Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 42

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 42
stlgvélunum. Mannsins sem ég bjó með á litla býlinu okkar. . . og stundum sakna ég sjómannsins, berfætta sjómannsins i lörfunum. Sjómannsins, sem baröist með mér fyrir lifi barnanna okkar. Var einhver að tala um hug- rekki? Nú þarfnast ég hugrekkis til þess að aðlaga mig nýjum að- stæðum. Stundum efast ég um að ég hafi það til að bera. Eg efast um að nokkur trui mér, en það kemur fyrir að ég óski mér þess að vera aftur komin á flekann til þess að finna aftur þá eindrægni sem þar rikti". ÉLfÁSMAR" Framhald af bls. 18. talar og skrifar rétt eða fer með ambögu. Fjölmargt i töluðu og rituðu máli lýtur fyrst og fremst lögmál- um smekks, en ekki einhverra þekkingaratriða einvörðungu. A þetta verður aldrei lögð of rik áherzla. Og hlutverk islenzku - kennara er að minu viti fyrst og fremst það að glæða málsmekk nehienda sinna, beinlinis sýna þeim með margbreytilegum og óteljandi dæmum hvernig beiting islenzkunnar skiptir meginmáli. um gildi hennar sem tjáningar- forms; siðan má stafsetning skipa annan sess, þótt mikilvæg sé. Greinarmerkjanotkun getur i þessu tilviki verið nærtækara atriði en karp um það, hvort skrifa skuli y og z, svo dæmi sé nefnt. Kommusetningin, eins og hún er i dag samkv. lögunum, er að minum dómi óhæf, i senn flókin i framkvæmd og klúöursleg i áferð, enda setningafræðin sem slik eitthvert leiðinlegasta atriði islenzkunáms ab dómi langflestra nemenda og mætti að skaðlausu takmarka mjög kennslu á henni i unglingaskólum. Meö glæddum smekk og tilfinningu fyrir eðli ritaðs máls, takmörkum þess og f jölbreytni i senn, má að likindum fá t.d. meginþorra alls skólafólks til að tileinka sér þá hóflegu not- kun kommu og annarra greinar- merkja sem geri það alltént sendibréfsfært £¦ og fært um að sjóða saman skammlausar nöldursgreinar i dagblöðin. Þá er strax mikið fengið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að einstöku rithöfundar viðhafa aðra stafsetningu og greinarmerkja-*.' en lögboðin er, og mun Halldór Laxness vera þar hvað þekktast og áhrifarikast dænii. En rétt er að taka fram, að sérstæð beiting Halldórs og annarra höfunda á tungunni stafar hvorki af linkind né eftir- látssemi við sjálfan sig, og þaðanafsiður af slóðaskap eða vanþekkingu. Orsökin er einmitt hið gagnstæða. Og engum er ráð- legt að tileinka sér slika sérvizku án þess að vita til fulls hvað hann er að gera. Víðtæk kunnátta á sögu tungunnar og bókmenntum þarf að liggja til grundvallar, áður en menn geta leyft sér að gera tilraunir með málið eða' vfkja út af vörðuðum vegi þess; það sem meira er: menn verða að kunna að forðast aðrar þjóð- tungur rétt, til þess að útkoman verði ekki i skötuliki. Einatt er að þvi vikið að tungu- mál standi ekki i stað og beinlinis geti þaö ekki; slíkt sé heldur ekki æskilegt. Satt er þaö. Sum tungu- mál hafa svo rækilega forðazt að standa i stað, að þau eru með öllu glötuð fyrir löngu. Dæmin eru nóttinni svartari úr sögu margra þjóða, jafnvel flestra. Ekki æski ég þess fyrir hönd islenzkunnar, aö við rösum um ráð fram í þvi efni að bylta um móðurmálinu. Ég fae ekki séð aö viö fengjum i aðra hönd neitt sem akkur væri i fyrir menningu okkar, þjóðernis- tilfinningu, söguskilning eða heil- brigðan metnaö. Ætli stafsetn- ingarhringl i þágu „einföldunar", grundvallað og miðað við þekkingarskort, daufingjahátt og vangetu, en til þess gert að þóknast þeim sem latastir eru við að vanda málfar sitt og miöur færir um að hugsa rókrétt, sé ekki það sem islenzk menning slzt af öllu þarfnast um þessar mundir. Nýyrði eru góöra gjalda verö, einkum ef þau takást vel, og þau eru beinlinis nauðsyn i fjölmörg- um tilvikum þar sem islenzk tunga hefur enn ekki numið svo land sem skyldi (i tæknimáli, heimspeki- og Iþróttamáli t.d.), og jafnvel einstök tökuorö úr erlendum málum geta veriö rétt- lætanleg ef þau eru sveigð undir aga islenzks máls og falla vel að lögum þess. Spurt er hvort menn séu hlynntir þvi eða mótfallnir aö rita y og z. Hvað mig snertir vil ég svara þvi til, að ég vil eindregið halda - þeim rithætti sem verið hefur varðandi þá bókstafi báöa, en ef visir menn telja einhverja þjóðarnauðsyn að varpa öðrum hvorum þeirra fyrir róða, þá held ég að siður væri eftirsjón að zetunni. Hitt finnst mér skjpta minna máli hvort menn skrifa t.d. söngur eða saungur, Eyjabátar eða eiabátar. Ég hef t.d. aldrei séö neina skynsemi I þvi að skrifa þjóðaheiti með upphafsstöfum. Svo dæmi sé nefnt þykir mér fara ágætlega á þvi að skrifa breti með litlum staf: STEFAIT HALLDORSSON Framhald af bls. 19. þvl að kenna því stafina og vand- lega útskýrt, hvaða hljóö hver stafur standi fyrir. Siðan fer þaö að læra réttritun -sem oft bannar einmitt, að vissir stafir séu notað- ir fyrir þau hljóð, sem þeir i reynd tákna. Tökum t.d. orðið segja. Hinn eðlilegi ritháttur þess með tilliti til framburðar er seija. En barninu er harðbannað að nota hann! Þetta er til þess eins fallið að rugla barnið illilega og fylla það vantrausti á sjálfu sér, hvað réttritun snertir. Þetta barn kemst e.t.v. seint yfir það áfall, sem þaö verður þarna fyrir, og viðbúið er, aö alla ævi finni það til vanmetakenndar og sé tregt til skrifta. Tungumál er tæki mannsins til að koma hugsunum sinum á framfæri við aðra menn. í raun og veru er nákvæmlega sama hvernig málið er — framburður- inn, orðavalið o.s.frv. — ef það aðeins fullnægir þvl skilyrði, aö hlustandinn skilji hvað hinn er að segja og meina. Ég geri ekki ráð fyrir róttækum breytingum á stafsetningunni á næstunni af hálfu þessarar nefnd- ar, en mér finnst bráðnauðsyn- legt að losa okkur a.m.k. við öll aukatákn fyrir eitt og sama hljóö- ið: .það er alveg nóg að hafa ein- falt i fyrir hljóðið i— ypsilonið er óþarft: það er alveg nóg að hafa s — zetan er óþörf. Þótt ekki yröi nema sú breyting, að þessir tveir stafir hyrfu, þá væri það merki- legur áfangi. (Að lokum: Starfs mins vegna mun ég halda mig viö gamla rit- háttinn, þar til nýjar reglur koma — og reglur eru einu sinni reglur, til þess settar að fyrirbyggja glundroða og hringavitleysu.) snúast oft fyrir krökkum. Eina leiðarljós I þeim villum er, að ekki ber að skrifa stóran staf i þeim orðum sem sk er i. Sem sagt Dani með stórum staf og danskur m'eo litlu. Frekar órökrétt. JONS. GUÐMUNDSSON Framhald af bls. 18. myndir, einkum I sagnorðum. Allt á þetta að vera til þess að „létta" íslendingum stafsetn- ingu, en þeir, sem viö islenzku- kennslu hafa fengizt og öðlast nokkur kynni af nemendum, eins og þeir eru upp og ofan, gera sér alveg ljóst, að ýmis önnur stafsetningaratriði en nefnd eru I erindisbréfinu valda mörgum engu minni erfiðleikum. Gildandi stafsetning hefur marga kosti, miklu fleiri en gallana að mlnu viti. Hiin er rökrétt, sjálfri sér samkvæm og slðast, en ekki slzt, glæðir hún áhuga á — og skýrir — uppruna orða og skyldleika þeirra, þ.e. á sinn þátt I að þroska almenna málkennd. Veitir sannarlega ekki af nú á dögum. HJORDÍS SMITH Framhald af bls. 19. Ef gefa ætti málið frjálst, tel ég sterkar likur á, aö fljótlega myndist jafn margar tegundir stafsetningar og Islendingar eru margir. Stafurinn é kemur mér spánskt fyrir sjónir. Af hverju eru orðin Jesú, Jens og jeppi ekki skfifuð Ésú, Éns og éppi? SIGRIÐUR RAGNA Framhald af bls. 18. Nýjar reglur um þá gætu jafnvel orðið flóknari en núverandi regl- ur. Ég tel, að við getum hætt aö skrifa stóran staf I þjóðaheitum og þvl Hku. Reglur um sllkt ÞÓRÐUR JONSSON Framhald af bls. 19. sem nauðsynlegt er að hafa hana, eigi hin rökrétta uppbygging málsins að njóta sln. Ypsilon-reglur þyrfti aö gera rókréttari og leggja það niður i þeim orðum, þar sem tilvist þess er réttlætt með tilvisun i gotnesku eða allsendis óréttlætt. Hvort rita beri tvöfaldan sam- hljóða á undan einföldum er I raun afarómerkilegt atriöi. Ég bendi á, að á fyrstu áratugum aldarinnar var aldrei ritaður tvö- faldur samhljóöi á undan einföld- um, en þvi var slðan breytt I nú- verandi horf, og fæ ég ekki betur séð en þau rök, er hnigu að þeirri breytingu, séu enn I fullu gildi. Að lokum vil ég taka fram, að ég tel ákaflega vltaverða leti að nenna ekki að læra rétta stafsetn- ingu móöurmáls sins. Islenzka er erfitt mál, þvi stoðar ekki að neita, en ef við ætlum að leggja á okkur að vera Islendingar verð- um við að læra Islenzku. .EDDA ANDRESDOTTtR Framhald af bls. 17. skoðunin sennilega.eftir öllu áð dæma, ekki að öllu leyti sú sama i 'dag. Þaö var reyndar fyrst, þegar settar voru fyrir framan mig tvær greinar, önnur á Islenzkunni, eins og viö lærum hana og þekkjum I dag, og svo hin, liklega á „ný-Is- lenzku", ef svo má að oröi kom- ast, að ég gerði mér fyllilega grein fyrir, hvað um væri að ræða, hvaða breytingum staf- setningin tæki og hvernig ritmálið yrði I sjón. Fyrstu viðbrögöin eru sjálfsagt eðlileg. — Mér fannst þetta jú nokkuð skritiö! — Þarna eru mörg orö, sem mér finnst all miklu fallegri á prenti eins og stafsetning þeirra tlðkast I dag heldur en þau kæmu til með að veröa með þessum breyting- um. Þar er þó aðeins um vana að 42 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.