Vikan

Tölublað

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 31

Vikan - 12.07.1973, Blaðsíða 31
Pylsa og pólskt blómkál 2 blómkálshöfuð salt, 1/2 — 1 reykt medisterpylsa smjör, 2 harösoðin egg 3 msk. rasp steinselja brauð. Sjóðið blómkálið meyrt i saltvatni og látið renna vel af þvi. Skerið pylsuna i þykkar sneiðar og steikið létt i smjöri. Setjið blómkál og pylsur í fat og haldið þvi heitu Blandið söxuðum harðsoðnum eggjum með steinseljunni og setjið yfir blómkálið. Brúniö siðan raspið i 3-4 msk. af smjöri og stráið yfir. Berið fram með brauði. Kaviartómatar 4 meðalstórir tomatar. salt 1-2 smurostar 1/2 msk. rifinn laukur 2 msk. rjómi ¦ 1 msk. söxuð steinselja 1 litið glas kaviar 1 sitróna Skerið lok af tómötunum og holið þá að innan. Stráið salti innan i þá. Merjið ost- inn með gaffli og hrærið lauknum saman við. Saxið tómatlokin smátt og blandið saman við , skiptið ostakreminu i tómatana og fyllið siðan með kaviar. Berið fram með 1/4 úr sitrónu. Salatréttur 1/2 kg. kartöflur 1 litið blómkál 1 salathöfuö 1/2 agúrka 4-5 tómatar 1 lltil aspasdós 125 gr. sveppir 1 ds. sýrður rjómi rjómi eða mjólk salt, pipar, paprika graslaukur Sjóöið flysjaðar blómkálshrislurnar. kartöflurnar og Látið renna vel af þeim. Grænmetið skorið og hreinsað vel. Setjið grænmetið á þvegin og klippt salat blöðin og- blandiö saman sósu af sýröum rjóma , sem hræra má upp með dál. mjólfc eðá rjóma og bragða til með kryddi og ' söxuðum graslauk. RETTIR <

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.