Vikan


Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 5

Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 5
Á gelgjuskeiðinu öðlast unglingurinn meira og meira sjálfstæði, hann fer að verða óháðari foreldrunum og hann vill hafa sínar skoðanir um lífið og tilveruna og fá að lifa sínu lífi að einhverju leyti sjálfur. Sjálfstæðisbarátta unglinga fer oft saman við lifskreppu sem foreldr- arnir eru í. Foreldrarnir eru yfirleitt um og yfir fertugt. Þeir eru gjarnan á tímamótum í ævi sinni. Þeir hugsa um hvort þeir séu á réttri hillu í lífinu og hvort lífið hafi orðið eins og þá hafði dreymt um. Þegar foreldrarnir verða varir við að börnin halda því fram að þau séu að verða fullorðin eru þeir minntir á að lífið heldur áfram og þeir eru að eldast. Mótmæli og árásir unglinganna koma oft við veika punkta hjá foreldrunum og veikja sjálfstraust þeirra. Að breyta foreldravaldinu Foreldrar bregðast yfirleitt illa við mótmælum unglinga. Þeir verða líka hræddir af þvi að þeir finna að gamlar aðferðir duga ekki lengur til þess að fá barnið yfir á sitt band. Unglingurinn er orðinn færari um að standa gegn valdbeitingu, hann lætur ekki kúga sig lengur. Unglingurinn hefur sjálfur fengið völd í hendur, hann getur sjálfur farið að refsa og umbuna foreldrunum að vild. Hann er ekki eins háður umbun og refsingu foreldranna, hann hefur öðlast meiri möguleika en áður til þess að fullnægja þörfum og óskum — óháð foreldrunum. Það er full ástæða til að ætla að mótmæli unglinga gagnvart foreldrum séu að miklu leyti háð þeim uppeldis- aðferðum sem börn hafa verið beitt áður en þau komust á unglingsár. Því meira vald sem foreldrarnir hafa notað, þeim mun meiri mótmæli. Ef börn hafa ekki verið beitt miklu valdi í uppeldi og verið raunverulegir samvinnuaðilar við for- eldrana, hafa þau hreinlega ekki þörf fyrir að mótmæla eins miklu eins og þeir unglingar sem hafa verið beittir miklu valdi. Foreldrar nota hins vegar ekki vald- beitingu i uppeldi af því að þeir séu svo slæmir. Þeir gera það yfirleitt af því að þeir vita ekki betur, af því að þeir kunna engar aðrar aðferðir. Foreldravaldið reynist hins vegar mörgum erfitt og vald elur gjarnan af sér meira vald. Þess vegna gripa líka margir foreldrar til þess að slá börn þegar aðrar aðferðir duga ekki. Það veldur síðan samviskubiti og gremju yfir að aðrar mildar aðferðir dugðu ekki á barnið. En foreldravaldið dugar oft ekki lengur en fram á unglingsár, þá missir það áhrifamátt sinn. Mótmælum unglinga er oft aðeins hægt að breyta með raunverulegri samvinnu við þá. Samvinnu þar sem hvorugur aðilinn þarf að nota vald- beitingu til þess að fá vilja sinum fram gengt. 2. tbl. Vlkan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.