Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 31
Opnuplakat
Bandaríska hljómsveitin The Knack
FLYTUR EINFALT ROKK
FYRIR TÁNINGA
The Knack er ein þeirra
nljómsveita, sem komu fram á
sJOnarsviðið á síðasta ári. Hún
Jr^di frá sér LP plötuna Get
,e Knack og af henni komust
FVÖ ofarlega á vinsældalista.
<Jrst skal frægt telja My
arona, sem trónaði á toppi
andaríska vinsældalistans
1 'nm saman. Síðar var lagið
°od Girls Don’t gefið út á lítilli
°tu. það náði ekki jafnmiklum
‘nsældum, þó að það sé síst
Verra lag.
Tónlist The Knack er
einföld og dálítið hrá, en á þó
ekkert skylt við nýbylgju og
pönk. Miklu fremur minnir
hún á tónlist ensku hljómsveit-
anna, sem blómstruðu sínu
fegursta um árið 1965. í þeim
hópi eru Beatles, Small Faces,
Rolling Stones, Who og margar
fleiri. Hætt er við því að þeir sem
helst hlusta á jass eða þróað rokk
heyri ekki margt við sitt hæfi hjá
Knack. Enda er staðreyndin sú
að tónlist hljómsveitarinnar
höfðar fyrst og fremst til
táninga.
Yrkisefnin í lögum Knack
eiga einnig betur við táninga en
flesta aðra. Sigurjón Sighvats-
son, sem skrifaði um The
Knack í Dagblaðið á dögunum,
komst svo að orði:
„Flest lög The Knack fjalla
um smápíur. Píur, sem gera það
eða gera það ekki, vilja það eða
vilja það ekki. í sjálfu sér getur
það verið allt í lagi að syngja um
smápíur; í það minnsta hafa
rokkhljómsveitir gert svo um
áratugaskeið. Hins vegar má
öllu ofgera og virðist svo sem
Doug Feiger aðalsöngvari og
lagasmiður sé orðinn fullgamall
fyrir svona nokkuð.”
Ekki er VIKUNNI kunnugt
um, hvort ný plata er á leiðinni
frá The Knack. Sú plata ætti hins
vegar að leiða í ljós hvort hljóm-
sveitin var aðeins ein af loft-
bólum síðasta árs eða hvort
hún á framtíð fyrir sér með
táningatónlistina sína.
2. tbl. Vikan 31