Vikan


Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 26
Fólk FEITA BARNIÐ sem varð kyntákn Það stendur ekki á Roger Moore að viðurkenna að það sé fyrst og fremst vegna útlitsins sem hann hefur komist áfram í kvikmyndaheiminum. Hæfi- leikar eru allt annað mál. Sjálfur tekur hann sig ekki alvarlega sem leikara, tekur fyrstur manna undir alla þá neikvæðu gagnrýni sem hann fær en visar þeirri góðu á bug sem hverjum öðrum brandara. Þó þykir það ekki fara á milli mála að hann eigi tölu- verðan þátt í velgengni nýjustu James Bond-myndarinnar, Moonraker. Þó Roger Moore sé nú í hópi fína fólksins, eins og það er kallað, þá er hann ekki fæddur sem slíkur og leið hans upp á stjörnuhimininn hefur ekki verið rósum stráð. Faðir hans var löreglumaður og um tíma stundaði hann nám við konunglega leiklistar- skólann í London. Engan sérstakan metnað hafði hann þó í þá átt að verða kvikmyndaleikari, eftir herþjónustu gerðist hann sölumaður og með tíð og tíma fékk hann eitt og eitt aukahlut- verk (aðallega vegna útlitsins). Gæfu- hjólið fór að snúast honum í hag þegar hann flutti sig um set og settist að í Bandaríkjunum. Hann gerði samning við MGM- kvikmyndafyrirtækið um að leika i kvikmyndinni The last time I saw Paris, en þar voru aðrir leikarar ekki af verri endanum, Elizabet Taylor og Van Johnson. Roger gleymir seint fyrsta vinnu- deginum í Hollywood: „Fyrsta vinnu- daginn minn bar upp á 1. april, þannig að það var hálfgertaprílgabb að ég skyldi yfirleitt byrja að vinna. Kvikmyndatakan snerist öll um Eliza- betu Taylor. Ég þurfti ekki að segja svo mikið, en mín mál leystust að mestu leyti þegar Van Johson var lát- inn skjóta mig skömmu fyrir hlé. Framleiðendurnir ætluðust til þess að ég liti vel út — ég skildi það aldrei almennilega þar sem ég hélt að Elizabetu Taylor væri borgað fyrir slíkt.” Einhverju sinni kom breskur gagn- Ungur maður í Hollywood. „Vertu sœtur," sögðu framleiðandurnir. 26 Vikan 2. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.