Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 29

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 29
[ Jerúsalem búa grískkaþólsk gettóum. þvi, að land okkar hafi örugg landamæri." Þeir taka ekki minnsta tillit til þess, að nábúar þeirra hafa sama rétt. Allon viðurkennir ekki, frekar en aorir Gyðingar að til sé neitt sem rétt- læti þjóðernisstefnu Araba. „Ef Palestinuarabar kæmu til min og segðust vera þjóð, myndi ég viðurkenna það fúslega. En þeir hafa ekki borið sig upp viö mig. „Þjóðarlaust land handa land- lausri þjóð." Það gengur ruddaskap næst, hve blindir Gyðingar sjálfir eru á þjóðernisstefnu sina. Feður sionizmans sömdu slagorðin: „Þjóðarlaust land handa land- lausri þjóö." Þeir höfðu aldrei komið til Palestinu. Innflytj- endurnir, sem settust að á eyði- mörkinni, héldu fast við þaö slag- orð. Blákaldur raunveruleikinn ógnaði hugmyndum þeirra um fyrirmyndarsamfélag, stéttlaust herralaust þjóöfélag. David Ben Gurion hamraði stööugt á þvi, að Gyðingar hefðu komið að óbyggi- legri eyðimörk. Það segir Daliah Lavi sjónvarpsáhorfendum og það læra israelsk börn i skólunum og trúa þvi. ir Gyðingar í eins konar Enginn virðist furða sig á þvi, aö 1,5 miljónir Palestinuaraba byggja Israel ásamt 2,5 milljónum Gyðinga. 1 vitund Gyðinga eru hálf önnur milljón Palestinuaraba, sem biða utan landamæranna, að mega flytjast aftur til Palestinu, ofbeldisseggir. Arabisku borgirnar og þorpin með arabiskum görðum, ara- biskum aldintrjám og arabiskum ökrum, sem voru lagðar undir tsrael 1967, hafa ekki megnað að hrista ævintýraljómann af Isra- elsþjóðinni. Til þess að auka á ævintýrablæinn eru ferðalangar og tónlistarmenn fluttir út & Sina- eyðimörkina. Enn meir áberandi er þó flutningur ungra Gyðinga i Jórdandalinn, þar sem Allon áætlar að byggja keðju varnar- þorpa til þess að tryggja hernaöarlegt öryggi Israels. Með nútima áveitutækni er steppunni breytt i frjósamt akurlendi. Enginn, sem þarna sezt að, er eldri en 25 ára. Foringi hópanna er aðeins 23 ára að aldri. Þeir lifa upp landnámsgleði feðra sinna af sömu ákefðinni og jafn vissir um eigið sakleysi. „Þetta var áður einskis manns land," segja þeir. Og um Arabana, sem beittu búfé sinu á þetta „einskis manns land", segja þeir: „Þeir horfa fuilir undrunar og virðingar á hvernig við nýtum gæði landsins." Ibúum þorpsins Aqraba, sem árhundruðum sman hafa ræktað korn á frumstæðan hátt, brá lika i brún. Gamall bóndi skýrir svo frá þvi sem gerðist i þann mynd, sem uppskerutíminn var að hefjast ifyrra: „Eitthvað nálgaö- ist i loftinu með óskaplegum hávaða. Þegar sólin settist var allt kornið brunnið." Israelsk flugvel hafði dreift eiturefnum yfir kornakrana, til þess að tryggja öryggi israelska rikisins. Þá um kvöldið voru aðgerðirnar lofaðar i Jerúsalem. Meirihluti Gyðinga hefur góða samvizku gagnvart Aröbum. Þeir sáu að minnsta kosti um að reisa nýja skóla og sjúkrahus á þeim landsvæðum, sem þeir tóku 1948. Arabisku frumbyggjarnir lærðu nýja áveitutækni og sáningarað- ferðir áí Israelsmönnum og siðast en ekki sizt lærðist þeim að aka Mercedesbifreiðum. Jafnvel á þeim svæðum, sem hernumin voru 1967, hafa lifsskil- yrðin batnað. Atvinnuleysi þekkist varla I flóttamanna- búðunum þar. Palestinuarab- arnir eru orðnir eftirsóttir verkamenn, gestir i sinu eigin landi. Israelsmenn krefjast ekki aðeins , þakklætis fyrir, heldur einnig hollustu við hentistefnuna. Þessa krefjast þeir lika af mönnum. sem fara A hverjum morgni frá flóttamannabúðunum á Gazasvæðinu til Jaffa, til þess að tina appelsinur af trjánum, sem þeir áttu einu sinni sjálfir. Stjórnmálamenn eins og Jigal Allon hafa þó töluverðar Söngkona fædd í Israel. Kaupmaður frá Rússlandi. Heittrúaðir Gyðingar við grátmúrinn. Stúdent í Tel-Aviv. áhyggjur af framtið Araba i Isra- el. Honum finnst jafn sjálfsagt og öðrum zionistum, að Israel verði Gyðingariki um alla framtið. Hann getur heldur ekki sætt sig við það, að i þessu Gyðingariki verði um aldur og ævi Araba- minnihluti, sem verði brátt að meirihluta vegna hárrar fæð- ingartölu. Aætiun Allons um arabiskt áhrifasvæði á vesturbakka Jórdan er óraunhæft bæði frá sjónarmiði innanrikis — og utan- rikispólitikur. Hinn hægrisinnaði Ezer Weismann álitur áætlun Allons í fyllsta máta kjánalega: „Slikt verður aldrei fram- kvæmanlegt. Ég var stimplaður fasisti, þegar ég sagði fyrir nokkrum árum, að vesturbakkinn yrði israelskur. Nú hefur, guði sé lof, Moshe Dayan séð að það er óhjákvæmilegt. „Weizmann Framhald á bls. 37 28. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.