Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 32
Þáttur i umsjá Jens Holse, garðyrkjumanns Blóm úti og irmi Þegar þér fáið blómvönd, er það eðlilegt að þér byrjið að dást að fegurð blómanna. Næsta hugsun- in hlýtur að vera, hvernig á að meðhöndla þau svo þau endist sem lengst? Það er í sjálfu sér nokkuð harðneskjulegt að skera plöntu af rót sinni, svo eðlilegt er að við gerum okkar bezta fyrir hana stðustu daga blómstrunar- tímans, þegar við viljum hafa hana í stofum okkar sjátéum okkur og öðrum til ánægju. Fyrsta skilyrði til að afskorin blóm endist vel er, að meðhöndla þau rétt. Finnið strax vasa sem hentar þeim, hann þarf að vera vel hreinn og setjið ferski, kalt vatn í hann. Þá eru það blómin sjálf: Þótt blómasalínn sé nýbúinn að klippa 'af stöngulend- unum, þarf alltaf að gera nýtt sá,~ réttáðuren blómin eru sett í vatn. Skrúfið því frá vatnshananum, takið beittan hníf, haldið stilkn- um undir vatnsbununni og skerið smábita af honum, síðan eru blómin sett í vasann. Seld eru ýmis efni undir ýmsum vörumerkjumtil að bæta í blóma- vatnið svo að afskorín blóm end- ist lengur. Sé þess konar efni ekki við hendina, eru þó til þau efni að jafnaði til á hverju heimili sem bjargast má með. Eru það strásykur og borðedik. Blandað þannig: 1 msk. strásykur og 1 msk. borðedik í 1 lítra af vatni. Sykurinn verkar sem næring fyrir blómin og edikið tefur fyrir sýklagróðri í vatninu. Annán hvern dag er vasínn þveginn og ný upplausn sett í hann. Þessi blanda verkar mis- jafnlega á mismunandi tegundir blóma, en yfirleitf endast jurta- kennd blóm (t.d. túlípanar) næst- um tvöfalt lengur en í venjulegu vatni, á trjákennd blóm (t.d. chrysanthemum og rósir) hefur þessi blanda eitthvað minni áhrif. Tóbaksreykur, gasreykur og útgufun frá ferskum, þroskuðum ávöxtum eru óvinir afskorinna blóma (etylen-myndun). Ef þau eru geymd á köldum og dimmum stað yf ir nóttina — helzt vafin í dagblaðapappir — eykst endingin enn. < J.H. -->s

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.