Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 10
Vímugjafar
síðan mætti sjá fólk skríðandi
á gólfinu til að leita að góssinu
þegar við værum farnir. Nú
höfum við ekki lengur tíma til
að sækja samkomuhúsin, það
hefur vikið fyrir öðru sem
okkur virðist þýðingarmeira. Á
ég þar við að við einbeitum
okkur að því að ná í það efni
sem komið er til landsins og
upplýsa um innflutning.
— Við fáum sjaldan í
hendur unglinga undir 18 ára
aldri og nánast enginn kemur
fyrst við sögu hjá okkur eftir
þrítugt. Og vissulega er heil-
mikið um „fasta kúnna” sem
koma aftur og aftur með
misjafnlega löngu millibili.
Okkur virðist þróunin sú að
þeir sem byrja að nota kanna-
bisefni fari síðar út í sterkari
efni. En því miður hefur unnist
allt of lítill tími til að gera
marktækar kannanir í þessum
efnum.
— Það hefur verið mjög
áberandi á undanförnum árum
að „viðskiptavinir” okkar leiti
til Danmerkur og Svíþjóðar.
Þar hafa nú stórir hópar fólks,
sem við könnumst við, aðsetur.
Og sennilega sitja um 10
góðkunningjar okkar í fangels-
um erlendis.
— Það er heldur fátítt að
nöfn falli út af lista hjá okkur
nema viðkomandi verði annað-
hvort geðveikur eða deyi. Og á
hverju ári er um nokkur dauðs-
föll að ræða sem ég tel að megi
rekja beint eða óbeint til neyslu
á fíkniefnum.
— Oft erum við ásakaðir
fyrir að einbeita okkur ekki
nóg að því að afhjúpa „þá
stóru” sem standi að baki
innkaupum á fíkniefnum. En ég
hef ekki trú á að þeir séu til.
Það þarf alls ekki svo mikið
fjármagn til að hefja viðskipti
með kannabis. Og þó að við
höfum orðið varir við dýrari
efni, eins og t.d. kókaín, þá er
það enn nokkurs konar „spari-
efni”, notað svona til hátíða-
brigða og tilbreytingar frá
amfetamíni sem hefur hliðstæð
áhrif.
— En auk fræðslunnar, sem
ég minntist á áðan, tel ég mjög
brýnt að við gætum komið upp
áðstæðum hér til raunhæfrar
eftirmeðferðar þeirra sem vilja
10 Vikan 2. tbl.
reyna að hætta fíkniefnaneyslu,
áður en við sitjum uppi með
raunverulega heróínsjúklinga.
Ein af þeim íslendingum
sem hafa spreytt sig á
kommúnulífi í bræðralönd-
unum er Anna, 18 ára
menntaskólanemi í Reykja-
vík, og við báðum hana að
lýsa reynsiu sinni af því sem
er sjálfsagt hliðstætt reynsiu
svo margra annarra ung-
menna.
Adalkosturinn: líf
án streitu
— Kommúnan sem ég bjó í
var í Hagahverfinu í miðri
Gautaborg. Þetta hverfi er
ekkert ósvipað Kristjaníu í
miðri Kaupmannahöfn nema
hvað Haga er mun snyrtilegra.
Þetta eru allt hús sem bíða
niðurrifs og algjörlega ólöglegt
að flytja inn í þau. En þarna
býr enn einstaka fólk á leigu-
samningi og þess vegna má
borgin ekki skrúfa fyrir gas,
rafmagn eða vatn. Þannig
getur maður búið þarna ansi
lengi án þess að greiða fyrir
slíkt því það er ekki hægt að
taka þetta af hverri íbúð fyrir
sig heldur öllum ganginum. Og
alltaf geta verið þar ein eða
tvær íbúðir sem borgað er af,
en það fólk er þá með leigu-
samning við ríkið.
— Það er afskaplega einfalt
að flytja inn, maður leitar bara
að tómri íbúð og sest þar að.
Það má segja að íbúar Haga-
hverfisins skiptist algjörlega í
tvennt, fólk sem stundar
daglega vinnu og fólk á ríkis-
framfæri.
— Kosturinn vió að búa
þarna er sá að maður verðuf
svo lítið var við stress. Maðuí
vaknar á morgnana, fer í sína
vinnu, kemur tiltölulega
snemma heim og nýtur þess að
fá sér í pípu úti í garði í hlýju
veðri og með gróðursæld allt í
kring. Hér heima getur verið
ákaflega stressandi að búa með
fjölskyldu sinni með sínat
sífelldu kröfugerðir og
skammi'r, þó ég skilji raunar vel
áð éitthvefpt" aÁhakl verður að
vera. En þarna fáum við að
reykja og sniffa (kókaín) i friði-
— Kókaín er miklu vinsælla
fíkniefni í Sviþjóð en hass-
Maður verður að vísu mikli1
strekktari á því að sniffa en
reykja og ákaflega skjálfhentut-
En þessu fylgir líka ólýsanlega
þægileg tilfinning. Manni líðuf
eitthvað svo vel innan í sér, öll
skynjun skerpist án þess að
maður sýni í rauninni nokkur
viðbrögð við umhverfinu. En
maður verður að halda sig við
sniffið í frítíma sínum, það
býðir ekkert að mæta svoleiðis
til vinnu.
Hlynntari hassi
en brennivíni
~ Ég hafði kynnst hassi hér
heima, og hér er það miklu
a'gengara en fólk almennt gerir
s^r grein fyrir. Hins vegar er
erfiðast að smygla inn hassi af
öllum eiturlyfjum vegna þess
að það er svo fyrirferðarmikið
°g alveg furðulegt hvað fólk
kemst upp með það. LSD er
aftur á móti mjög auðvelt
viðureignar, meira að segja
leikur einn að smygla því inn
‘ dagblaðinu sínu. Hér er mjög
mikið framboð af hassi en mun
minna af hassolíu. Olían er svo
miklu dýrari og enn áhættu-
samari í innflutningi.
— Sjálf er ég mun hlynntari
hassi sem vímugjafa en brenni-
víni. Brennivín gerir fólk oft og
tíðum ótt þannig að það eyði-
*eggur allt og alla 1 kringum
s'g- Fólk er aftur á móti mjög
rólegt undir hassáhrifum, vill
helst sitja i ró og spekt heima
hjá sér og hlusta á góða músík.
^rfér finnst algjörlega fáránlegt
að halda því fram að það leiði
fölk út í notkun á sterkari
efnum. Ég held að þetta sé
ósköp svipað og með brenni-
v'nið, sumir verða alkar og
aðrir ekki. Sennilega er það
Sama karakterveilan sem leiðir
t>l ofnotkunar á hvoru tveggja.
Enda var það mín reynsla úti í
Éaga að alkarnir héldu sig ekki
bara við áfengið heldur reyktu
Hka og droppuðu sýru.
Bæði hassið og olían, sem
^er eru á markaði, er fremur
rýrt að gæðum, eiginlega bara
ðrasl sem ekki selst í
Éaupmannahöfn. Og allar
aðgerðir til að stöðva innflutn-
'ng á því eru bara kák. Það
Vrði að koma svo miklu meira
t>l ef þeh ætluðu sér raunveru-
e8a að komast fyrir slíkt í
stórum stíl, bæði almennari
ordómar, strangari viðurlög og
n^kkaðar sektir. Ég þekki t.d.
strák sem hefur lífsviðurværi
sitt af hasssölu. Hann er að
vísu sektaður öðru hvoru en
þær sektir eru svo lágar að þær
nema varla tekjuskatti venju-
legs fólks. Enda kallar hann
þær bara skattana sína og
finnst þetta ágætis atvinna.
— Ég kom heim af því að
mér fannst þetta líf ósköp leiði-
gjarnt til lengdar. Þetta leysir
engan vanda og tilgangsleysi
tilverunnar varð mér enn
augljósara á meðal þessa fólks.
Auðvitað finn ég líka fyrir
tilgangsleysi í því þjóðfélagi
sem ég lifi hér í en það er samt
skárri kosturinn. Ég býst við að
flestu ungu fólki sé svipað
innanbrjósts, við vildum svo
gjarnan breyta þessu en vitum
bara ekki hvernig. í Svíþjóð
t.d. er mötunin orðin svo mikil
að almenningur er alveg
hættur að hugsa sjálfstætt.
Þetta finnst mér óheillavænleg
þróun og því miður virðist allt
stefna í sömu átt hér.
Frœðslan í Svíþjóð
beinlínis hvatning
til hassneyslu
— Ég held ég hafi þroskast
mikið á þessu Hagatímabili
mínu og raunar þarf töluverðan
þroska til að standast slíkt lif
áfallalaust. Mér er t.d. minnis-
stæð ung og falleg stúlka í næsta
húsi, sem var að drekka sig í hel.
Hún drakk kannski 5-6 vikur
samfleytt. Tvær seinustu
vikurnar lá hún veinandi í
rúminu og reykti hass, matar-
laus og allslaus því allir
tryggingapeningarnir fóru í
vímugjafa. Svo voru miskunn-
samir nágrannar að reyna að
þrífa saurinn undan henni og
mestu óþrifin í kringum hana.
— Ég veit um marga Islend-
inga sem látist hafa af völdum
fikniefna, bæði beint og óbeint.
Og sá sem hefur virkilega
ánetjast fikniefnum á í fá hús að
venda hvað hjálp snertir. Hér
eru líka svo ótrúlega margir
greiðviknir læknar sem eru fúsir
að gefa út lyfseðla fyrir róandi
og örvandi lyfjum og það
hindrar að fólk leiti sér hjálpar.
— Ég efast ekki um að það er
mjög nauðsynlegt að efla
almenna fræðslu um fíkniefni,
bæði fyrir börn og foreldra. En
hún má þá ekki verða eins og í
Svíþjóð þar sem hún er beinlínis
hvatning til hassneyslu. Læknar
þar keppast um að lýsa yfir því
að það sé gjörsamlega skaðlaust
og það hefur orðið til þess að
sífellt yngri aldurshópar prófa
það, allt niður í 11-12 ára gömul
börn. Og mörg blöð hafa staðið
að þessari „fræðslu” eingöngu til
að auka sölu sína.
— Sjálf tel ég hassið óskaðlegt
sé þess neytt í hófi en veit af
eigin reynslu að ofnotkun á því
veldur skertu minni, brengluðu
tímaskyni og eykur hættulega á
kæruleysi. Hins vegar finnst mér
ofsa gaman að fá mér í pípu
stöku sinnum, skynjunin verður
svo miklu skarpari, maður fílar
hlutina á allt annan hátt. Það er
t.d. mjög skemmtilegt að fara
dálítið „high” í bíó, sérstaklega á
gamanmyndir. Það er eins og
kímnigáfan aukist, manni finnst
allt ofsalega fyndið og hlær að
öllu. Og ég veit að hassneysla er
mjög algeng í framhalds-
skólunum hér. Sumir eru meira
að segja svo djarfir að fá sér í
pípu á klósettinu í frímínútum
og mæta svo „stoned” í tima án
þess að kennarinn taki eftir
neinu. ★
JÞ
2. tbl. Vikan 11