Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 36

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 36
— Eldgos hafa verið óvenju tfö hér á landi á sföustu árum. Er aö hefjast gostímabil? — Þaö er rétt aö siðustu tólf ár- in hafa veriö hér fjögur eldgos. Askja gaus 1961 og á eftir henni komu Surtsey, Hekla og nú slðast Heimaey. Þetta er dvenju þétt en I marga áratugi þar á undan var Hka sérstaklega lltið um eldsum- brot. Taliö er að meðaltlðni gosa hér & landi sé eitt gos á fimm ára fresti. ÉJg held aö þaö sé tilviljun, að nú hefur orðið tveim gosum meira á riimurn ártugi, og ó- mögulegt að gefa þvl nokkra dýpri merkingu. Við skulum vona að Þorbjörn hafi rétt fyrir sér hvað þetta snertir, þvl að þó eldgos geti verið vísindunum mikill styrkur eru flestir íslendingar vafalaust bún- ir að fá nóg af sllku. Þorbirni þökkum viö fróöleik okkur veittan og óskum honum og raunvlsinda- stofnuninni gæfu og gengis I starfi. Það var Magnús Magnússon bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem óskaði eftir þvi að Þorbjörn Sigurgeirsson yrði krafinn sagna I viðtali við Vikuna. Okkur þótti þvl rétt að veita Þorbirni sama rétt og Magnúsi og leyfa honum að velja sér óskaviðtal. Hann bað um, afc viötal yrði tekið við Svein Eirlksson, slökkviliðsstjóra á Keflavikurflugvelli, og væntan- lega getum við oröiö viö þeirri bön Þorbjörns innan skamms. HVAÐ HUGSA BÖRNIN . . . Framhald af bls. 33. — Það liggur lfklega beinast við að skilgreina fyrir þeim mis- muninn á því að bragða áfengi og að verða ofurölvi. Það er kannski hægt að segja þeim, aö þetta sé eins og að neyta einhverra lyfja, maður dreypi aðeins á því og að ef maður drekki of mikið, þá geti maður hvorki gengið eða talað eðlilega. Það er að sjálfsögðu ekki svo gott að gera börnum það skiljanlegt, að fullorðið fólk megi drekka áfengi, én þau megi það ekki. Llklega er bezt að skilgreina það þannig, lfkami þeirra sé svo litill, að hann þoli ekki áfengi. Það er hægt að segja þeim, að það sé svipað eins og með svefninn, að Htil börn þurfi meiri svefn en full- orönir', svo þau geti stækkað. Það verður llka að gera þeim skiljanlegt, að það sé ekki þar með sagt, að allir verði eins og fulli maðurinn á götunni, þótt þeir neyti áfengis. En þá er llka nauð- synlegt, að foreldrar leggi það ekki á börnin sin, að láta þau sjá sig drukkin og yfirleitt að gæta fyllstu varúðar I framkomu við börnin. — En ef maður missir vald á sjálfum sér, hvort sem þar kann aö vera af ölvun eða öðrum á- stæðum, — hvernig er þá hægt að koma i veg fýrir skaðleg áhrif á þau í framtíðinni? —, Ef það skyldi henda for- eldra, að missa stjórn á skapi slnu, til dæmis vegna of mikils á- lags eða anna, er hægt að ko.ma I veg fyrir varanlegt tjón, með þvi að tala skynsamlega um þaö dag- inn eftir. En ef sllkt kemur oft fyrir, án þess aðbarnið fái nokkra skýringu, þá er illt I efni. Yfirleitt á aö eggja börn til að tala um áhyggjur slnar, sérstak- lega ef þau verða óttaslegin. Það er oft eins meö áfengisneyzlu og kynferðismál: það er reynt, að halda leyndu fyrir barninu, þvl sem skeöur I heimi hinna fUll- orðnu, en þá veröur þetta dular- fullt I augum barnsins og gerir það ennþá forvitnara. Það er oft vegna þess að trún- aðartraust er svo Htið á heimilun- um, að barnið kynnist fyrst áfengi gegnum félaga sina. Þaö er sjálfsagt algengast aö unglingar, já, kannski börn, fara að reyna þetta upp á eigin spýtur, I stað þess aö fá sina fyrstu reynslu heima hjá sér. Ef foreldrar neyta áfengis, þá eiga þau Hka að skýra það fyrir börnunum, hversvegna þau geri það. — Það eru þó ekki eingöngu foreldrarnir, sem ráða afstöðu barnanna til áfengis siöar meir? — Nei, en foreldrar ættu þó að geta ýmsu ráðið þar um. Segjum svo, að foreldrar fari I felur með áfengisdrykkju, þá er mjög sennilegt að börnin geri það sama slðar meir, þau geta jafnyel feng- ið einhverja sektarkennd I sam- bandi við áfengisneyzlu. Svo er Hka annað, sem taka verður til athugunar: ef börnin verða vör við að það sé notalegt og skemmtilegt, þegar fullorðna fólkið situr við glas, geta þau jafnvel fengið þá hugmynd, að það sé ekki hægt að skemmta sér, nema að neyta áfengis. Og ef foreldrarnir neyta áfeng- is, þýðir litið aö segja börnunum, að þau megi samt ekki gera það. Þegar börn eiga I hlut, er vald fyrirmyndarinnar yfirleitt mest. Orð eru gagnslaus gagnvart verknaðinum. — Hvernig fer fyrir börnum, sem koma frá heimilum, þar sem annaðhvort annað foreldranna eða bæöi eru drykkjusjúklingar? — Þau geta orðið fyrir miklu , tilfinningalegu áfalli, — eru eigin- lega dæmd til þess. Ég vann einu sinni á taugadeild á barnasjúkra- húsi. Mörg börnin, sem þarna voru, voru sjúk vegna ofdrykkju foreldranna og afleiöingum þess: ryskingUm, rifrildi og alls konar ósamlyndi. Þau börn höfðu aldrei séð vin haft um hönd I hófi, vissu ekki einu sinni að sllkt væri kannski mögulegt. Læknar og sálfræðingar deildarinnar komu sér þá saman um að reyna að losa börnin við óttann og sýna þeim að það væri ekki nauðsynlegt að vera með læti og yfirgang, jafnvel þótt áfnegisværi neyct. Það var ákveðið aö tveir sálfræðinganna létu börnin sjá, að þeir neyttu á- fengis og slðan fóru þeir að leika við bórnin. Strákunum, 12—13 ára, fannst þetta mjög sniðugt og töluðu um þaö lengi á eftir. — Er hægt aö nota áfengi, til aö auðvelda samband milli foreldra og barna, til þess að auðvelda sámræöur um vandamál? —'Nei, ég hefi yfirleitt ekki þá skoðun, aö áfengi sé til þess fallið að auðvelda nokkur vandamál, Vandamál, sem eru tekin til með- ferðar undir áhrifum áfengis, halda áfram að vera vandamál. Maður hefir það á tilfinningunni, aö ekki sé verið að reyna neitt I alvöru. Það er mjög sjaldgæft, að þessi mál séu tekin til athugunar daginn eftir, þegar áhrif áfengis- ins eru horfin. Maður opnar hug sinn og lokar honum svo aftur, eins og skel, þegar áhrifin eru ekki lengur til staðar. — Eru börn, sem koma frá heimilum, þar sem áfengi er haft um hönd að staðaldri, frekar næm fyrir notkun áfengis og fiknilyfja en önnur? — Það liggur I augum uppi, að þegár börn eru vön þvl að það sé nauðsynlegt að nota áfengi og pillur, fái þau sjálf þá hugmynd, að ekkert sé hægt að gera án þess. Það getur sannarlega orðið til þess, að þau verði háð efnum eins og áfengi og flknilyfjum. En ég held að raunverulega ástæöan fyrir ofneyzlu þessarra efna, eigi sér allt aörar og dýpri rætur, sem séu „innbakaðar" i hið nýtizku- lega iönaðarsamfélag sjálft. — En eitt vil ég taka fram að lokum. Það þarf mikið til, að for- eldrar geri börnin sin að of- drykkjusjUklingum. Það er alveg ljóst, að það verður enginn á- fengissjUklingur af þvi einu, að hafa bragðað áfengi heima hjá sér, eða vegna þess að foreldr- arnir neyti áfengis. Drykkjusýki á sér allt aðrar orsakir, segir barnasálfræöingurinn að lokum. CHfCÖLtRANÉ Framhald af bls. 21. nám. NU, 25 ára að aldri, hefur hUn átt eina litla plötu i fyrsta sæti ámeginlandinu,auk þesssem hUn hefur nýlega sent frá sér L.P. plötu. A þeirri plötu kennir margra grasa og hafa margir bent á áhrif frá Leon Russel og Elton John. HUn hefur hins vegár þvertekið fyrir allt slikt og sagði einu sinni m.a. að vegna þess aö á plötunni væri aö finna verk, sem sýndu greinilega klassisk áhrif og að Elton John sýndi greinileg merki áhrifafráklasslskri tónlist, þá þyrfti hUn ekki endilega að vera undir áhrifum frá Elton John. Eins er það með Leon Russel, hann leikur það sem kallaö hefur verið „gospel" rokk eða guðspjalla-rokk. A.m.k. eitt lag á þessari plötu Chi Coltrane flokkast undir slikt og þá segja menn, að hUn sé undir áhrifum frá Russel, sem er nátturulega tóm della. Litla platan hennar heitir Thunder And Lightning en stóra platan er samnefnd henni, Chi Coltrane. EDGAR WINTER Framhald af bls. 20. « Group og ber platan heitið, „They only come out at night". Myndirnar utan á umslaginu voru teknar af frægum tizkuljós- myndara, Francesco Scavullo. í upphafi var það ekki ætlunin að taka myndir af Edgar Winter, eins og þá, sem utan á umslaginu lenti, en svo vildi til að kona Edgars, Barbara, var viðstödd ljósmyndunina og þegar þær myndir höfðu verið teknar, sem 36 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.