég. — Var lögreglan eitthvað harkaleg við yður? Hún setti upp skjálfandi bros. — Jæja, það var ekki sem verst. — Ég býst við, að þér séuð orðin þreytt á ðllum spurningum um hann Eddie, sagði ég, — og þess vegna ætla ég ekki að tefja yöur lengi. Hann var á leið til að hitta mig, en var svo myrtur áður en hann gæti neitt sagt. Þetta hefur legiö þungt á mér og staöið mér fyrir svefni. Verksummerki eftir morð eyöast fljótt og ég vildi þvi engan tlma missa. Viljið þér segja mér af Eddie? Eitthvert smáatriði, sem sýnist vera einskisvert getur haft meiri þýðingu fyrir mig en fyrir lögregluna. Hún kinkaði kolli. — Já, mér er sama. Ég hitti Eddie fyrst fyrir nokkrum árum f æfingasal. Eg varð hrifin af dansstflnum hjá honum og hugmyndum hans, og ákvað að slást i félag með honum Okkur kom ágætlega saman. Hann var greindur og kenndi mér margt. Hann samdi dansana •! átriðið okkar og sá lika um viðskiptahliðina. Otvegaði flestar ráðningarnar okkar... Ég vérð alveg i vandræðum án hans. — Voruð þiö mjög samrýmd? — Ef þér eigið við, hvort hann hafi verið kærastinn minn, þá var hann það ekki. — Það gleðúr mig aö heyra, var næstum dóttið út úr mér, en ég stillti mig. — Hafiö þér nokkurn tima heyrt. hann nefna mig á nafn? — Nei, ekki aö ég bezt get munað. — Atti hann óvini? r — Engan einasta. Allir kunnu vel viö hann. — Hvað um foreldra hans eða nánustu skyldmenni?. — Ég held ekki...;blðið andar- tak. Svipurinn á henni breyttist. — Nií man ég nokkuð. í gær sat Eddie inni i búningsherberginu minu i hléinu milli atriða og las i blaði. — Herald Tribune, minnir mig, og allf i einu sagði hann: — Viltu bara sjá, hver er I borginni! Hann virtist takast allur á Ioft...Ég spuröi, hver þetta væri og hann sagði: — Malcolm Parish frá Parish-útgerðinni Hvln sriar- þagnaði. — Hvað er að,. hr. Jordan? Er eitthvað ekki i lagi? — Nei, sagði ég. — Haldið þér bara áfram._ — Ég hafði aldrei heyrt Eddie nefna þennan mann-á nafn og fór að spyrja um hann. Hann sagði, aö hann Victor frændi sinn hefði hitt hr. Parish i Sviss, fyrir um það bil fimmtán árum og gerzt feröafélagi hans og ritari. Svo ferðuðust þeir um alla Evrópu. Eddie sagði, að frændi sinn skrifaði einstöku sinnum, en nú heföi hann ekkert frá honum heyrt i meira en ár. t blaðinu stóð, aö hr. Parish byggi i Waldorff- hótelinu, og Eddie sagðist ætla að hitta hann og fá aö vita, hvort frændi sinn hefði komið lika. — Og hafði hann það? — Það veit ég ekki. Eddie fór og svo kom að atriðinu okkar. — En þér sáuð hann seinna? Hvað sagði hann þá? Hann sagði ekkert annað en þaö, að hann ætlaði yfir I Wal- dorff. Við fáum okkur venjulega kaffi eftir siðustu sýninguna, en nú afsakaði Eddie sig og fór burt einn. Og það sá ég hann siðast. Það voru sorgarviprur um varir hennar. ftg þagði andartak en spurði svo: — Getið þér framkvæmt þessi atriði ein? — KannsHi með breytingum. V>:g ætla að reyna i kvöld. — Má é'g koma og horfa &V Hún leit á mig með alvörusvip. — Það held ég ég vildi gjarna. Jæja, þá var ég búinn að finna tengilið, enda þótt ég vissi enn ekki, hversu mikiö væri upp úr honum að leggja. í;g hafði nýlega haft meö höndum mál fyrir Parish-útgerðina, sem hafði vakiö talsverða athygli. Stærsti hluthafinn, sem var óvirkur i rekstri útgerðarinnar, var hálf- gerð ráðgáta. A leiðinni til, Waldorff velti ég fyrir mér ýmsuni sögum, sem ég hafði af honum heyrt. Framhald á nasstu sífiu. 28. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.