Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 13

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 13
eins og til þess aö reyna að koma mér fyrir sig. — Má ég koma inn, Gladys? sagöi ég. — Já, en ég.;. — Ég heiti Jordan...Scott Jordan. Hún bar granna fingurna upp aö munninum og talaöi milli þeirra. — Þér eruö lögfræöingur- inn, sem hann Eddie ætlaöi aö hitta? Og þar dó hann, hefur lögreglan sagt mér. Ég kinkaöi kolli meö alvörusvip. Hún athugaöi mig en treysti siöan hugboöi slnu og veik til hliöar. Herbergiö var litiö og þaö sem mest bar á þar inni var skrautlegur Austurlandakjóll, sem hékk þar á skáphuröinni. Hún benti mér á eina stólinn þarna inni en settist sjálf á rúmstokkinn. —Mér þykir leitt aö ónáöa yöur svona, sagöi ég. — Var lögreglan eitthvaö harkaleg viö yöur? Hún setti upp skjálfandi bros. — Jæja, þaö var ekki sem verst. — Ég býst viö, aö þér séuö oröin þreytt á öllum spurningum um hann Eddie, sagöi ég, — og þess vegna ætla ég ekki aö tefja yöur lengi. Hann var á leiö til aö hitta mig, en var svo myrtur áöur en hann gæti neitt sagt. Þetta hefur legiö þungt á mér og staöiö mér fyrir svefni. Verksummerki eftir morö eyöast fljótt og ég vildi þvl engan tlma missa. Viljiö þér segja mér af Eddie? Eitthvert smáatriöi, sem sýnist vera einskisvert getur haft meiri þýöingu fyrir mig en íyrir lögregluna. Hún kinkaöi kolli. — Já, mér er sama. Ég hitti Eddie fyrst fyrir nokkrum árum I æfingasal. Ég varö hrifin af dansstílnum hjá honum og hugmyndum hans, og ákvaö aö slást I félag meö honum Okkur kom ágætlega saman. Hann var greindur og kenndi mér margt. Hann samdi dansana 'I atriöiö okkar og sá lika um viöskiptahliöina. Otvegaöi flestar ráöningarnar okkar... Ég vérö alveg I vandræöum án hans. — Voruö þiö mjög samrýmd? — Ef þér eigiö viö, hvort hann hafi veriö kærastinn minn, þá var hann þaö ekki. — Þaö gleöur mig aö heyra, var næstum dóttiö út úr m,ér, en ég stillti mig. — Hafiö þér nokkurn tima heyrt. hann nefna mig á nafn? — Nei, ekki aö ég bezt get munaö. — Atti hann óvini? r — Engan einasta. Allir kunnu vel viö hann. — Hvaö um foreldra hans eöa nánustu skyldmenni?. — Ég held ekki...:biöiö andar- tak. Svipurinn á henni breyttist. — Nú man ég nokkuö. I gær sat Eddie inni i búningsherberginu mlnu I hléinu milli atriöa og las I blaöi. — Herald Tribune, minnir mig, og allf I einu sagöi hann: — Viltu bara sjá, hver er I borginni! Hann virtist takast allur á loft...Ég spuröi, hver þetta væri og hann sagöi: — Malcolm Parish frá Parish-útgeröinni Hún sriar- þagnaöi. — Hvaö er aö,. hr. Jordan? Er eitthvaö ekki I lagi? — Nei, sagöi ég. — Haldiö þér bara áfram. — Ég haföi aldrei heyrt Eddie nefna þennan mann -á nafn og fór aö spyrja um hann. Hann sagöi, aö hann Victor frændi sinn heföi hitt hr. Parish I Sviss, fyrir um þaö bil fimmtán árum og gerzt feröafélagi hans og ritari. Svo feröuöust þeir um alla Evrópu. Eddie sagöi, aö frændi sinn skrifaöi einstöku sinnum, en nú heföi hann ekkert frá honum heyrt I meira en ár. 1 blaöinu stóö, aö hr. Parish byggi I Waldorff- hótelinu, og Eddie sagöist ætla aö hitta hann og fá aö vita, hvort frændi sinn heföi komiö lika. — Og haföi hann þaö? — Þaö veitég ekki. Eddie fór og svo kom aö atriöinu okkar. — En þér sáuö hann seinna? Hvaö sagöi hann þá? Hann sagöi ekkert annaö en þaö, aö hann ætlaði yfir I Wal- dorff. Viö fáum okkur venjulega kaffi eftir siöustu sýninguna, en nú afsakaöi Eddie sig pg fór burt einn. Og þaö sá ég hann siöast. Þaö voru sorgarviprur um varir hennar. Ég þagöi andartak en spuröi svo: — Getiö þér framkvæmt þessi atriöi ein? — Kannski meö breytingum. Ég ætla aö reyna I kvöld. — Má ég koma og horfa á?; Hún leit á mig meö alvörusvip. — Þaö held ég ég vildi gjarna. Jæja, þá var ég búinn aö finna tengiliö, enda þótt ég vissi enn ekki, hversu mikiö væri upp úr honum aö leggja. Ég haföi nýlega haft meö höndum mál fyrir Parish-útgeröina, sem haföi vakiö talsveröa athygli. Stærsti hluthafinn, sem var óvirkur I rekstri útgeröarinnar, var hálf- gerö ráögáta. A leiöinni til, Waldorff velti ég fyrir mér ýmsum sögum, sem ég haföi af honum heyrt. Framhald á næstu síðu. 28. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.