Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 18
Sönn frésögn
FÖRUNAUTUR ÞEIRRA
VAR DAUÐINN
Alein í
auðninni
Víð vorum þijú í l'rtíu flugvélinni, sem brotienti
aðeins nokkra metra frá fjallsbrúninni. Nú var ég
ein eftir. Jean dó nokkrum klukkustundum eftir
óreksturinn, Jay þraukaði af nóttina með mér, en
í dögun tók dauðinn hann einnig í náðarfaðm
sinn. Enn sá ég engin merki þess, að leit vœri
hafin að okkur. Og ég gat ekki hugsað mér aðra
nótt á fjallinu. Ég varð að komast niður fjallið,
niður í dalinn, þar sem mér yrði aftur hlýtt.
baröist hetjulega gegn löngun
minni að lita niður fyrir mig, því að
öllum Ukindum væri það mér ekki til
góÖK að sjá til hlitar, hvílíka hættuför ég
hafði tekist á hendur. Ég reyndi að
hugsa ekki of mikið um það, þar sem ég
hékk utan í þverhníptum fjallstindinum
. . . eina lifandi veran i þessari ísköldu
auðn. Ég kæmist þetta aldrei! Og þó
mjakaðist ég áfram niður. Einhvern
veginn í ósköpunum mjakaðist ég niður
andlit fjallsins.
Hláturinn bergmálaði í auðninni
Ég hafði ekki hugmynd um, hversu
langt ég hafði þokast, en eftir um það bil
klukkutima klöngur varð ég þess vör, að
brattinn var ekki alveg eins mikill. Ég
leit i kringum mig og sá, að þetta var rétt
athugað. Ég hafði nú fikrað mig þó
nokkurn spöl niður á við eftir stein-
nibbum, sem stóðu upp úr snjónum með
vissu millibili, og nú sá ég nýja leið til að
komast að næstu steinnibbu. Ég hélt
pilsinu þétt um lærin, settist á hjarnið og
renndi mér að næstu nibbu. Það var ekki
hættulaust, og í fyrstu atrennu lá við, að
ég rynni framhjá, en á siðasta augnabliki
gat ég þrifið utan um nibbuna og ríg-
haldið mér. Ég heyrði hlátur minn berg-
mála í auðninni.
Brátt stóð ég upp og hélt áfram að feta
mig niður á við. Stigvélahælarnir brutu
hjarnskurnina, og stundum sökk ég í
snjóinn upp fyrir hné. Það var ekki nota-
legt að finna stígvélin fyllast af snjó, en
það var tilgangslaust að stansa til að losa
þau, þau fylltust alltaf aftur.
Kuldinn angraði mig reyndar ekki
lengur. Veður og færi sem þetta hefði
áreiðanlega getað freistað margra skíða-
manna, og mér var alls ekki kalt, ef ég
var á stöðugri hreyfingu.
Hefði flugvél flogið yfir í þessu, hefði
flugmaðurinn ef til vill komið auga á
dökkan díl, sem hreyfðist örhægt. Og
kannski hefði hann hugsað: „Hvað í
ósköpunum er kvenmaður í pilsi og
háhæluðum stígvélum að gera hér, og
hvern fjandann er hún að fara?
Og ég hefði hlegið og veifað eins og
vitlaus manneskja, og kannski hefði ég
jafnvel æpt til hans: Ég er á leiðinni
heim, kunningi! Égerá ieiðinni heim'.
Það kom bara engin flugvél. Það var
langt liðið á morguninn og enginn var
farinn að leita að mér. Eða svo hélt ég.
Kaldur snjórinn linaði sársauk-
ann
Nú voru áreiðanlega liðnir nokkrir
klukkutímar, og ég hafði ekki einu sinni
þokast helming þess hluta leiðarinnar,
sem snjór lá yfir. Ég var orðin þreytt í
fótunum, þreytt á snjónum í stíg-
vélunum. Ég settist á stein til þess að
hvíla mig stutta stund og horfði þreytu-
lega í kringum mig. Þá sá ég þau.
Þau stóðu þarna í snyrtilegri röð undir
klettunum skammt frá mér, lítil, falleg
hús, rauðmáluð timburhús. Þetta hlaut
að vera nýreistur skiðabær, hugsaði ég.
Ég þaut upp, gripin miklum æsingi, og
hraðaði mér sem mest ég mátti I átt til
húsanna. Áður en ég vissi af, sökk ég
djúpt i snjóskafl. Snjórinn lagðist að
mér, og ég lá kyrr um stund, því kaldur
snjórinn linaði sársaukann í fótum
mínum. Svo kraflaði ég mig út úr
skaflinum og hélt áfram, knúin hugsun-
um um það, sem biði min, þegar ég næði
til húsanna. Yrði ég að brjótast inn í
þau? Yrði þar fatnaður handa mér og
eitthvað að borða?
Eigin frásögn Laur-
enar Eldon af flug-
slysi, sem hún lenti
f ásamt tveimur öðr-
um, og þeim ógn-
um, sem á eftir
fylgdu.
Þá kom ég auga á hann og snar-
stansaði. Karlmaður með sítt, Ijóst hár
stóð og teygði úr sér á veröndinni við
stærsta húsið. Hann var í hvítum slopp.
sem bylgjaðist um hann.
„Halló!” hrópaði ég andstutt. „Ég
lenti í flugslysi. Ég þarfnast hjálpar."
Hann hreyfði sig ekki. Ég sá, að stór,
svartur kross hékk um háls hans. Ég
vissi ekki, hvað ég átti að halda. Þá rann
upp fyrir mér, að þetta var stytta. Ég
hafði séð svona styttur i Alpa-'
fjöllunum, en þar eru þær reistar á
stöðum, þar sem einhver hefur farist eða
bjargast úr slysi.
Ég sá sleðaför um allt, slóðirnar
skárust hvað eftir annað. Börn höfðu
verið þarna að leik nýlega. Ég heyrði
jafnvel til þeirra. Ómurinn af hlátrum
þeirra barst til mín eins og klukkna-
hljómur.
Það var svo ótrúlega dásamlegt að
finna þessi hús þarna. En hvar var
vegurinn? Það hlaut að vera vegur. Ég
stansaði, þegar ég kom að fyrsta húsinu.
Ég stóð þar lengi og neri höndunum
um kaldan klettinn. Það var ekkert hús,
aðeins klettur. Ég deplaði augunum.
Engin hús, engin stytta, engin börn.
Þegar ég snerti kletttinn, hurfu húsin
sjónum.
Húsin höfðu aðeins verið til i hugar-
heimi minum, ég hafði búið þau til. Ég
hafði séð það, sem mig langaði til að sjá,
og það hafði verið stórkostlegt, en það
hafði bara ekki verið raunverulegt.
Sjálfsöryggið hafði beðið hnekki
Slíkar tálsýnir birtust mér öðru hverju
á langri og erfiðri göngu minni niður
fjallið. Ég reyndi að láta þær ekki villa
mér sýn. Ég reyndi að líta landslagið
raunsæjum augum, en ég leitaði stöðugt
að einhverju merki um mannlegt líf,
vegi, göngustíg ... einhverju.
Sjálfsöryggi mitt hafði beðið hnekki.
Tilfinningin í höndum og fótum hafði
dofnað af stöðugri snertingu við snjóinn
og grjótið, og mér gekk verr en áður að
finna hand- og fótfestu.
Um það bil tveimur klukkustundum
síðar hafði ég lagt bratta fjallshlíðina að
baki og var komin niður í gil, en enn
virtist mannabyggð órafjarri. Ég kom að
SÍÐASTI HLUTI
X8 Vlkan X. tbl.