Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 23
Sakamálasaga eftir Gerd Nyquist
ÞÖGNIN
Skyndilega opnaði hún augun. Hún horfði á litflu
vatnsrákina, sem seytlaði niður rúðuna. Svo
renndi hún hægt til augunum og horfði beint á
mig. í annað sinn á ævinni fann ég þessa
einkennilegu tilfinningu, sem hafði gripið mig,
þegar ég sá hana í fyrsta sinn — að ég myndi
drukkna í augum hennar.
'A
///%■ '
////■
Drykkjarvatnið væri ágætt, skrifaði
hann, litil uppspretta spölkorn frá. Allt
væri í lagi og flest fyrir hendi.jFrænka
mín hefði verið (tarna á hverju sumri í
mrire ár. honum bætti leitt. að hún væri
frænku, sem ég var næstum búinn að
gleyma, að ég ætti. Ég hlýt að hafa verið
eini erfingi hennar. Sýslumaðurinn þar
var mér mjög hjálplegur. Hann sendi
mér meira að segja kort, og hann hafði
merkt selið inn á kortið, og hann hafði
merkt leiðina þangað. í þúsund metra
hæð yfir sjávarmáli og tveggja tíma
gangur til næsta nágranna. Við yrðum
að hafa með okkur allt. sem við
þyrftum á að halda, þegar við kæmum
til sumardvalar. En hann hafði rætt við
bónda í dalnum, sem var fús til að flytja
fyrir okkur upp eftir olíu og kartöflur.
1
dáin.
Ég vissi það ekki fyrr en þá, að þetta
gamla sel með hlöðnum garði og lítilli
hlöðu rétt hjá komst næst þeirri
hugmynd, sem ég hafði gert mér um
paradís á jörðu. Þegar ég sit á slitnu
varinhellunni fyrir utan dyrnar, heyri ég
aðeins þögnina og flugnasuð. Örsjaldan
hljóð í flugvél. Hér kemur aldrei fólk.
LtkLVlknSI
8ott, Arnold. Ég fékk mér tebolla hérna
fyrir framan arininn, og svo fékk ég mér
nokkrar kexkökur.
— Já, segi ég.
Þetta er merkilegt. Ég finn, að ég sit
hér og segi frá í nútíð, eins og Eva-Lisa
^ enn á lífi. Enn er allt svo nýtt fyrir
mér, enda þótt liðnar séu þrjár vikur,
siðan jarðarförin fór fram. Ég verð að
fara að hugsa öðruvisi — í þátíð.
G það var i vor, sem ég fékk að
v‘ta, að ég hefði erft gamla selið eftir
Regnið fellur hljóðlaust á torfþakið. Um
nætur — ef það hvessir — gnauðar
vindurinn þunglyndislega i upsum.
1 paradisinni minni gat ég hlustað á
þögnina.
En ég fann til þess, hve Eva-Lisa
talaði mikið. Heima hafði ég ekki tekið
eftir því. En þar hafði ég starfið. Hér
vorum við bara tvö — alein.
G hugsa, að þetta hefði verið
öðruvísi, ef hún hefði reiðst öðru hverju
og hækkað röddina og hreint og beint
brúkað kjaft. (Einkennilegt, næstum
ósæmilegt orðbragð, þegar Eva-Lisa er
annars vegar|. En ég heyrði aldrei neitt
annað en þessa mildu rödd hennar, sem
sagði mér í sífellu, hversu vel henni liði,
að henni væri alveg sama, þótt hún væri
í þessu eyðiseli og borðaði hrökkbrauð í
þrjár vikur og það væri bara skemmtileg
tilbreyting að þvo sér i isköldu vatni,
þótt hún væri vön að baða sig tvisvar á
dag heima, bara að þú sért ánægður,
Arnold, þá líður mér vel, er það ekki
gott, að viðskulum sofa svona vel, þrátt
fyrir hvað dýnurnar eru hnúskóttar og
fúkkalykt úr sængunum, það skiptir mig
engu máli, ef þér bara líður vel, Arnold .
Og svo brosti hún og horfði á mig bláu
augunum. Stundum var ég gripinn þeirri
einkennilegu tilfinningu. að höfuð mitt
væri holt innan — og það eina, sem þar
kæmist að, væri milda röddin hennar
Evu-Lisu. Það var eins og minum eigin
hugsunum — mér sjálfum — hefði verið
þrýst út, og i staðinn var komið eitthvað
óljóst, mjúkt og loðið.
Ef okkur langaði í nýmeti, varð það
að vera fiskur. Og mér hefur alltaf þótt
gaman að veiða fisk. Hér gat ég gengið
um og veitt eins og mig lysti allan þann
fisk, sem ég gat borið. Ég notaði bara
flugu. Og við borðuðum fisk á hverjum
degi. Eva-Lisa var alltaf með mér. Hún
elti mig. Hún og röddin hennar.
— Fiskurinn, Eva-Lisa, var ég vanur
að segja. — þú mátt ekki lala. þú fælir
fiskinn.
Þá hvislaði hún. Hún stóð þétt uppað
mér og hvíslaði að mér.
— Hvað við höfum það gott, Amotd.
Að geta staðið hér, alein, aðeins þú og
ég. Jafnvel þótt það sá dálitið kalt.
Hugsa sér alla, sem flatmaga á sðlar-
ströndum Spánar og ganga svo að
dúkuðu borði, hlöðnu tilbúnum mat
ásamt fjölda annars fólks — meðan þú
og ég getum verið alveg út af fyrir
okkur. Jafnvel þótt við þurfum aðbúa til