Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 17
feiti. Hrásalatið var hins vegar einfalt og
gott, litillega oliuvætt. Þessi réttur var á
fastamatseðlinum.
Verðið er 12.450 krónur sem
aðalréttur, borinn fram á diski.
Grísakjöt
Af kínverska matseðlinum prófaði ég
steikt grísakjöt i súrsætri sósu. Mér
fannst það vel frambærilegt. Einkum
átti sósan vel við ananas og sýrða gúrku,
sem fylgdu kjötinu.
Hrísgrjónin, sem fylgdu með, voru
mjög vel heppnuð, einföld í matreiðslu
°S stinn, alveg laus við að vera ofsoðin.
Það hefur semsagt ekki tekist enn að
sP'Ha kínverska kokkinum meö
islenskum ósiðum.
Verðið er 4.800 krónur sem
aðalréttur.
Kjúklingur
Enn betra af kínverska seðlinum
reyndist kjúklingur i ostrusósu.
Kjúklingurinn var að vísu mauksoðinn
að austrænum hætti, en ostrusósan átti
alveg einstaklega vel við hann, gaf
réttinum sérstakan sjarma. Ekki fann ég
bö neitt ostrubragð að sósunni.
Ég tel, að með slíkum réttum eigi
kinverskur matseðill fullan rétt á sér sem
hliðarseðill á Grillinu.
Verðið er 4.800 krónur sem
aðalréttur.
ÍS
Sólberjaís var á matseðli dagsins,
öálítið sérstakur vegna sólberjanna,
ágætis tilbreyting frá ávaxta- og berja-
isum þeim, sem kunnari eru.
Verðiðer 1.200 krónur.
Mun þetri var þó appelsínu-kraum-
Isinn eða sorbet-inn, sem var á fastamat-
seðlinum. Hann var einstaklega vel
gerður, alveg svifléttur og hressandi i
niunni og maga og ekki of bragðsterkur.
Ég hef ekki fengiö betri kraumís hér á
landi.
Það er synd og skömm, að íslendingar
skuli vilja þunga eftirrétti. Það er eins og
menn vilji kýla svo vömbina á veitinga-
húsum, að þeir geti tæpast staðið upp.
Tilgangur eftirrétta er hins vegar sá að
létta menn og hressa. Og það gerir
sorbet hiklaust.
Verðiðer 1.575 krónur.
Ostur
Ostabakki með kexi og smjöri var á
fastamatseðlinum. Þetta var fjölbreyttur
bakki með gráðaosti, camembert, port
salut, mysuosti og fleiri ostum, svo og
ýnisum tegundum af kexi.
Þetta var góður bakki. Meira að segja
oamembertinn var þroskaður í gegn,
sjaldgæf sjón á íslensku veitingahúsi.
Verðið er 2.665 krónur.
Vín
Vínlistinn á Grillinu er ekki nógu
Söður, einkum í rauðvínum. Þar vantar
matargerðarlist, sem ræður rikjum hjá
íslenskum matreiðslumönnum I
þunglamalegri, danskri útgáfu, hefur á
síðasta áratug vikið i upprunalandinu
fyrir hinu svonefnda „nýja, franska
eldhúsi”, sem hefur haldið innreið sina I
velflest bestu veitingahús Frakklands.
Hér heima er greinilegt, að Grillið á
Hótel^ögu hefur losað sig undan ofur-
þunga hinnar hefðbundnu matreiðslu og
stigið nokkur skref í átt til hinnar léttu,
nýju matreiðslu.
Léttar og hveitilausar sósur, hrásalat í
stað mauksoðins dósagrænmetis,
ferskur fiskur og vel gerður, mjólkur- og
rjómalaus kraumís eru nokkur dæmi um
þessa þróun.
Sykurbrúnuð eða smjörsteikt
brauðmylsna er hins vegar dæmi um
steingervinga eldri tlma, svo og
djúpsteiktu laukhringirnir.
Næsta skref Grillsins gæti falist I
nákvæmari og styttri eldunartíma.
Vonandi aðstoða viðskiptavinirnir hina
ágætu eldunarmeistara í viðleitni þeirra,
fleiri skrefum þeirra á brautinni til æðri
matargerðarlistar og betra heilsufars
viðskiptavina.
Þjónustunni á Grillinu mátti gefa níu i
einkunn, matseldinni átta og vinlistanum
sex. Með hliðsjón af mikilvægi
matseldarinnar I mati á veitingahúsum
tel ég heildareinkunn veitingastofunn-
ar vera átta af tiu mögulegum.
Jónas Kristjánsson
1 næstu Viku:
Blómasalur Hótel Loftleiða
Ábyrgðarmenn I Grillinu: Sigurvin Gunnarsson yfirmatreiðslumeistari, Huld
Goethe inspector og Óli Harðarson matreiðslumeistari. Mynd: Hörður.
Chateau Talbot, Geisweiler Grand Vin
og einkum þó hið ódýra Trakia.
Merkinu halda uppi Chateau Paveil
de Luze. Chateauneuf-du-Pape og
Chianti Classico. í hvítvinum er
ástandið betra, því að þar fást Wormser
Liebfrauenstift KirchenstUck,
GewUrztraminer, Chablis og
Bemkasteler Rosenberg eða Schloss-
berg.
Meðal annarra frambærilegra vina á
lista Grillsins eru Saint Emilion,
Paralelle 45, Geisweiler Reserve og
Mercury af rauðvínum og af hvítvínum
Riesling og Auxerrois frá Luxembourg,
Sauternes og Rúdesheimer Burgweg.
Meðskeldýraréttum Stjörnusalar mæli
ég með Chablis á 4.675 krónur, með
fiskréttunum mæli ég með Gewtirztram-
iner á 4.010 krónur og með kjöt-
réttunum mæli ég með Chianti Classico
á 3.340 krónur.
Ekkl dýrt
I samanburði við hliðstæða veitinga-
sali í Vestur-Evrópu norðan Alpafjalla
er Stjörnusalur Hótel Sögu ekki
tiltakanlega dýr.
Aðalréttur af matseðli dagsins með
súpu og eftirrétti kostar að meðaltali
innan við 9.000 krónur. Með kaffi og
Chianti vínflösku, hálfri á mann, til
iviðbótar kostar hann um 12.000
krónur. Af kínverska matseðlinum
mundi hliðstæð máltið kosta um 9.000
krónur.
Á fastamatseðlinum er verð fimmtán
forrétta, súpa og eggjarétta að meðaltali
um 3.400 krónur, verð 26 aðalrétta úr
fiski eða kjöti aö meðaltali um 8.500
krónur og verð átta eftirrétta að
meðaltali um 2.100 krónur. Með kaffi
og hálfri vínflösku ætti meðalmáltíð af
fastaseðlinum að kosta um 16.000
krónur á mann.
1 hádeginu býður Grillið upp á
sérstakan heimilismat, yfirleitt súpu og
aðalrétt, á rúmlega 4.000 krónur. Það er
sérlega lágt verð, en ég hef því miður
ekki haft tíma til að prófa gæðin.
Á framtíðarvegi
Hin hefðbundna, franska
2. tbl. Vlkan 17