Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 15
SÍÐAN SÍÐAST SAMMY DAVIESheldur upp á afmæliö sitt. Sammy Davies varö nýlega 47 ára og þá hélt hann upp á afmælið meö nokkuð nýstárlegum hætti: allrir gestirnir áttu að klæða sig sem börn. Til að heiðra Sammy komu Tina Sinatra og Wes Ferrel vinur hennar i negragervi, en barnalegust var Sally Struthers, sem leikur i sjónvarps- þáttunum ,,Undir sama þaki". Sammy er nú skilinn við sina sænsku, ljóshæðru konu og kvæntur Altovise, sem lika er þeldökk. DIANA RIGG, enska leikkon- an, sem við munum vel eftir i hlutverki Emmu Peel. Hún segist ekki vera hjátrúarfull. Ég myndi, til dæmis, ekki hika við að taka við þrettán þúsund dollara ávisun með vinstri hendinni, þótt ég stæði undir stiga, föstudag þann 13. og svartur köttur væri að væflast um fæturna á mér. WALDEMAR WOHLFAHRT heitir hann réttu nafni þessi ljóshærði leikari. Hann hefir nú verið að leika i kvikmynd á Spáni. Það hefir reynst svo erfitt að bera fram nafnið hans, svo hann hefir breytt þvi og gengur nú undir nafninu Wal Davies. Kvikmyndin heitir „Blóðugt sumarfri" og_ Adele Thauler leikur á móti honum, en hún er eiginkona leikarans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.