Vikan


Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 51
ambandið við látna persónu, sem hafði Stið lifið við drukknun. Þær héldust allar i hendur og lokuðu ugum þegar þær reyndu að ná ambandi við Mary Jo. Kertisloginn á borðinu blakti þótt oftið væri kyrrt. Allt i einu stifnaði frú Dahne og töfuð hennar féll fram. „Hún er hérna. Ég finn að hún er tálægt." stundi hún. „Mary Jo. Mary lo, okkur langar til að beina til þin ^okkrum spurningum." Og hún spurði: „Hver varð þér að oana?” Við þetta breyttist rödd miðilsins i rödd ungrar stúlku. Og röddin svaraði með dálitið nefmæltu hljóði og New Jersey-málhreimi: „Það varð mér enginn að bana. Það drap mig enginn! Vitið þið Það ekki? Þið hljótið að vita að þetta var slys. Það hefur enginn haldið þvi fram að þetta hafi ekki veriðslys.” Og svo nokkru siðar: „Þætta var ansi ekki að bragða meira af þessu. Ég verð að komast út. Ég verð að fá frískt loft. Mig svimar dálítið . . . það verður ein- hver að hjálpa mér út fyrir. Ó. mér finnst ég svo asnaleg. Það er engu líkara en kollurinn á mér sé fullur af ull og ég er svo syfjuð. Ef ég get bara fengið mér smáblund þá næ ég mér rétt strax — ég veit það. Það er einhver að hjálpa mér inn í aftursætið á bíl öldungadeildar- þingmannsins. Ég er ógurlega slöpp. ég er varla fær um það sjálf. Það er nóg pláss hérna. Ég get vel rétt úr mér og fengið mér smáblund. Guð minn! Þetta var nú Ijóti drykkurinn. Ég veit að einhver hefur laumað einhverju í hann. Ég er ekki vön því að vín fari svona í mig. Siðan kom þögn og þá var þessi spurning lögð fyrir þessa ókunnu rödd: „Hvað var um að vera I samkvæmtnu? Voru þessar sex stúlkur bara boðnar af kynferðisástæðum? ’ Röddin flissaði svolitið og svaraði: „Var þetta erfiður dauðdagi?” „Nei. hann var þaðekki. Hann var friðsamur. Segið þið pabba og mömmu að það hafi ekki verið erfitt. Segið þeim að vera ekki svona harmþrungin. Ég veit að þau eru ennþá sorgmædd. Þau hugsa um mig á hverjum degi og eru mjög, mjög hrygg. Pabbi hefur gert sig veikan af áhyggjum af mér. Hann er mjög slæmur i magan- um. Það er þegar búið að skera fiánn upp einu sinni. Hann verður að gangast undir annan uppskurðef hann gætir sin ekki." Næst var um það spurt hvað hún hefði að segja um það hvernig Kennedy hefði verið kennt um dauða Mary Jo. Það stóð ekki á svarinu: „Það er ekki sanngjarnt. Það er mjög ósanngjarnt. það var ekki honum að kenna,” sagði röddin. Og hún hélt áfram: „Hann visst ekki að ég var í bílnum. Hann var fram í með einhverjum öðrum. Hann gat ekki vitað að ég var aftur I. Ég var svo syfjuð og róleg. Það kom ekki hljóð frá mér. Ég skemmtilegt. Öldungadeildarþingmaður- inn var þarna og allir elska öldunga- deildarþingmanninn. Stelpurnar telja hann mestan allra. Það geri ég líka.” Þá var hún spurð þessarar spurningar: „V oruð þið elskendur?” En þá kom dálítið fliss frá miðlinum °g setningin: „Látið ekki eins og kjánar! Við vorum ekki elskendur. Ég kunni vel við hann og ég held að honum hafi likað bara vel við mig. Já, ég veit það. En við vorum ekki elskendur. Það var fullt af stórfallegum konum sem gengu á eftir honum með grasið i skónum. Nei, ég unni öðrum, manni sem er virkilega góður, alveg dásamlegur.” Nú varð þögn i herberginu i nokkrar mínútur. Þá spurði Ethel Taylor: „Hver var hann, Mary Jo, hver var hann?” „Það get ég ekki sagt ykkur. Það skiptir engu máli núna. Það var vonlaust hvort eð var. Það var ekki til neins. Hann var kvæntur og ég hafði ekki hugsað mér að fara að halda við hann. Hann vildi að ég gerðist ástmær hans. Ég elskaði hann en ég ætlaði ekki að verða hjákona hans. t>etta var fyrir löngu. Fyrir löngu, löngu. Þetta var sársaukafullt og ég var óhamingjusöm ht af þvi. En það er allt liðið hjá. Nú finn óg aðeins til friðar og rósemdar. Nafn hans myndi ekki skipta neinu máli og Þuð myndi einungis valda honum sárs- auka." En svo virtist sem röddin væri homin aftur I aðstæðurnar við samkvæmið á Chappaquiddick-eyju. „Mig svimar. Ég veit ekki hvað þetta er- Ég hef að visu smakkað vín en ég hef ekki drukkið svo mikið. Það er eitthvað athugavert við þennan drykk. Hver hefur sett eitthvað i glasið mitt? Einhver hefur gert það en það horfa allir á mig eins og ég sé gengin af göflunum. Engmn þykist vita neitt um þetta. En hað e: eitthvað að drykknum. Ég ætla „Nei, það var alls ekki þannig. Vissulega ætluðum við að skemmta okkur vel. Til þess eru samkvæmi, er það ekki? Nei, við vorum þarna allar okkur til skemmtunar því við vorum vinir, góðir vinir, þið skiljið hvað ég á viö, er það ekki? Þetta var boð með fullorðinna brag. Við vorum ekki komnar þangað til þess eins að hafa mök við einhverja. Þetta var sumarsamkvæmi." Þegar hér var komið stifnaði líkami frú Dahne aftur og höfuðið réttist upp. Og röddin hélt áfram: „Það eru ein- hverjir að fara upp í bilinn. Tvær manneskjur, í framsætin. Þær vita ekki af mér hérna en það gerir ekkert til því éger svodrukkin.” Siðan: „Það er hræðilegur hávaði. vatn um allt. vatn allt í kringum mig. Það er svo kalt, svo kalt. Það er allt á hvolfi og vatnið er farið að hækka um mig. Ég trúi þessu ekki. Ég held ég eigi að deyja. Elsku pabbi! Elsku mamma! Hvað ætli þið hugsið? — Ó, þið verðið svo einmana. Ég þjáist þó ekki. Ég finn ekkert til.” Síðan kom þögn uns spurt var aftur: kærði mig kollótta um hvað þau væru að gera. ég var svo sljó því drykkurinn hafði haft mjög vond áhrif á mig. Þegar hávaðinn kom hlýtur hann að hafa farið út með hinni persónunni, annars veit ég þaðekki.” En þá var hún spurð að því hvers vegna öldungadeildarþingmaðurinn hefði sagt að hann hefði farið úr samkvæminu með Mary Jo og reynt að bjarga henni eftir útafaksturinn. Frú Dahne, sem sat nú með höfuðið slakt fram, og þessi rödd barst frá henni hljóðlega: „Hann var að leyna nærveru annarrar persónu sem hann vildi ekki koma í vandræði. Það var nógu slæmt sem orðið var, nægilega mikið hneyksli. En það er ekki hægt að kenna honum um neitt af þessu. Hvers vegna var fólk að kalla hann lygara og svikara? Það gerðu reyndar þeir einir sem ekki vildu hafa hann i stjórnmálunum og vildu þess vegna koma óorði á hann. Hann myndi verða góður forseti. Hann er góður og velviljaður maður." En þá kom næsta spurning: „Hvers vegna beið öldungadeildarþingmaðurinn þangað til morguninn eftir með að skýra lögregl- unni frá dauða Mary Jo?" „Sjáðu til. Hann vissi ekki um það,” svaraði röddin. „Hann vissi það ekki fyrr en siðar að ég var í bílnum. En það var einhver í samkvæminu, maðurinn sem kom mér fyrir i bilnum, sem sagði honum það á eftir. En þá var það orðið of seint. Ég var þegar farin yfir I ríki andans. Og þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir ættu að taka til bragðs. Þetta var allt svo ruglingslegt. Hann var allt að einu kominn í vandræði. Þetta var bíllinn hans i vatninu. Það hefði enginn trúað honum ef hann hefði sagt að hann vissi ekki að ég væri þarna. Og svo hefði hin persónan dregist inn í þetta líka. Sérðu það ekki? Þetta var ástæðan til þess að hann sagði það sem hann sagði. Til þess að leyna viðurvist hinnar persónunnar — persónunnar sem hann fór með úr samkvæminu. Að draga hana inn í þetta hefði ekki breytt neinu, einungis valdiðmeiri þjáningu.” Þessi sambandsfundur stóð í hálfan annan klukkutíma eða 90 minútur. Þegar komið var að lokum hans var þessi spurning lögð fram: Viltu koma einhverjum boðum til foreldra þinna? „Já, segið þeim að þau megi ekki vera svona hrygg. Það er að eyðileggja lif þeirra." Þetta var sagt af mikilli mýkt og nærgætni. Og röddin hélt áfram: „Segið þeim að ég vilji að þau séu hamingju- söm. Timinn líður svo hratt og líf þeirra er svo stutt. Fyrst mun pabbi koma og sameinast mér, svo mamma. Þá verðum við aftur saman, eins og fyrir svo óralöngu. Ég vildi að fólk léti þau i friði og hætti að spyrja um mig. Það endur- vekur harma þeirra á hverjum degi. Biðjið fólk að hætta að ónáða þau. Það vildi ég að fólk gerði.” Þá var hún spurð hvort Mary Jo vissi að fólk héldi líka áfram að ónáða Kennedy út af dauða Mary Jo. Þá sagði röddin: „Já, það vekur mér hryggð. Það er orðið svo langt síðan. Það er ekki hægt að breyta neinu. Þetta fór eins og það átti að fara. Það var ekki hans sök, það má ekki varpa sökinni á hann. Það er ekki sanngjarnt. Það er mjög ósann- gjarnt...” Augu frú Dahne opnuðust, starandi og undrandi. Fundinum var lokið... Og það sem virtist vera rödd Mary Jo hvarf inn í myrkrið. Og nú hefur Edward Kennedy hafið kosningabaráttu sína fyrir þvi að verða útnefndur forsetaefni Demókrata flokksins í Bandarikjunum og einn hinna gráðugu kvikmyndaframleiðenda hefur lýst því yfir að hann hafi í hyggju að gera kvikmynd af þessum hörmulega atburði i lifi forsetaefnisins. Og meira að segja á staðnum, þar sem atburðirnir gerðust og með réttum nöfnum allra aðila. Eins dauði er annars brauð. Veslings Kennedy. * 2. tbl. Vikan S1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.