Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 24

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 24
Það leið aldrei neitt kvöld, án þess að Elizabeth Hennessey sett- ist við gluggann i svefnhverbergi sinu og virti fyrir sér hús Armagh hjónanna. Þaö var nokkuð liöið á janúar og garöurinn og grundirn- ar voru snævi þakin. Það var aldrei neinn ljósagang- ur þar, ekki einu sinni um jólin, nema i vistarverum þjónustu- fólksirjs. Aramótin voru um garð gengin, án þess aö nokkurt lifs- mark væri að sjá i húsinu, ekkert samkvæmi, enginn dansleikur, eins og venjulega. Joseph og Bernadette höfðu farið með Ann Marie, dóttur sina, I vonlausa píslarferð milli tauga og heilasérfræðinga um alla Evrópu. Courtney hafði verið i fylgd með þeim, þangað til Bernadette gaf honum i skyn, að hann væri mjög óæskilegur fylgdarsveinn. Hann var um þessar mundir i Amalfi og hafði ekki sagt móður sinni hvenær hann væri væntan- legur. Elizabeth gizkaði á að hann grunaði hvernig samband væri milli hennar og Josephs Armagh og að hann ásakaði hana ef til vill í örvæntingarfullri sorg sinni. Hún vissi, að þegar timinn hefði breitt miskunnsama blæju yfir sorg hans, þá myndi hann sjá þetta i öðru ljósi. Eins og sakir stóðu, varð hún að láta sér nægja stutt og jafnvel kuldaleg bréf eða póstkort, sem hún svaraði alltaf með móðurlegu ástriki. Það var Rory sem lét hana allt- af fá fréttirnar, sem hann hafði I geg«m bréf frá móður sinni. Bréf Josephs til hennar voru yfirleitt stutt og harmþrungin og hún gat ekki svarað þeim. Ann Marie var nú orðin fær um að ganga, hún gat borðað hjálparlaust, en þar með var líka' næstum allt sagt. Hiin virtist ekki hafa meiri þroska en þriggja ára barn og mundi ekkert eftir sínu fyrra Hfi. Snemma i janúar fékk Rory simskeyti frá fööur sinum: „Hittu mig i London sautjánda þessa mánaðar." Rory sagði við Marjorie konu sina: — Ég verð að yfirgefa þig um hrið, ástin mln, vegna þess að faöir minn biður mig að hitta sig f London. Marjorie varð uppnæm og sagði: — Taktu mig með þér. Mig langar til að hitta föður þinn. Já, elskan min, ég veit þú ert i vand- ræðum, þú átt eftir aö ljúka námi og þú ert ennþá leikbrúðan hans fööur þlhs, hræddur við aö láta hann komast að þvi, að þú sért begar kvæntur konu, sem hann álitur þér ekki samboðna, sem myndi kasta skugga á nafn ykk- ar. Maggie, vertu nú ekki illgjörn. — Þetta er nti táknrænt svar karlmanns, er það ekki? Svo Framhaldssaga eftir Taylor Caldwell 7 hluti ÍRSKT BLÓD Rory dansaði af skyldurækni við dóttur ambassa- dorsins. Ilonum var ekki Ijóst, að hún var orðin ást- fangin af honum né að faðir hans var með hjóna- band þeirra i huga. Hann var lika kvæntur — á laun fleygði hún sér f faðm hans. '— Rory, þú mátí aldrei hætta að elska mig! Farðu til fööur þins, en gleymdu ekki að ég bið þln hér. Rory sá strax aö faðir hans var orðinn miklu ellilegri. Hann heils- aði syni slnum, eins og hann hefði séö hann daginn áður. Rory sagði: — Hvernig lfður Ann Marie. Er hún og mamma hérna meö þér? — Þær er eru nú um skeið á hæli I Parls. Ann Marie er viö það sama: — hún verður ekki betri. Hann lét ekki sjá á sér nein svip- brigði, en-Rory fannst hann sjá einhverjar viprur við munninn. — Ég verðhér aðeins I nokkra daga I viðskiptaerindum. Mér finnst timi til þess kominn, að þu kynn- ist—"já, mönnum, sem einhvers mega sin. Rory vissi hvað faðir hans átti við, það var alþjóðlegur félags- skapur mikilsmetandi manna um heim allan. Þetta voru bankaeig- endur, iðjöfrar, stjórnmálamenn og mikilsháttar fjármálamenn. Þessir menn settu sér oft mót I höfuöborgum vlða um heim, en almenningur vissi ekki svo mikið um þessa félagsstarfsemi. Fundarstaðurinn i London var I stóru glæsilegu steinhúsi, sem einn brezki bankaeigandinn átti. Þessi félagsskapur átti Itök i næstum öllum stórblööum heims- ins, hafði hönd I bagga með rit- stjórnum og réðu þvi sem kom fyrir almenningssjónir. Ráða- menn þessarra samtaka höfðu yfirleitt hönd i baggá með þvi hverjir voru tilnefndir I rikis- stjórnir, hverjir urðu ráðherrar eða forsetar rlkisstjórna I öllum þessum löndum. Þeir höfðu um- sjón með kosningum og kostuðu frambjóðendur. Joseph sagði viö son sinn: — Þeir geta gert þig að foresta Bandarikjanna, þótt þii verið áídrei var við neinn þeirra. Og þeir hafa Hka vald til að fyrirgera allri þinni framtlð. Hann brosti. — En þú skalt ekki -óttast þá of mikið, ég veit of mikið um þá alla. Joseph og Rory fóru á dánsleik I amerlska sendiráöinu; Rofý'-sá strax, aö enginn sem þarna var viðstaddur, komst I hálfkvisti við föður hans, hvað glæsileik snerti, bæði I útliti og framkomu. Ambassadorinn, herra Stephen Worthington, var kátastur af öll- um og Claudia dóttir hans reyndi að gefa honum ekkert eftir. Rory dansaði við hana. Hún blaðraði I slfellu, meðan þau dönsuðu, benti honum á þessa og hina standspersónu og sagði varla nokkra setningu nema að geta um „elsku pabba" og hvern- ig elsku pabbi væri, hve gestris- inn við þjóðhöfðingjaná, sem komu allsstaðar að úr Evrópu. Hún sagði að Victoria drottning hefði Hka mikið dálæti á honum. Rory hugsaði til Marjorie og til þess hve Htið hún lagði upp ur þessum svo kölluðu mannvirðing- um og hann fann sting af sóknuði i hjarta sinu. Joseph, sem sjaldan lét nokk- urn hlut fram hjá sér fara, sá að dóttir sendiherrans, ungfrú Claudia, veitti syni hans mikla athygli. , Hann minntist samt ekkert á það, fyrr en daginn eftir, þegar Rory var búinn að sofa vel tit. Þá sagðihann: — Þótt raunveruleik- inn sé álltaf nokkuð ógeðfelldur, þá verður maöur þó að horfast i augu við hann. Hann þagnaði stundarkorn. — Ég átti viðtal við sendiherrann I gærkvöldi, það var nokkuð áhugavert. Ég efast ekki um það, hugsaði Rory, en hann leit ástúðaraugum á föður sinn.. — Við komumst að þeirri niðurstöðu, eftir að vera búnir að virða ykkur ungfrú Claudiu fyrir okkur, að það væri mjög ákjósanlegt að mægjast, að þið giftuð ykkur, ja — svona eftir eitt ár eða svo. Rory varð stjarfur og honum varð flökurt. — Ég kann alls ekki við hana, sagöi hann að lok- um. — Mér finnst hun hundleiðin- leg. — Hvaða máli 'skiptir það?, Joseph leit á hann tneð viðbjóði. --Rómantisk ást er aðeins handa unglingum, ekkert fyrir hugsandi monn. Heldur þú að ég hafi verið ástfarginn af móður þinni, eða furcu. hún skemmtileg? Menn liu. ldrei á þá hlið málsins, þeg-* ar þeir lita I kringum sig eftir hagkvæmu kvonfangi. Þaö eru aðeins unglingsr, sem sækjast eftir þvi, sem kallað er ást. — Það er ekki hægt a.ð kvænast konu, sem maður hefur and- styggð á, sagöi Rory. Joseph varð undrandi á svlp- inn. — En-þú átt aðeins að kvæn- ast henni, það er ekki þar meö sagt, að þii eigir að vera henni triir. Svipur Rorys harðnaði. — Ég ætla að kvænast annarri stúlku, ] við erum reyndaar trúlofuð. Joseph stökk á fætur. — I ham- ingjunnar bænum, hver er það? — Það er stúlka, sem ég kynnt- ist I Boston. Yndisleg stúlka, falleg, greind og góö sagði Rory. — Hún er Hka af ágætu fólki komin. — Hver er hún? endurtók .Joseph. 24 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.