Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 24
Smásaga
matinn og þvo upp sjálf. Ég er svo glöð,
þegar þér líður vel, Arnold.
Ég sneri mér við og horföi á hana.
Mér fannst ónotalegt, hvað hún var
nálægt mér, en hún stóð þarna og
hvíslaði. Ég horfði inn í þessi dásamlegu,
dimmbláu augu hennar, og mér fannst
ég greina í þeim gula depla. Tvo litla,
gula depla í djúpi augna hennar. Það
hlýtur að hafa verið einhvers konar
endurspeglun. En í fyrsta skipti
geðjaðist mér ekki að augum hennar.
E.NN morguninn fór ég snemma á
fætur. Ég tók veiðistöngina, því ég hafði
tekið það í mig, að ég ætlaði að prófa
March Brown Silver við sólarupprás. Ég
fór eins hljóðlega og ég gat — til þess að
vekja ekki Evu-Lisu — en hún vaknaði
nú samt, og hún fór undir eins á fætur
og kom með mér. Eitt kvöldið beið ég
fram á miðja nótt til þess að prófa Zulu.
Eva-Lisa elti mig. Röddin hennar elti
mig.
Hún talaði um, hvað við ættum gott.
Og í haust, þegar yfirlæknisstaðan
losnar, þá færð þú hana kannski,
Arnold, þú ert hæfur til að gegna henni,
og þú ert búinn að starfa nógu lengi á
deildinni, ég mundi ekki taka mér það
nærri — jú, annars, kannski svolítið —
þótt doktor Larsen yrði tekinn fram yfir
þig, en mér er alveg sama, Arnold, i
alvöru talað, aðeins ef þú ert ánægður
og líkar við þitt starf, Arnold ...
— Já.sagði ég.
Og svo gerðist það eitt kvöldið.
Við gengum heimleiðis, nánast á flat-
lendi. Hún gekk á eftir mér. eins og
venjulega, eins og hún hafði gengið dag
eftir dag og kílómetra eftir kílómetra í
alls konar landslagi. Þá heyrði ég, að
hún stundi. Ég sneri mér við og sá, að
hún hafði dottið. Ég losaði mig við
bakpokann og gekk til hennar. Vinstri
ÞÖGNIN
fótur hennar var fastur í rótarflækju, og
hún hafði fallið fram yfir sig, svo að
fóturinn hafði snúist næstum heilan
hring. Ég gat ekki losað hann, og ég vissi
ekki, nema ökklinn væri brotinn. Ég tók
upp hnífinn og skar á rótarflækjuna.
Svo lét ég bakpokann liggja og bar
hana heim.
En ökklinn var ekki brotinn, hann var
undinn, og ég var nokkuð viss um, að
liðband hefði slitnað. Hún gat ekki stigið
í vinstri fótinn. Ég hjálpaði henni að af-
klæðast og vafði ökklann. Ég gaf henni
eina nembutal þetta kvöld — bara eina
— því ég er mjög varkár gagnvart vana-
bindandi lyfjum. Hún sofnaði.
Að svo búnu kveikti ég upp i arninum
og sat þar — ég veit ekki hversu marga
klukkutíma. Friðurinn i kringum mig
var svo takmarkalaus. að mér fannst ég
eiginlega ekki hafa efni á þvi að fara í
rúmið og sofna burt frá þögninni.
N ÆSTA morgun var ökklinn og
fóturinn og tærnar eins og við mátti
búast, næstum óþekkjanlegur óskapn-
aður, og ég vissi, að smám saman yrði
fóturinn prýddur öllum regnbogans
litum. Ég bjó um hann á nýjan leik og
gaf henni tvær dispril. Svo fór ég út að
veiða til hádegisverðar.
Þögnin i kringum mig var stórfengleg.
Það var einkennileg tilfinning, mikil og
góð og sérstök og nýfengin tilfinning.
Takmarkalaust frelsi.
Ég gekk heim og tilreiddi hádegisverð,
en hún vildi ekkert þiggja. Hún bað bara
um stóra krús af tei. Ég fékk mér því
sæti I eldhúsinu og snæddi hádegis-
verðinn einn. Um leið hitaði ég vatn í
teið hennar. Ég hellti upp á teið I stóra
hitakönnu. Svo teygði ég mig upp á hillu
fyrir ofan borðið, þar sem saltkrúsin og
sykurkrúsin standa hlið við hlið.
Og nú kem ég að þvi, sem er svo erfitt
að útskýra, því ég skildi ekki, hvað var
að gerast. Og ég skil það ekki enn. Ég
held, að ég hafi fengið hugmynd, um leið
og eitthvað útilokaði meðvitund mina,
eða kannski við ættum að kalla það
tilfinningalíf mitt. Ég teygði höndina
upp á hilluna. Og ég veit, hvað ég gerði.
Enda þótt ég skildi það ekki. Og ég hef
hugsaö mikið um, hversu skipulega ég
gerði þetta, án þess þó að hafa nokkru
sinni skipulagt það. Það var eins og ein-
hver önnur manneskja tæki völdin.
Ég tók niður saltkrúsina og jós fjórum
skeiðum af salti i teið hennar. Ég
skrúfaði lokið á hitakönnuna og notaði
afganginn af vatninu í uppþvottinn. Ég
setti hitakönnuna á borðið við hliðina á
rúminu hennar og bolla þar hjá. Hún lá
og mókti.
Svo gekk ég tveggja tima leið til næsta
nágranna — lítið gistiheimili með síma
— og hringdi til doktors Larsens á
sjúkrahúsinu.
— Eva-Lisa er með snúinn ökkla.
sagði ég. — Ég held lika, að hún sé með
slitin liðbönd. Ég segi þér þetta í öryggis-
skyni, ég gæti svo sem líka orðið fyrir
þvi að fótbrotna. Ég hringi svo aftur á
föstudaginn, og ég er búinn að láta vita
af því hérna, að við erum alein.
— Þetta var leitt að heyra, sagði
doktor Larsen. — Svona í miðju fríinu
þinu. En það eina, sem hún getur gert,
er að halda alveg kyrru fyrir. Það er
gott, að hún hefur þig til að líta eftir sér.
EGAR ég kom aftur til baka, sat
hún uppi i rúminu. Hún virtist með hita,
en við því mátti búast samfara bólgunni
í fætinum. Augu hennar voru stærri en
venjulega.
— Þú hefur tekið misgrip, Arnold ...
ég er svo þyrst — þú settir salt i teið i
staðinn fyrir sykur. Get ég fengið svolít-
ið vatn?
— Ég verða að sækja vatn, sagði ég.
— Ég gleymdi að fylla föturnar, áður en
ég fór.
Svo tók ég fötumar og grindina og
gekk út. En það var svo lítið vatn i
lindinni, að ég gekk niður með læknum
og niður fyrir garðinn, þar til ég kom
að vatninu. Þar missti ég aðra fötuna.
Ég hlýt að hafa haldið vitlaust á henni,
þvi að skyndilega — um það bil sem hún
fylltist alveg — rann hún úr hendi mér
og sökk eins og steinn. Hina fötuna tók
ég með mér heim. Ég fyllti glas og setti
eina skeið af salti út í. Afganginum af
vatninu hellti ég i uppþvottabalann og setti
sápu út í.
Hún tæmdi glasið i einum teig. Svo
stækkuðu augun í henni — þau virtust
helmingi stærri en venjulega.
— Þú . . . þú gerir þetta með vilja . .
sagði hún.
Ég lokaði dyrunum á milli stofunnar
og svefnherbergisins, þegar ég gekk út.
Eg fór út að veiða. Það var dimmt,
þegar ég kom heim. Ég lagði mig i
stofunni og sofnaði undir eins. Mér
heyrðist hún hrópa einu sinni — en það
hefur eflaust verið misheyrn. Seinna um
nóttina vaknaði ég við, að hún gekk yfir
stofugólfið. Gekk er nú fullmikið sagt,
hún reyndi að hökta, svo skreið hún út í
eldhúsið. Ég lét sem ég svæfi. Ég hafði
gleymt að fylla vatnsfötuna fyrir
nóttina. Ég heyrði, að hún grét, eða
kannski héltég þaðbara.
Þegar ég kom heim næsta dag, fann
ég hana niðri við garðinn. Ég sá slóðina í
grasinu. þar sem hún hafði hökt. skriðið
og dottið. Hún var meðvitundarlaus. Ég
lyfti henni upp og bar hana inn i húsið.
Þegar ég fór út siðdegis, læsti ég
dyrunum. Hún gæti ofkælst og fengið
lungnabólgu, ef hún færi út.
Ég var ekki alveg viss um, hvaða
dagur var hverju sinni. Ég átti að
hringja til doktors Larsens á föstudag.
Ég veiddi, sótti vatn, bjó til mat, þvoði
upp og færði henni mat, te og vatn. Hún
snerti aldrei matinn. En það kom fyrir,
að hún hafði tæmt vatnsglasið. Hún gat
ekki talað eðlilega, hún aðeins hvislaði.
— Arnold ... aðeins eitt glas af vatni.
.. almennilegu vatni.
Ég hjálpaði henni að setjast upp og
bar vatnsglasið að vörum hennar. Hún
drakk einn sopa, svo féll hún saman. Ég
gekk út í eldhúsið og blandaði mjög
sterka upplausn. Svo tók ég magaslöngu
upp úr læknistösku minni — það er bara
litil gúmmislanga. Hún lá með lokuð
augu. Ég opnaði munn hennar og
stakk slöngunni niður í kok á henni og
hellti upplausninni niður i gegnum
slönguna. Það var sem hún svæfi. Ég
endurtók þetta tvisvar á um það bil sex
tima fresti.
Næsta dag rigndi. 1 fyrsta skipti í tvær
vikur. Þurrt torfið á þakinu drakk í sig
vætuna, svo að regnið féll hljóðlaust á
það. Á rennunni yfir glugganum við
rúmið hennar var svolítið gat, og i
gegnum það seytlaði vatnið og myndaði
litla tæra vatnsrák, sem rann i krókum
niður rúðuna.
Skyndilega opnaði hún augun. Hún
horfði á litlu vatnsrákina, sem seytlaði
niður rúðuna. Svo renndi hún hægt til
augunum og horfði beint á mig. 1 annað
sinn á ævinni fann ég þessa einkennilegu
tilfinningu, sem hafði gripið mig, þegar
ég sá hana í fyrsta sinn — að ég myndi
drukkna í augum hennar. Svo dó hún.
24 Vikan 2. tbl.